Upplifa stjórnleysi í stjúpfjölskyldum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. janúar 2014 13:17 Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, gerði könnun meðal stjúpforeldra. Fréttablaðið/Vilhelm Í nýrri könnun um stjúpfjölskyldur kemur meðal annars fram að stjúpforeldrum og foreldrum finnst flóknara að vera í stjúpfjölskyldum en þeir áttu von á og eru óvissir um hlutverk sitt.Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, gerði könnunina og mun kynna niðurstöður hennar á málþingi um margbreytileika fjölskyldugerða á morgun. „Þessi rannsókn hefur sínar takmarkanir en gefur vísbendingar um stöðuna og ástæðu til að kanna málin nánar,“ segir Valgerður. „Það vantar ef til vill samanburð við aðrar fjölskyldugerðir en það er augljóst að margir stjúpforeldrar eru óvissir um stöðu sína í fjölskyldunni, hvar og hvort þeir megi setja mörk og efast jafnvel um hvort tilfinningar þeirra eigi rétt á sér.“ Valgerður bendir á að fyrr á tímum var hlutverk stjúpforeldris mun skýrara. Yfirleitt var það staðgengill foreldris sem var annaðhvort látið eða fjarverandi. Í dag eru aftur á móti yfirleitt fyrrverandi makar á hliðarlínunni og þátttakendur í lífi barna sinna. „Það kom til dæmis í ljós að um 25 prósent svarenda eru mjög sammála eða sammála því að foreldri eigi ekki að borga meðlag með barni sem býr bæði með foreldri og stjúpforeldri. Umræðuna um fjárhagslegan stuðning í stjúpfjölskyldum þarf að kanna nánar.“ Valgerður segir niðurstöður könnunarinnar staðfesta margt sem hún hefur séð og heyrt í starfi sínu í fjölskylduráðgjöf við stjúpfjölskyldur. „Það er ánægjuefni að finna áhuga þeirra sem standa að málþinginu. Fram til þessa hefur ákveðin stjúpblinda einkennt samfélagið þar sem stjúptengsl hafa nánast verið ósýnileg í opinberri stefnumótun, gögnum, umræðum, rannsóknum sem og markaðssetningu vöru og þjónustu. Það er kannski ekki skrýtið að stjúpforeldrar séu óöryggir í hlutverki sínu.“ Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Í nýrri könnun um stjúpfjölskyldur kemur meðal annars fram að stjúpforeldrum og foreldrum finnst flóknara að vera í stjúpfjölskyldum en þeir áttu von á og eru óvissir um hlutverk sitt.Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, gerði könnunina og mun kynna niðurstöður hennar á málþingi um margbreytileika fjölskyldugerða á morgun. „Þessi rannsókn hefur sínar takmarkanir en gefur vísbendingar um stöðuna og ástæðu til að kanna málin nánar,“ segir Valgerður. „Það vantar ef til vill samanburð við aðrar fjölskyldugerðir en það er augljóst að margir stjúpforeldrar eru óvissir um stöðu sína í fjölskyldunni, hvar og hvort þeir megi setja mörk og efast jafnvel um hvort tilfinningar þeirra eigi rétt á sér.“ Valgerður bendir á að fyrr á tímum var hlutverk stjúpforeldris mun skýrara. Yfirleitt var það staðgengill foreldris sem var annaðhvort látið eða fjarverandi. Í dag eru aftur á móti yfirleitt fyrrverandi makar á hliðarlínunni og þátttakendur í lífi barna sinna. „Það kom til dæmis í ljós að um 25 prósent svarenda eru mjög sammála eða sammála því að foreldri eigi ekki að borga meðlag með barni sem býr bæði með foreldri og stjúpforeldri. Umræðuna um fjárhagslegan stuðning í stjúpfjölskyldum þarf að kanna nánar.“ Valgerður segir niðurstöður könnunarinnar staðfesta margt sem hún hefur séð og heyrt í starfi sínu í fjölskylduráðgjöf við stjúpfjölskyldur. „Það er ánægjuefni að finna áhuga þeirra sem standa að málþinginu. Fram til þessa hefur ákveðin stjúpblinda einkennt samfélagið þar sem stjúptengsl hafa nánast verið ósýnileg í opinberri stefnumótun, gögnum, umræðum, rannsóknum sem og markaðssetningu vöru og þjónustu. Það er kannski ekki skrýtið að stjúpforeldrar séu óöryggir í hlutverki sínu.“
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira