Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 2. apríl 2014 11:09 Fyrir nokkrum áratugum hafi veiðar á hvölum orðið að mjög sterku pólitísku máli og þar er alveg óumdeilt að berjast eigi gegn nýtingu hvala á heimsvísu. "Ummæli Obama eru alveg í takt við þá stefnu,“ segir Eiríkur. Aðgerðir þær sem Barack Obama Bandaríkjaforseti leggur upp með eru víðtækar og mun viðameiri en ráð má gera fyrir á milli langvarandi samstarfs- og vinaríkja að sögn Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnálafræði. Obama sendi bandaríska þinginu minnisblað í gær þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Forsetinn segir að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Obama beinir því meðal annars til bæði ráðherra og embættismanna ráðuneyta og ríkisstofnana að meta hvort það sé við hæfi að þeir heimsæki Íslands í ljósi stefnu landsins í veiðum á langreyð. „Þetta er mjög stórt atriði,“ segi Eiríkur. „Það er smám saman verið að herða þumalskrúfu gagnvart okkur. Það þýðir að það á að kæla samstarf við okkur og draga úr samskiptum Bandaríkjanna við Íslands frekar en að auka þau.“ Bandaríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. „Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða.“ „Sem við erum auðvitað í algjörum grundvallaratriðum ósammála og við gætum fært fram fjöldamörg dæmi um að svo er ekki,“ segir Eiríkur. „Jafnframt gætum við sýnt fram á að Bandaríkin eru sjálf á skjön við slíkar reglur að einhverju leyti.“ Það verði þó að hafa í huga stærðarmuninn á þessum tveimur þjóðum. Þær aðgerðir sem Bandaríkin fara í gagnvart Íslandi hafi áhrif en ekki öfugt.Sýnir vilja til að beita hreinum og klárum viðskiptaþvingunum „Bandaríkjamenn hafa verið að þrýsta á þetta mál lengi og þetta hefur verið í gangi í áratugi. Bandaríkin hafa haft ótrúlega harða afstöðu gegn hvalveiðum,“ segir Eiríkur. Fyrir nokkrum áratugum hafi veiðar á hvölum orðið að mjög sterku pólitísku máli og þar er alveg óumdeilt að berjast eigi gegn nýtingu hvala á heimsvísu. „Ummæli Obama eru alveg í takt við þá stefnu.“ Nú sé þó kveðið fastar að orði með því að Bandaríkin sýni vilja til þess að beita hreinum og klárum þvingunum. Ekki bara viðskiptaþvingunum heldur líka diplómatískum þvingunum. „Af hálfu Íslands hefur þetta alltaf verið þannig að okkur hefur fundist að aðrir eigi ekki að segja okkur fyrir verkum, sérstaklega ekki í í málum er varða nýtingu dýra á meðan verið er að nýta önnur dýr með sama hætti,“ segir Eiríkur. Á móti komi þó að Íslendingar hafi enga sérstaka hagsmuni af því að veiða hval og því sé hjákátlegt hvað þráast sé við. Veiðar á hvölum á Íslandi sé miklu frekar sportveiðar eins aðila frekar en einhverjir efnahagslegir hagsmunir séu í spilunum. Deilan er að sögn Eiríks dæmi um alþjóðadeilu sem lítur að fáránlegri afstöðu beggja aðila sem sé í raun fullkomlega óþörf af beggja hálfu. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Aðgerðir þær sem Barack Obama Bandaríkjaforseti leggur upp með eru víðtækar og mun viðameiri en ráð má gera fyrir á milli langvarandi samstarfs- og vinaríkja að sögn Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnálafræði. Obama sendi bandaríska þinginu minnisblað í gær þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Aðeins er minnst á veiðar Íslendinga á langreyð í minnisblaðinu en ekki verið að tala um hrefnuveiðar. Obama segir að með veiðum á langreyðinni stefni Íslendingar tegundinni í voða og grafi undir tilraunum alþjóðasamfélagsins til að vernda hvalina. Forsetinn segir að öll samskipti ríkjanna skuli nú miða að því að fá Íslendinga til þess að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og skulu ráðherrar hans nú endurmeta hvort við hæfi sé að heimsækja Ísland, í ljósi þessa. Obama beinir því meðal annars til bæði ráðherra og embættismanna ráðuneyta og ríkisstofnana að meta hvort það sé við hæfi að þeir heimsæki Íslands í ljósi stefnu landsins í veiðum á langreyð. „Þetta er mjög stórt atriði,“ segi Eiríkur. „Það er smám saman verið að herða þumalskrúfu gagnvart okkur. Það þýðir að það á að kæla samstarf við okkur og draga úr samskiptum Bandaríkjanna við Íslands frekar en að auka þau.“ Bandaríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. „Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða.“ „Sem við erum auðvitað í algjörum grundvallaratriðum ósammála og við gætum fært fram fjöldamörg dæmi um að svo er ekki,“ segir Eiríkur. „Jafnframt gætum við sýnt fram á að Bandaríkin eru sjálf á skjön við slíkar reglur að einhverju leyti.“ Það verði þó að hafa í huga stærðarmuninn á þessum tveimur þjóðum. Þær aðgerðir sem Bandaríkin fara í gagnvart Íslandi hafi áhrif en ekki öfugt.Sýnir vilja til að beita hreinum og klárum viðskiptaþvingunum „Bandaríkjamenn hafa verið að þrýsta á þetta mál lengi og þetta hefur verið í gangi í áratugi. Bandaríkin hafa haft ótrúlega harða afstöðu gegn hvalveiðum,“ segir Eiríkur. Fyrir nokkrum áratugum hafi veiðar á hvölum orðið að mjög sterku pólitísku máli og þar er alveg óumdeilt að berjast eigi gegn nýtingu hvala á heimsvísu. „Ummæli Obama eru alveg í takt við þá stefnu.“ Nú sé þó kveðið fastar að orði með því að Bandaríkin sýni vilja til þess að beita hreinum og klárum þvingunum. Ekki bara viðskiptaþvingunum heldur líka diplómatískum þvingunum. „Af hálfu Íslands hefur þetta alltaf verið þannig að okkur hefur fundist að aðrir eigi ekki að segja okkur fyrir verkum, sérstaklega ekki í í málum er varða nýtingu dýra á meðan verið er að nýta önnur dýr með sama hætti,“ segir Eiríkur. Á móti komi þó að Íslendingar hafi enga sérstaka hagsmuni af því að veiða hval og því sé hjákátlegt hvað þráast sé við. Veiðar á hvölum á Íslandi sé miklu frekar sportveiðar eins aðila frekar en einhverjir efnahagslegir hagsmunir séu í spilunum. Deilan er að sögn Eiríks dæmi um alþjóðadeilu sem lítur að fáránlegri afstöðu beggja aðila sem sé í raun fullkomlega óþörf af beggja hálfu.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira