Krakkarnir hræddust ekki krimmann Freyr Bjarnason skrifar 16. október 2014 09:15 Leo Sankovic leikur glæpamann í framhaldsmyndinni Borgríki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég er enginn leikari. Þeir völdu mig bara út af útlitinu,“ segir Leo Sankovic. Hann endurtekur hlutverk sitt sem glæpamaðurinn Stanko í spennumyndinni Borgíki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Meðan á tökum stóð starfaði Leo á frístundaheimili í Reykjavík og var því innan um sex til níu ára krakka. Aðspurður segir hann krakkana ekkert hafa verið hrædda við sig, þrátt fyrir að hann hafi á sama tíma verið að leika blóðþyrstan krimma. „Ég er ekki eins og karakterinn í myndinni. Ég er bara venjulegur strákur. Ég og krakkarnir náðum vel saman og við spiluðum oft fótbolta. Þeir þekktu mig líka áður en myndin kom út,“ segir hann. Leo er í aukahlutverki í Borgríki 2 en kemur meira við sögu núna en í fyrri myndinni sem kom út 2011. Hann segist hafa skemmt sér vel við tökurnar. „Það var líka gaman að vera í kringum þekkta leikara eins og Ingvar E. [Sigurðsson] sem gerðu mér auðvelt fyrir. Það var eitt atriði sem ég náði aldrei og þá kom Darri Ingólfsson til mín og sagði við mig eitt orð og ég fattaði strax hvað hann var að meina,“ segir Leo. Hann fékk einnig góða hjálp frá frænda sínum, Zlatko Krikic, sem leikur krimmann Sergej í báðum Borgríkismyndunum. Leo hreppti einmitt hlutverkið í fyrri myndinni þegar hann var í kaffi á bifvélaverkstæði frænda síns. „Ég þekkti Óla [Ólaf Jóhannesson leikstjóra] smá og hann mætti á verkstæðið og sagði við Zlatko: „Ég vil fá hann út af útlitinu“,“ segir hann og hlær. Leo er af serbnesku bergi brotinn en flutti frá gömlu Júgóslavíu árið 1991 þegar hann var ellefu ára. Fyrst til Kýpur en svo til Íslands árið 1998. „Stríðið var ekki almennilega byrjað þegar ég flutti frá Belgrad en það var smá spenna í gangi,“ segir hann. „Ég var alltaf í fótboltanum en sá samt hvernig krakkar vildu verða harðir krimmar. Serbar eru búnir að gera margar kvikmyndir um stríðið og ég hef horft á margar þeirra og gat notað þær sem innblástur þegar ég var að leika Stanko.“Ætlar að þjálfa fótboltalið í Noregi Faðir Leos er knattspyrnuþjálfarinn Zeljko Sankovic sem hefur þjálfað fjölmörg lið á Íslandi, þar á meðal Grindavík, ÍBV og Val. Leo ætlar sjálfur að verða þjálfari eins og pabbi og er þegar kominn með UEFA B-gráðu. Hann stefnir á UEFA A-gráðu eftir tvö ár og ætlar á næstunni að flytja til Noregs, þar sem móðir hans og fleiri úr fjölskyldu hans búa. Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
„Ég er enginn leikari. Þeir völdu mig bara út af útlitinu,“ segir Leo Sankovic. Hann endurtekur hlutverk sitt sem glæpamaðurinn Stanko í spennumyndinni Borgíki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Meðan á tökum stóð starfaði Leo á frístundaheimili í Reykjavík og var því innan um sex til níu ára krakka. Aðspurður segir hann krakkana ekkert hafa verið hrædda við sig, þrátt fyrir að hann hafi á sama tíma verið að leika blóðþyrstan krimma. „Ég er ekki eins og karakterinn í myndinni. Ég er bara venjulegur strákur. Ég og krakkarnir náðum vel saman og við spiluðum oft fótbolta. Þeir þekktu mig líka áður en myndin kom út,“ segir hann. Leo er í aukahlutverki í Borgríki 2 en kemur meira við sögu núna en í fyrri myndinni sem kom út 2011. Hann segist hafa skemmt sér vel við tökurnar. „Það var líka gaman að vera í kringum þekkta leikara eins og Ingvar E. [Sigurðsson] sem gerðu mér auðvelt fyrir. Það var eitt atriði sem ég náði aldrei og þá kom Darri Ingólfsson til mín og sagði við mig eitt orð og ég fattaði strax hvað hann var að meina,“ segir Leo. Hann fékk einnig góða hjálp frá frænda sínum, Zlatko Krikic, sem leikur krimmann Sergej í báðum Borgríkismyndunum. Leo hreppti einmitt hlutverkið í fyrri myndinni þegar hann var í kaffi á bifvélaverkstæði frænda síns. „Ég þekkti Óla [Ólaf Jóhannesson leikstjóra] smá og hann mætti á verkstæðið og sagði við Zlatko: „Ég vil fá hann út af útlitinu“,“ segir hann og hlær. Leo er af serbnesku bergi brotinn en flutti frá gömlu Júgóslavíu árið 1991 þegar hann var ellefu ára. Fyrst til Kýpur en svo til Íslands árið 1998. „Stríðið var ekki almennilega byrjað þegar ég flutti frá Belgrad en það var smá spenna í gangi,“ segir hann. „Ég var alltaf í fótboltanum en sá samt hvernig krakkar vildu verða harðir krimmar. Serbar eru búnir að gera margar kvikmyndir um stríðið og ég hef horft á margar þeirra og gat notað þær sem innblástur þegar ég var að leika Stanko.“Ætlar að þjálfa fótboltalið í Noregi Faðir Leos er knattspyrnuþjálfarinn Zeljko Sankovic sem hefur þjálfað fjölmörg lið á Íslandi, þar á meðal Grindavík, ÍBV og Val. Leo ætlar sjálfur að verða þjálfari eins og pabbi og er þegar kominn með UEFA B-gráðu. Hann stefnir á UEFA A-gráðu eftir tvö ár og ætlar á næstunni að flytja til Noregs, þar sem móðir hans og fleiri úr fjölskyldu hans búa.
Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp