Erlent

Páfi svipti 400 barnaníðinga hempu á tveimur árum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Benedikt 16. páfi, sem nú er sestur í helgan stein.
Benedikt 16. páfi, sem nú er sestur í helgan stein. Vísir/AP
Á árunum 2011 til 2012 svipti Benedikt 16. páfi nærri 400 kaþólska presta hempunni, eftir að þeir höfðu orðið uppvísir að því að níðast kynferðislega á börnum.

Þetta er töluverð fjölgun frá árunum 2008 og 2009, þegar samtals 171 kaþólskur prestur var sviptur hempunni af sömu sökum.

Þetta kemur fram í skjölum, sem AP-fréttastofan hefur komist yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×