Mikil vonbrigði að fá ekki að bjóða Gísla Marteini í heimsókn Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. apríl 2014 14:19 Meðal þess sem Ómari langaði að sýna Gísla er hellirinn Þríhnúkagífur sem er í landi Kópavogs. VÍSIR/VILHELM Bæjarstjórn Kópavogs hefur hafnað tillögu Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, um að bjóða Gísla Marteini Baldurssyni og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs. Bæjarráð hafði samþykkt tillöguna en bæjarstjórn hafnaði henni. Tveir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði með tillögunni í bæjarráði voru fjarverandi að sögn Ómars og varamenn þeirra greiddu ekki atkvæði með tillögunni í bæjarstjórn. „Þetta eru mikil vonbrigði, þú getur rétt ímyndað þér. Þetta er eins og að hafa fengið vilyrði frá pabba um að vinur manns megi gista og svo segir mamma nei,“ segir Ómar. „Þetta er alveg sama tilfinningin.“ Þar sem ágreiningur var um málið í bæjarráði þurfti bæjarstjórn að samþykkja. „Það vekur athygli að sjálfstæðismennirnir, Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Birgisson, vilja alls ekki fá samflokksmann sinn og fyrrverandi borgarfulltrúann í heimsókn. „Þeir nánast féllust í faðma þegar tillagan var felld.“Fór fyrir brjóstið á Kópavogsbúum Ummæli Gísla um Kópavog fóru fyrir brjóstið á mörgum. Ummælin komu fram í erindi hans á ferðamálaráðstefnu Landsbankans. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli meðal annars. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng,“ sagði Sigurjón Jónsson, framsóknarmaður í Kópavogi um ummælin. Tillaga Ómars var svohljóðandi: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs og staði sem gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn úr 101 og öðrum heimsborgum.“Ætluðu að gera vel við strákinn „Við ætluðum að „tríta“ hann, gera vel við strákinn og sýna honum unaðsreiti Kópavogs,“ segir Ómar. Aðspurður hverjir þessir unaðsreitir séu nefnir hann Fossvogsdal og Kópavogsdal en í báðum dölunum séu tjarnir. Þá nefnir hann Guðmundarlund og bætir við léttur í bragði að honum megi nánast líkja við Central Park í New York. „Svo er Þríhnúkagígur í landi Kópavogs og hér er hægt að rennda fyrir fisk í Elliðaárvatni. Við hefðum getað boðið honum á tónleika með bæjarlistamanninum fyrrverandi Stefáni Hilmarssyni í Salnum. En það er nú svipað og að fara á tónleika með Justin Timberlake, sem spilar einmitt í Kópavogi næsta sumar.“ „Þetta var kannski meira til gamans gert að bjóða honum yfir og jú til þess að sýna fram á að Kópavogur hefur upp á margt að bjóða,“ segir Ómar. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs hefur hafnað tillögu Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, um að bjóða Gísla Marteini Baldurssyni og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs. Bæjarráð hafði samþykkt tillöguna en bæjarstjórn hafnaði henni. Tveir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði með tillögunni í bæjarráði voru fjarverandi að sögn Ómars og varamenn þeirra greiddu ekki atkvæði með tillögunni í bæjarstjórn. „Þetta eru mikil vonbrigði, þú getur rétt ímyndað þér. Þetta er eins og að hafa fengið vilyrði frá pabba um að vinur manns megi gista og svo segir mamma nei,“ segir Ómar. „Þetta er alveg sama tilfinningin.“ Þar sem ágreiningur var um málið í bæjarráði þurfti bæjarstjórn að samþykkja. „Það vekur athygli að sjálfstæðismennirnir, Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Birgisson, vilja alls ekki fá samflokksmann sinn og fyrrverandi borgarfulltrúann í heimsókn. „Þeir nánast féllust í faðma þegar tillagan var felld.“Fór fyrir brjóstið á Kópavogsbúum Ummæli Gísla um Kópavog fóru fyrir brjóstið á mörgum. Ummælin komu fram í erindi hans á ferðamálaráðstefnu Landsbankans. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli meðal annars. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng,“ sagði Sigurjón Jónsson, framsóknarmaður í Kópavogi um ummælin. Tillaga Ómars var svohljóðandi: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs og staði sem gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn úr 101 og öðrum heimsborgum.“Ætluðu að gera vel við strákinn „Við ætluðum að „tríta“ hann, gera vel við strákinn og sýna honum unaðsreiti Kópavogs,“ segir Ómar. Aðspurður hverjir þessir unaðsreitir séu nefnir hann Fossvogsdal og Kópavogsdal en í báðum dölunum séu tjarnir. Þá nefnir hann Guðmundarlund og bætir við léttur í bragði að honum megi nánast líkja við Central Park í New York. „Svo er Þríhnúkagígur í landi Kópavogs og hér er hægt að rennda fyrir fisk í Elliðaárvatni. Við hefðum getað boðið honum á tónleika með bæjarlistamanninum fyrrverandi Stefáni Hilmarssyni í Salnum. En það er nú svipað og að fara á tónleika með Justin Timberlake, sem spilar einmitt í Kópavogi næsta sumar.“ „Þetta var kannski meira til gamans gert að bjóða honum yfir og jú til þess að sýna fram á að Kópavogur hefur upp á margt að bjóða,“ segir Ómar.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira