Hvatti þjóðir heimsins til að styrkja verkefni á sviði jarðhitanýtingar Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2014 20:30 Forsætisráðherra Íslands hvatti þjóðir heimsins í dag til að styrkja verkefni á sviði jarðhitanýtingar. Hann segir jafnframt að framlög Íslands til málaflokksins verði aukin. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu sína á leiðtogafundi Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál í New York í dag. Þar kom meðal annars fram að stefnt sé að því að Ísland hætti að nota jarðefnaeldsneyti og treysti þess í stað á endurnýjanlega orkugjafa. „Megin áherslan hjá okkur er að benda á þá möguleika sem eru fyrir hendi varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orkugjafa og ekki hvað síst jarðvarmans. Þar erum við búin að leggja grunn að bandalagi 50 ríkja varðandi nýtingu jarðvarma og erum nú þegar farin að sjá árangur af þessu í Afríku.“ Þá talaði Sigmundur einnig um áherslur Íslands þegar kemur að landgræðslu , mikilvægi þess að sporna við súrnun sjávar og loks benti hann á aðsteðjandi vandamálum á norðurslóðum sökum hlýnun loftslags. Sigmundur segist hafa fengið góð viðbrögð við ræðu sinni enda hafi Ísland margt og mikið til málanna að leggja þegar kemur að loftlagsbreytingum. „Sérstaklega þessi þekking okkar á sviði endurnýjanlegrar orkugjafa og við vildum miðla þeirri þekkingu. Í því skyni ætlum við við að setja aukið fjármagn, meðan annars í þetta verkefni sem felst í því að gefa löndum í Afríku tækifæri til að byggja upp sína möguleika á nýtingu jarðvarma.“ Sigmundur er bjartsýnn á að leiðtogafundurinn skili tilætluðum árangri, í það minnsta hafi orðræðan verið með þeim hætti í dag. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands hvatti þjóðir heimsins í dag til að styrkja verkefni á sviði jarðhitanýtingar. Hann segir jafnframt að framlög Íslands til málaflokksins verði aukin. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu sína á leiðtogafundi Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál í New York í dag. Þar kom meðal annars fram að stefnt sé að því að Ísland hætti að nota jarðefnaeldsneyti og treysti þess í stað á endurnýjanlega orkugjafa. „Megin áherslan hjá okkur er að benda á þá möguleika sem eru fyrir hendi varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orkugjafa og ekki hvað síst jarðvarmans. Þar erum við búin að leggja grunn að bandalagi 50 ríkja varðandi nýtingu jarðvarma og erum nú þegar farin að sjá árangur af þessu í Afríku.“ Þá talaði Sigmundur einnig um áherslur Íslands þegar kemur að landgræðslu , mikilvægi þess að sporna við súrnun sjávar og loks benti hann á aðsteðjandi vandamálum á norðurslóðum sökum hlýnun loftslags. Sigmundur segist hafa fengið góð viðbrögð við ræðu sinni enda hafi Ísland margt og mikið til málanna að leggja þegar kemur að loftlagsbreytingum. „Sérstaklega þessi þekking okkar á sviði endurnýjanlegrar orkugjafa og við vildum miðla þeirri þekkingu. Í því skyni ætlum við við að setja aukið fjármagn, meðan annars í þetta verkefni sem felst í því að gefa löndum í Afríku tækifæri til að byggja upp sína möguleika á nýtingu jarðvarma.“ Sigmundur er bjartsýnn á að leiðtogafundurinn skili tilætluðum árangri, í það minnsta hafi orðræðan verið með þeim hætti í dag.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira