Kótelettufélagið með glaðning á gosvaktina Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2014 20:58 Þeir sem standa gosvaktina á lögreglustöðinni á Húsavík fengu óvæntan glaðning þegar liðsmenn Kótelettufélags Íslands birtust þar með tilbúna kvöldmáltíð. Eldgosið við rætur Dyngjujökuls hefur nú staðið í meira en þrjár vikur. Heima í héraði hefur gosvaktin þó staðið í fimm vikur, eða frá 18. ágúst, þegar aðgerðastjórn tók til starfa á lögreglustöðinni á Húsavík undir forystu Svavars Pálssonar sýslumanns. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var sýnt frá óvæntri heimsókn; hópi manna sem kom með kótelettur í raspi, kartöflur, grænar baunir, rauðkál og sultu, til að gleðja mannskapinn. Birgir Þór Þórðarson, einn þeirra sem mættu með matarbakkana, útskýrði heimsóknina með því að mennirnir á gosvaktinni ættu þetta inni. Þeir væru að vinna þörf þjóðfélagsverkefni og þeir þyrftu að fá eitthvað að borða. Þeir kynntu sig sem Kótelettufélag Íslands, - en rætur þess liggja í Reykjahverfi sunnan Húsavíkur, - og sögðu þeir að með þessu framtaki vildu þeir leggja sitt af mörkum. Svavar Pálsson sýslumaður sagði samfélagið fyrir norðan virðast sýna störfum þeirra mikinn skilning. Þeir fengju allskonar heimsóknir, gott fólk kæmi með bakkelsi og nú væru ungir sveinar mættir frá Kótelettufélagi Íslands með fullbúna máltíð. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var meira sagt frá kótelettuveislunni og heilsað upp á fleira fólk fyrir norðan sem staðið hefur í eldlínu eldgossins. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þeir sem standa gosvaktina á lögreglustöðinni á Húsavík fengu óvæntan glaðning þegar liðsmenn Kótelettufélags Íslands birtust þar með tilbúna kvöldmáltíð. Eldgosið við rætur Dyngjujökuls hefur nú staðið í meira en þrjár vikur. Heima í héraði hefur gosvaktin þó staðið í fimm vikur, eða frá 18. ágúst, þegar aðgerðastjórn tók til starfa á lögreglustöðinni á Húsavík undir forystu Svavars Pálssonar sýslumanns. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var sýnt frá óvæntri heimsókn; hópi manna sem kom með kótelettur í raspi, kartöflur, grænar baunir, rauðkál og sultu, til að gleðja mannskapinn. Birgir Þór Þórðarson, einn þeirra sem mættu með matarbakkana, útskýrði heimsóknina með því að mennirnir á gosvaktinni ættu þetta inni. Þeir væru að vinna þörf þjóðfélagsverkefni og þeir þyrftu að fá eitthvað að borða. Þeir kynntu sig sem Kótelettufélag Íslands, - en rætur þess liggja í Reykjahverfi sunnan Húsavíkur, - og sögðu þeir að með þessu framtaki vildu þeir leggja sitt af mörkum. Svavar Pálsson sýslumaður sagði samfélagið fyrir norðan virðast sýna störfum þeirra mikinn skilning. Þeir fengju allskonar heimsóknir, gott fólk kæmi með bakkelsi og nú væru ungir sveinar mættir frá Kótelettufélagi Íslands með fullbúna máltíð. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var meira sagt frá kótelettuveislunni og heilsað upp á fleira fólk fyrir norðan sem staðið hefur í eldlínu eldgossins.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira