Hvatti þjóðir heimsins til að styrkja verkefni á sviði jarðhitanýtingar Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2014 20:30 Forsætisráðherra Íslands hvatti þjóðir heimsins í dag til að styrkja verkefni á sviði jarðhitanýtingar. Hann segir jafnframt að framlög Íslands til málaflokksins verði aukin. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu sína á leiðtogafundi Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál í New York í dag. Þar kom meðal annars fram að stefnt sé að því að Ísland hætti að nota jarðefnaeldsneyti og treysti þess í stað á endurnýjanlega orkugjafa. „Megin áherslan hjá okkur er að benda á þá möguleika sem eru fyrir hendi varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orkugjafa og ekki hvað síst jarðvarmans. Þar erum við búin að leggja grunn að bandalagi 50 ríkja varðandi nýtingu jarðvarma og erum nú þegar farin að sjá árangur af þessu í Afríku.“ Þá talaði Sigmundur einnig um áherslur Íslands þegar kemur að landgræðslu , mikilvægi þess að sporna við súrnun sjávar og loks benti hann á aðsteðjandi vandamálum á norðurslóðum sökum hlýnun loftslags. Sigmundur segist hafa fengið góð viðbrögð við ræðu sinni enda hafi Ísland margt og mikið til málanna að leggja þegar kemur að loftlagsbreytingum. „Sérstaklega þessi þekking okkar á sviði endurnýjanlegrar orkugjafa og við vildum miðla þeirri þekkingu. Í því skyni ætlum við við að setja aukið fjármagn, meðan annars í þetta verkefni sem felst í því að gefa löndum í Afríku tækifæri til að byggja upp sína möguleika á nýtingu jarðvarma.“ Sigmundur er bjartsýnn á að leiðtogafundurinn skili tilætluðum árangri, í það minnsta hafi orðræðan verið með þeim hætti í dag. Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands hvatti þjóðir heimsins í dag til að styrkja verkefni á sviði jarðhitanýtingar. Hann segir jafnframt að framlög Íslands til málaflokksins verði aukin. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu sína á leiðtogafundi Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál í New York í dag. Þar kom meðal annars fram að stefnt sé að því að Ísland hætti að nota jarðefnaeldsneyti og treysti þess í stað á endurnýjanlega orkugjafa. „Megin áherslan hjá okkur er að benda á þá möguleika sem eru fyrir hendi varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orkugjafa og ekki hvað síst jarðvarmans. Þar erum við búin að leggja grunn að bandalagi 50 ríkja varðandi nýtingu jarðvarma og erum nú þegar farin að sjá árangur af þessu í Afríku.“ Þá talaði Sigmundur einnig um áherslur Íslands þegar kemur að landgræðslu , mikilvægi þess að sporna við súrnun sjávar og loks benti hann á aðsteðjandi vandamálum á norðurslóðum sökum hlýnun loftslags. Sigmundur segist hafa fengið góð viðbrögð við ræðu sinni enda hafi Ísland margt og mikið til málanna að leggja þegar kemur að loftlagsbreytingum. „Sérstaklega þessi þekking okkar á sviði endurnýjanlegrar orkugjafa og við vildum miðla þeirri þekkingu. Í því skyni ætlum við við að setja aukið fjármagn, meðan annars í þetta verkefni sem felst í því að gefa löndum í Afríku tækifæri til að byggja upp sína möguleika á nýtingu jarðvarma.“ Sigmundur er bjartsýnn á að leiðtogafundurinn skili tilætluðum árangri, í það minnsta hafi orðræðan verið með þeim hætti í dag.
Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira