Krakkarnir hræddust ekki krimmann Freyr Bjarnason skrifar 16. október 2014 09:15 Leo Sankovic leikur glæpamann í framhaldsmyndinni Borgríki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég er enginn leikari. Þeir völdu mig bara út af útlitinu,“ segir Leo Sankovic. Hann endurtekur hlutverk sitt sem glæpamaðurinn Stanko í spennumyndinni Borgíki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Meðan á tökum stóð starfaði Leo á frístundaheimili í Reykjavík og var því innan um sex til níu ára krakka. Aðspurður segir hann krakkana ekkert hafa verið hrædda við sig, þrátt fyrir að hann hafi á sama tíma verið að leika blóðþyrstan krimma. „Ég er ekki eins og karakterinn í myndinni. Ég er bara venjulegur strákur. Ég og krakkarnir náðum vel saman og við spiluðum oft fótbolta. Þeir þekktu mig líka áður en myndin kom út,“ segir hann. Leo er í aukahlutverki í Borgríki 2 en kemur meira við sögu núna en í fyrri myndinni sem kom út 2011. Hann segist hafa skemmt sér vel við tökurnar. „Það var líka gaman að vera í kringum þekkta leikara eins og Ingvar E. [Sigurðsson] sem gerðu mér auðvelt fyrir. Það var eitt atriði sem ég náði aldrei og þá kom Darri Ingólfsson til mín og sagði við mig eitt orð og ég fattaði strax hvað hann var að meina,“ segir Leo. Hann fékk einnig góða hjálp frá frænda sínum, Zlatko Krikic, sem leikur krimmann Sergej í báðum Borgríkismyndunum. Leo hreppti einmitt hlutverkið í fyrri myndinni þegar hann var í kaffi á bifvélaverkstæði frænda síns. „Ég þekkti Óla [Ólaf Jóhannesson leikstjóra] smá og hann mætti á verkstæðið og sagði við Zlatko: „Ég vil fá hann út af útlitinu“,“ segir hann og hlær. Leo er af serbnesku bergi brotinn en flutti frá gömlu Júgóslavíu árið 1991 þegar hann var ellefu ára. Fyrst til Kýpur en svo til Íslands árið 1998. „Stríðið var ekki almennilega byrjað þegar ég flutti frá Belgrad en það var smá spenna í gangi,“ segir hann. „Ég var alltaf í fótboltanum en sá samt hvernig krakkar vildu verða harðir krimmar. Serbar eru búnir að gera margar kvikmyndir um stríðið og ég hef horft á margar þeirra og gat notað þær sem innblástur þegar ég var að leika Stanko.“Ætlar að þjálfa fótboltalið í Noregi Faðir Leos er knattspyrnuþjálfarinn Zeljko Sankovic sem hefur þjálfað fjölmörg lið á Íslandi, þar á meðal Grindavík, ÍBV og Val. Leo ætlar sjálfur að verða þjálfari eins og pabbi og er þegar kominn með UEFA B-gráðu. Hann stefnir á UEFA A-gráðu eftir tvö ár og ætlar á næstunni að flytja til Noregs, þar sem móðir hans og fleiri úr fjölskyldu hans búa. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
„Ég er enginn leikari. Þeir völdu mig bara út af útlitinu,“ segir Leo Sankovic. Hann endurtekur hlutverk sitt sem glæpamaðurinn Stanko í spennumyndinni Borgíki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Meðan á tökum stóð starfaði Leo á frístundaheimili í Reykjavík og var því innan um sex til níu ára krakka. Aðspurður segir hann krakkana ekkert hafa verið hrædda við sig, þrátt fyrir að hann hafi á sama tíma verið að leika blóðþyrstan krimma. „Ég er ekki eins og karakterinn í myndinni. Ég er bara venjulegur strákur. Ég og krakkarnir náðum vel saman og við spiluðum oft fótbolta. Þeir þekktu mig líka áður en myndin kom út,“ segir hann. Leo er í aukahlutverki í Borgríki 2 en kemur meira við sögu núna en í fyrri myndinni sem kom út 2011. Hann segist hafa skemmt sér vel við tökurnar. „Það var líka gaman að vera í kringum þekkta leikara eins og Ingvar E. [Sigurðsson] sem gerðu mér auðvelt fyrir. Það var eitt atriði sem ég náði aldrei og þá kom Darri Ingólfsson til mín og sagði við mig eitt orð og ég fattaði strax hvað hann var að meina,“ segir Leo. Hann fékk einnig góða hjálp frá frænda sínum, Zlatko Krikic, sem leikur krimmann Sergej í báðum Borgríkismyndunum. Leo hreppti einmitt hlutverkið í fyrri myndinni þegar hann var í kaffi á bifvélaverkstæði frænda síns. „Ég þekkti Óla [Ólaf Jóhannesson leikstjóra] smá og hann mætti á verkstæðið og sagði við Zlatko: „Ég vil fá hann út af útlitinu“,“ segir hann og hlær. Leo er af serbnesku bergi brotinn en flutti frá gömlu Júgóslavíu árið 1991 þegar hann var ellefu ára. Fyrst til Kýpur en svo til Íslands árið 1998. „Stríðið var ekki almennilega byrjað þegar ég flutti frá Belgrad en það var smá spenna í gangi,“ segir hann. „Ég var alltaf í fótboltanum en sá samt hvernig krakkar vildu verða harðir krimmar. Serbar eru búnir að gera margar kvikmyndir um stríðið og ég hef horft á margar þeirra og gat notað þær sem innblástur þegar ég var að leika Stanko.“Ætlar að þjálfa fótboltalið í Noregi Faðir Leos er knattspyrnuþjálfarinn Zeljko Sankovic sem hefur þjálfað fjölmörg lið á Íslandi, þar á meðal Grindavík, ÍBV og Val. Leo ætlar sjálfur að verða þjálfari eins og pabbi og er þegar kominn með UEFA B-gráðu. Hann stefnir á UEFA A-gráðu eftir tvö ár og ætlar á næstunni að flytja til Noregs, þar sem móðir hans og fleiri úr fjölskyldu hans búa.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira