„Ráðherra ætti að biðjast afsökunar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. janúar 2014 11:29 Jón Steindór Valdimarsson vill að Gunnar Bragi biðjist afsökunar á ummælum sínum. „Mér finnst að ráðherrann ætti að biðjast afsökunar, þetta er það stór yfirsjón,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Íslands, samtök Evrópusinna á Íslandi, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í gær. „Evrópusambandið setur meiri fjármuni í kynningar á sér en Coca Cola,“ sagði Gunnar Bragi í gærkvöldi. Þessi ummæli vöktu athygli félagsmanna Já Íslands. „Þarna er hann væntanlega að vitna í frétt Daily Mail sem birtist í september á síðasta ári. Þessi fullyrðing er byggð á skýrslu samtaka sem heita Open Europe, frá árinu 2008. Samtökin berjast gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er vægast sagt langt seilst í því að flokka hluti undir áróður og auglýsingar,“ segir Jón Steindór.Í skýrslunni eru menntaáætlanir eins og Comenius, Leonardo, Erasmus og Jean Monnet flokkaðar sem auglýsingar eða áróður. Þessi verkefni stuðla að samstarfi á milli skóla á öllum skólastigum. Sem dæmi hafa íslenskir háskólar tekið þátt í Erasmus-áætluninni frá árinu 1992 og hafa um 2500 háskólastúdentar tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar. Comenius-áætlunin stuðlar að samstarfi grunn- og leikskóla á ýmsum sviðum. Nemandaskipti, kennaraskipti og undirbúningsheimsóknir eru meðal þess sem áætlunin gengur út á. „Það er mjög langt seilst að bera þessi atriði saman við auglýsingareikning Coca Cola. Er þá ekki allt sem stjórnvöld gera yfirhöfuð bara áróður? Er það þá ekki áróður að halda úti menntakerfi?“ Spyr Jón Steindór. Hann segir ummælin hafa vakið með sér vonbrigði. „Það er nú einu sinni þannig að þegar menn eiga í samskiptum við önnur ríki eða samtök eins og ESB eiga menn að athuga hvað þeir segja. Við eigum allt undir því að eiga góð samskipti á alþjóðavísu. Svona ummæli auka ekki virðingu, tiltrú og traust.“ Ekki náðist í Gunnar Braga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Já Íslands kemur þetta fram:Alls eru um 1,3 milljarðar af þeim 2,4 milljörðum sem þeir telja til kynningarkostnaðar í raun framlög til hinna margvíslegu mennta- og æskulýðsstyrkir sem veittir eru aðilum innan ríkja ESB og ranar allra aðildarríkja EES. Einnig eru háar fjárhæðir tiltaldar sem tengjast rekstri stjórnmálakerfis ESB og flokkahópanna sem eiga samstarf á vettvangi sambandsins. Þá má nefna 28,5 milljón evra framlag til þess að fjárfesta í skrifstofum fyrir starfsemi kynningarstofu sambandsins. Sú fjárfesting er þarna talin til árlegs auglýsinga- og kynningarkostnaðar ESB. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Mér finnst að ráðherrann ætti að biðjast afsökunar, þetta er það stór yfirsjón,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Íslands, samtök Evrópusinna á Íslandi, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í gær. „Evrópusambandið setur meiri fjármuni í kynningar á sér en Coca Cola,“ sagði Gunnar Bragi í gærkvöldi. Þessi ummæli vöktu athygli félagsmanna Já Íslands. „Þarna er hann væntanlega að vitna í frétt Daily Mail sem birtist í september á síðasta ári. Þessi fullyrðing er byggð á skýrslu samtaka sem heita Open Europe, frá árinu 2008. Samtökin berjast gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er vægast sagt langt seilst í því að flokka hluti undir áróður og auglýsingar,“ segir Jón Steindór.Í skýrslunni eru menntaáætlanir eins og Comenius, Leonardo, Erasmus og Jean Monnet flokkaðar sem auglýsingar eða áróður. Þessi verkefni stuðla að samstarfi á milli skóla á öllum skólastigum. Sem dæmi hafa íslenskir háskólar tekið þátt í Erasmus-áætluninni frá árinu 1992 og hafa um 2500 háskólastúdentar tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar. Comenius-áætlunin stuðlar að samstarfi grunn- og leikskóla á ýmsum sviðum. Nemandaskipti, kennaraskipti og undirbúningsheimsóknir eru meðal þess sem áætlunin gengur út á. „Það er mjög langt seilst að bera þessi atriði saman við auglýsingareikning Coca Cola. Er þá ekki allt sem stjórnvöld gera yfirhöfuð bara áróður? Er það þá ekki áróður að halda úti menntakerfi?“ Spyr Jón Steindór. Hann segir ummælin hafa vakið með sér vonbrigði. „Það er nú einu sinni þannig að þegar menn eiga í samskiptum við önnur ríki eða samtök eins og ESB eiga menn að athuga hvað þeir segja. Við eigum allt undir því að eiga góð samskipti á alþjóðavísu. Svona ummæli auka ekki virðingu, tiltrú og traust.“ Ekki náðist í Gunnar Braga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Já Íslands kemur þetta fram:Alls eru um 1,3 milljarðar af þeim 2,4 milljörðum sem þeir telja til kynningarkostnaðar í raun framlög til hinna margvíslegu mennta- og æskulýðsstyrkir sem veittir eru aðilum innan ríkja ESB og ranar allra aðildarríkja EES. Einnig eru háar fjárhæðir tiltaldar sem tengjast rekstri stjórnmálakerfis ESB og flokkahópanna sem eiga samstarf á vettvangi sambandsins. Þá má nefna 28,5 milljón evra framlag til þess að fjárfesta í skrifstofum fyrir starfsemi kynningarstofu sambandsins. Sú fjárfesting er þarna talin til árlegs auglýsinga- og kynningarkostnaðar ESB.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira