Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Ríkissaksóknari fær frest til 1. október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2014 14:24 Ragnar Aðalsteinsson segist ekki vita á hvaða forsendum ríkissaksóknari fær frest til að skila áliti sínu varðandi endurupptöku. Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökunefnd hefur ríkissaksóknara verið veittur frestur til 1. október til að taka afstöðu til þess hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verði tekið upp aftur. Sérfræðingahópur sem fór yfir gögn í málinu skilaði skýrslu í mars í fyrra til þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar. Hópurinn komst að því að veigamikil rök væru fyrir því að taka málið upp aftur og fóru tveir af sakborningunum, þau Guðjón Skarphéðinsson og Erla Bolladóttir, formlega fram á endurupptöku í sumar. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns og Erlu, segist ekki vita á hvaða forsendum endurupptökunefnd veitti ríkissaksóknara frest. Aðspurður telur hann líklegast að ríkissaksóknari mæli með því að málið verði tekið upp aftur og endurupptökunefnd tekur svo afstöðu til hvort að það verði gert. „Ef að ríkissaksóknari mælir með því að málið verði tekið upp aftur er afar ólíklegt að endurupptökunefnd leggist gegn því,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ef að málið verður tekið upp aftur fer það beint til Hæstaréttar á grundvelli þeirrar ákæru sem gefin var út í upphafi, en með öllum þeim nýju gögnum sem komið hafa fram í áranna rás. Á meðal nýrra gagna er álit Gísla H. Guðjónssonar, prófessors í réttarsálfræði en hann er af mörgum talinn einn fremsti fræðimaður á sínu sviði í heiminum. Hann hefur sérhæft sig í greiningu á áreiðanleika vitna og er það meðal annars álit hans að hin mikla einangrunarvist sem sakborningar málsins þurftu að sæta höfðu óneitanlega áhrif á geðheilsu þeirra – og þar með vitnisburð. Tengdar fréttir Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku Ríkissaksóknari spyr þá sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um afstöðu þeirra til endurupptöku málsins. Bara einn hefur svarað en ekki afdráttarlaust. "Breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera,“ segir Ríkissaksóknari. 30. júlí 2013 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökunefnd hefur ríkissaksóknara verið veittur frestur til 1. október til að taka afstöðu til þess hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verði tekið upp aftur. Sérfræðingahópur sem fór yfir gögn í málinu skilaði skýrslu í mars í fyrra til þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar. Hópurinn komst að því að veigamikil rök væru fyrir því að taka málið upp aftur og fóru tveir af sakborningunum, þau Guðjón Skarphéðinsson og Erla Bolladóttir, formlega fram á endurupptöku í sumar. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns og Erlu, segist ekki vita á hvaða forsendum endurupptökunefnd veitti ríkissaksóknara frest. Aðspurður telur hann líklegast að ríkissaksóknari mæli með því að málið verði tekið upp aftur og endurupptökunefnd tekur svo afstöðu til hvort að það verði gert. „Ef að ríkissaksóknari mælir með því að málið verði tekið upp aftur er afar ólíklegt að endurupptökunefnd leggist gegn því,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ef að málið verður tekið upp aftur fer það beint til Hæstaréttar á grundvelli þeirrar ákæru sem gefin var út í upphafi, en með öllum þeim nýju gögnum sem komið hafa fram í áranna rás. Á meðal nýrra gagna er álit Gísla H. Guðjónssonar, prófessors í réttarsálfræði en hann er af mörgum talinn einn fremsti fræðimaður á sínu sviði í heiminum. Hann hefur sérhæft sig í greiningu á áreiðanleika vitna og er það meðal annars álit hans að hin mikla einangrunarvist sem sakborningar málsins þurftu að sæta höfðu óneitanlega áhrif á geðheilsu þeirra – og þar með vitnisburð.
Tengdar fréttir Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku Ríkissaksóknari spyr þá sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um afstöðu þeirra til endurupptöku málsins. Bara einn hefur svarað en ekki afdráttarlaust. "Breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera,“ segir Ríkissaksóknari. 30. júlí 2013 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00
Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30
Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku Ríkissaksóknari spyr þá sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um afstöðu þeirra til endurupptöku málsins. Bara einn hefur svarað en ekki afdráttarlaust. "Breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera,“ segir Ríkissaksóknari. 30. júlí 2013 07:00