„Ráðherra ætti að biðjast afsökunar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. janúar 2014 11:29 Jón Steindór Valdimarsson vill að Gunnar Bragi biðjist afsökunar á ummælum sínum. „Mér finnst að ráðherrann ætti að biðjast afsökunar, þetta er það stór yfirsjón,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Íslands, samtök Evrópusinna á Íslandi, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í gær. „Evrópusambandið setur meiri fjármuni í kynningar á sér en Coca Cola,“ sagði Gunnar Bragi í gærkvöldi. Þessi ummæli vöktu athygli félagsmanna Já Íslands. „Þarna er hann væntanlega að vitna í frétt Daily Mail sem birtist í september á síðasta ári. Þessi fullyrðing er byggð á skýrslu samtaka sem heita Open Europe, frá árinu 2008. Samtökin berjast gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er vægast sagt langt seilst í því að flokka hluti undir áróður og auglýsingar,“ segir Jón Steindór.Í skýrslunni eru menntaáætlanir eins og Comenius, Leonardo, Erasmus og Jean Monnet flokkaðar sem auglýsingar eða áróður. Þessi verkefni stuðla að samstarfi á milli skóla á öllum skólastigum. Sem dæmi hafa íslenskir háskólar tekið þátt í Erasmus-áætluninni frá árinu 1992 og hafa um 2500 háskólastúdentar tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar. Comenius-áætlunin stuðlar að samstarfi grunn- og leikskóla á ýmsum sviðum. Nemandaskipti, kennaraskipti og undirbúningsheimsóknir eru meðal þess sem áætlunin gengur út á. „Það er mjög langt seilst að bera þessi atriði saman við auglýsingareikning Coca Cola. Er þá ekki allt sem stjórnvöld gera yfirhöfuð bara áróður? Er það þá ekki áróður að halda úti menntakerfi?“ Spyr Jón Steindór. Hann segir ummælin hafa vakið með sér vonbrigði. „Það er nú einu sinni þannig að þegar menn eiga í samskiptum við önnur ríki eða samtök eins og ESB eiga menn að athuga hvað þeir segja. Við eigum allt undir því að eiga góð samskipti á alþjóðavísu. Svona ummæli auka ekki virðingu, tiltrú og traust.“ Ekki náðist í Gunnar Braga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Já Íslands kemur þetta fram:Alls eru um 1,3 milljarðar af þeim 2,4 milljörðum sem þeir telja til kynningarkostnaðar í raun framlög til hinna margvíslegu mennta- og æskulýðsstyrkir sem veittir eru aðilum innan ríkja ESB og ranar allra aðildarríkja EES. Einnig eru háar fjárhæðir tiltaldar sem tengjast rekstri stjórnmálakerfis ESB og flokkahópanna sem eiga samstarf á vettvangi sambandsins. Þá má nefna 28,5 milljón evra framlag til þess að fjárfesta í skrifstofum fyrir starfsemi kynningarstofu sambandsins. Sú fjárfesting er þarna talin til árlegs auglýsinga- og kynningarkostnaðar ESB. Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Mér finnst að ráðherrann ætti að biðjast afsökunar, þetta er það stór yfirsjón,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Íslands, samtök Evrópusinna á Íslandi, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í gær. „Evrópusambandið setur meiri fjármuni í kynningar á sér en Coca Cola,“ sagði Gunnar Bragi í gærkvöldi. Þessi ummæli vöktu athygli félagsmanna Já Íslands. „Þarna er hann væntanlega að vitna í frétt Daily Mail sem birtist í september á síðasta ári. Þessi fullyrðing er byggð á skýrslu samtaka sem heita Open Europe, frá árinu 2008. Samtökin berjast gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er vægast sagt langt seilst í því að flokka hluti undir áróður og auglýsingar,“ segir Jón Steindór.Í skýrslunni eru menntaáætlanir eins og Comenius, Leonardo, Erasmus og Jean Monnet flokkaðar sem auglýsingar eða áróður. Þessi verkefni stuðla að samstarfi á milli skóla á öllum skólastigum. Sem dæmi hafa íslenskir háskólar tekið þátt í Erasmus-áætluninni frá árinu 1992 og hafa um 2500 háskólastúdentar tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar. Comenius-áætlunin stuðlar að samstarfi grunn- og leikskóla á ýmsum sviðum. Nemandaskipti, kennaraskipti og undirbúningsheimsóknir eru meðal þess sem áætlunin gengur út á. „Það er mjög langt seilst að bera þessi atriði saman við auglýsingareikning Coca Cola. Er þá ekki allt sem stjórnvöld gera yfirhöfuð bara áróður? Er það þá ekki áróður að halda úti menntakerfi?“ Spyr Jón Steindór. Hann segir ummælin hafa vakið með sér vonbrigði. „Það er nú einu sinni þannig að þegar menn eiga í samskiptum við önnur ríki eða samtök eins og ESB eiga menn að athuga hvað þeir segja. Við eigum allt undir því að eiga góð samskipti á alþjóðavísu. Svona ummæli auka ekki virðingu, tiltrú og traust.“ Ekki náðist í Gunnar Braga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu Já Íslands kemur þetta fram:Alls eru um 1,3 milljarðar af þeim 2,4 milljörðum sem þeir telja til kynningarkostnaðar í raun framlög til hinna margvíslegu mennta- og æskulýðsstyrkir sem veittir eru aðilum innan ríkja ESB og ranar allra aðildarríkja EES. Einnig eru háar fjárhæðir tiltaldar sem tengjast rekstri stjórnmálakerfis ESB og flokkahópanna sem eiga samstarf á vettvangi sambandsins. Þá má nefna 28,5 milljón evra framlag til þess að fjárfesta í skrifstofum fyrir starfsemi kynningarstofu sambandsins. Sú fjárfesting er þarna talin til árlegs auglýsinga- og kynningarkostnaðar ESB.
Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira