Fótbolti

HM-Messan: Cesar átti að fá rautt

HM messan var á sínum stað í gærkvöldi, en þar voru 8-liða úrslitin gerð upp.

Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason voru á sínum stað og gestur kvöldsins var ritstjóri Fótbolta.net, Magnús Már Einarsson.

Messumenn ræddu um mögulegt rautt spjald sem Julio Cesar, markvörður Argentínu, átti að fá fyrir brot á James Rodriguez.

„Reglan er að ef þú rænir augljósu marktækifæri þá er það rautt," sagði Magnús Már.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×