Sigmundur svarar Obama: „Mikils virði að menn standi á sínum prinsippum" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. apríl 2014 16:10 Sigmundur Davíð hefur nú svarað Bandaríkjaforseta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gefur lítið fyrir ummæli Barrack Obama Bandaríkjaforseta um að endurskoða samskipti við Íslendinga vegna hvalveiða. Vísir sagði frá því í morgun að Obama hefði í gær sent bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Íslendingar eru hvattir til þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. „Það er ekkert nýtt í yfirlýsingum Bandaríkjaforseta nú – bara endurtekningar á því sem hann sagði 2011. Það varð engin veruleg breyting á samskiptum landanna á milli 2011 og 2013,“ sagði Sigmundur Davíð í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag. Hann sagði erfitt að meta hversu mikils hvalveiðar væru. Hann sagði erfitt að segja til um nákvæmt verðmæti þess að verja prinsipp. „Það er mikils virði að menn standi á sínum prinsippum og láti ekki mestu hvalveiðiþjóð heims segja okkur að við megum ekki veiða hval.“Hverju skila hvalveiðar? Tvær þingkonur lögðu inn fyrirspurnir vegna hvalveiða við upphaf þingfundar í dag. Þær Björt Ólafsdóttir úr Bjartri Framtíð og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir úr Samfylkingu. Björt spurði: „Ef veiðar á langreyð skipta þjóðina svona miklu máli, hverju skilar það í þjóðarbúið?“ Hún spurði einnig um hverju fyrirtækið Hvalur skilaði í ríkiskassann, í formi veiðigjalda. Forsætisráðherra svaraði um hæl að vel mætti ræða veiðigjald á hvalveiðar. Hagsmunir Íslendinga snerust hins vegar ekki um þær tölur heldur sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. „Ef við teljum það þjóna hagsmunum okkar að við fáum sjálf að ráða nýtingu okkar auðlinda, sem allir hljóta að vera sammála um, þá hljóta menn að vera tilbúnir að verja sín prinsipp.“Bandaríkjamenn halda að IKEA sé íslenskt Sigríður Ingibjörg spurði forsætisráðherra hvort það væri stefna ríkisstjórnarinnar að stefna samskiptum við aðrar þjóðir í hættu vegna hvalveiða. Sigmundur Davíð svaraði með því að vitna í upplýsingar sem Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins væri með um Bandaríkjamenn. „Háttvirtur þingmaður Jón Gunnarsson er fróður um hvalveiðar, hefur ýmsar skemmtilegar staðreyndir um hvalveiðar á takteinunum. Og ég hvet háttvirtan þingmann að leita til Jóns,“ sagði Sigmundur Davíð og bætti við: „Eitt af því sem Jón gæti sagt háttvirtum þingmanni er að þegar fólk í Bandaríkjunum er spurt hvað komi upp í hugann þegar Ísland er nefnt, þá eru fleiri sem að nefna húsgagnafyrirtækið IKEA en þeir sem nefna hvalveiðar og áhyggjur þeirra af þeim.“ Sigmundur hélt áfram: „Nú er IKEA ekki beinlínis íslenskt fyrirtæki en engu að síður halda fleiri að við séum að framleiða húsgögn í meira mæli en nokkur önnur þjóð heldur en að við séum að veiða hvali.“ Tengdar fréttir Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Þór Sigurðsson fulltrúi VG í utanríkismálanefnd segir aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga m.a. geta haft áhrif á fyrirhugaðar fríverslunarviðræður þjóðanna. 2. apríl 2014 13:02 Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09 Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gefur lítið fyrir ummæli Barrack Obama Bandaríkjaforseta um að endurskoða samskipti við Íslendinga vegna hvalveiða. Vísir sagði frá því í morgun að Obama hefði í gær sent bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Íslendingar eru hvattir til þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. „Það er ekkert nýtt í yfirlýsingum Bandaríkjaforseta nú – bara endurtekningar á því sem hann sagði 2011. Það varð engin veruleg breyting á samskiptum landanna á milli 2011 og 2013,“ sagði Sigmundur Davíð í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi í dag. Hann sagði erfitt að meta hversu mikils hvalveiðar væru. Hann sagði erfitt að segja til um nákvæmt verðmæti þess að verja prinsipp. „Það er mikils virði að menn standi á sínum prinsippum og láti ekki mestu hvalveiðiþjóð heims segja okkur að við megum ekki veiða hval.“Hverju skila hvalveiðar? Tvær þingkonur lögðu inn fyrirspurnir vegna hvalveiða við upphaf þingfundar í dag. Þær Björt Ólafsdóttir úr Bjartri Framtíð og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir úr Samfylkingu. Björt spurði: „Ef veiðar á langreyð skipta þjóðina svona miklu máli, hverju skilar það í þjóðarbúið?“ Hún spurði einnig um hverju fyrirtækið Hvalur skilaði í ríkiskassann, í formi veiðigjalda. Forsætisráðherra svaraði um hæl að vel mætti ræða veiðigjald á hvalveiðar. Hagsmunir Íslendinga snerust hins vegar ekki um þær tölur heldur sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. „Ef við teljum það þjóna hagsmunum okkar að við fáum sjálf að ráða nýtingu okkar auðlinda, sem allir hljóta að vera sammála um, þá hljóta menn að vera tilbúnir að verja sín prinsipp.“Bandaríkjamenn halda að IKEA sé íslenskt Sigríður Ingibjörg spurði forsætisráðherra hvort það væri stefna ríkisstjórnarinnar að stefna samskiptum við aðrar þjóðir í hættu vegna hvalveiða. Sigmundur Davíð svaraði með því að vitna í upplýsingar sem Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins væri með um Bandaríkjamenn. „Háttvirtur þingmaður Jón Gunnarsson er fróður um hvalveiðar, hefur ýmsar skemmtilegar staðreyndir um hvalveiðar á takteinunum. Og ég hvet háttvirtan þingmann að leita til Jóns,“ sagði Sigmundur Davíð og bætti við: „Eitt af því sem Jón gæti sagt háttvirtum þingmanni er að þegar fólk í Bandaríkjunum er spurt hvað komi upp í hugann þegar Ísland er nefnt, þá eru fleiri sem að nefna húsgagnafyrirtækið IKEA en þeir sem nefna hvalveiðar og áhyggjur þeirra af þeim.“ Sigmundur hélt áfram: „Nú er IKEA ekki beinlínis íslenskt fyrirtæki en engu að síður halda fleiri að við séum að framleiða húsgögn í meira mæli en nokkur önnur þjóð heldur en að við séum að veiða hvali.“
Tengdar fréttir Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Þór Sigurðsson fulltrúi VG í utanríkismálanefnd segir aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga m.a. geta haft áhrif á fyrirhugaðar fríverslunarviðræður þjóðanna. 2. apríl 2014 13:02 Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09 Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Þór Sigurðsson fulltrúi VG í utanríkismálanefnd segir aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga m.a. geta haft áhrif á fyrirhugaðar fríverslunarviðræður þjóðanna. 2. apríl 2014 13:02
Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09
Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03