Upplifa stjórnleysi í stjúpfjölskyldum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. janúar 2014 13:17 Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, gerði könnun meðal stjúpforeldra. Fréttablaðið/Vilhelm Í nýrri könnun um stjúpfjölskyldur kemur meðal annars fram að stjúpforeldrum og foreldrum finnst flóknara að vera í stjúpfjölskyldum en þeir áttu von á og eru óvissir um hlutverk sitt.Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, gerði könnunina og mun kynna niðurstöður hennar á málþingi um margbreytileika fjölskyldugerða á morgun. „Þessi rannsókn hefur sínar takmarkanir en gefur vísbendingar um stöðuna og ástæðu til að kanna málin nánar,“ segir Valgerður. „Það vantar ef til vill samanburð við aðrar fjölskyldugerðir en það er augljóst að margir stjúpforeldrar eru óvissir um stöðu sína í fjölskyldunni, hvar og hvort þeir megi setja mörk og efast jafnvel um hvort tilfinningar þeirra eigi rétt á sér.“ Valgerður bendir á að fyrr á tímum var hlutverk stjúpforeldris mun skýrara. Yfirleitt var það staðgengill foreldris sem var annaðhvort látið eða fjarverandi. Í dag eru aftur á móti yfirleitt fyrrverandi makar á hliðarlínunni og þátttakendur í lífi barna sinna. „Það kom til dæmis í ljós að um 25 prósent svarenda eru mjög sammála eða sammála því að foreldri eigi ekki að borga meðlag með barni sem býr bæði með foreldri og stjúpforeldri. Umræðuna um fjárhagslegan stuðning í stjúpfjölskyldum þarf að kanna nánar.“ Valgerður segir niðurstöður könnunarinnar staðfesta margt sem hún hefur séð og heyrt í starfi sínu í fjölskylduráðgjöf við stjúpfjölskyldur. „Það er ánægjuefni að finna áhuga þeirra sem standa að málþinginu. Fram til þessa hefur ákveðin stjúpblinda einkennt samfélagið þar sem stjúptengsl hafa nánast verið ósýnileg í opinberri stefnumótun, gögnum, umræðum, rannsóknum sem og markaðssetningu vöru og þjónustu. Það er kannski ekki skrýtið að stjúpforeldrar séu óöryggir í hlutverki sínu.“ Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Í nýrri könnun um stjúpfjölskyldur kemur meðal annars fram að stjúpforeldrum og foreldrum finnst flóknara að vera í stjúpfjölskyldum en þeir áttu von á og eru óvissir um hlutverk sitt.Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, gerði könnunina og mun kynna niðurstöður hennar á málþingi um margbreytileika fjölskyldugerða á morgun. „Þessi rannsókn hefur sínar takmarkanir en gefur vísbendingar um stöðuna og ástæðu til að kanna málin nánar,“ segir Valgerður. „Það vantar ef til vill samanburð við aðrar fjölskyldugerðir en það er augljóst að margir stjúpforeldrar eru óvissir um stöðu sína í fjölskyldunni, hvar og hvort þeir megi setja mörk og efast jafnvel um hvort tilfinningar þeirra eigi rétt á sér.“ Valgerður bendir á að fyrr á tímum var hlutverk stjúpforeldris mun skýrara. Yfirleitt var það staðgengill foreldris sem var annaðhvort látið eða fjarverandi. Í dag eru aftur á móti yfirleitt fyrrverandi makar á hliðarlínunni og þátttakendur í lífi barna sinna. „Það kom til dæmis í ljós að um 25 prósent svarenda eru mjög sammála eða sammála því að foreldri eigi ekki að borga meðlag með barni sem býr bæði með foreldri og stjúpforeldri. Umræðuna um fjárhagslegan stuðning í stjúpfjölskyldum þarf að kanna nánar.“ Valgerður segir niðurstöður könnunarinnar staðfesta margt sem hún hefur séð og heyrt í starfi sínu í fjölskylduráðgjöf við stjúpfjölskyldur. „Það er ánægjuefni að finna áhuga þeirra sem standa að málþinginu. Fram til þessa hefur ákveðin stjúpblinda einkennt samfélagið þar sem stjúptengsl hafa nánast verið ósýnileg í opinberri stefnumótun, gögnum, umræðum, rannsóknum sem og markaðssetningu vöru og þjónustu. Það er kannski ekki skrýtið að stjúpforeldrar séu óöryggir í hlutverki sínu.“
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira