Heimsmeistarar Spánverja mæta Áströlum í lokaleik sínum á Heimsmeistaramótinu klukkan 16. Spánverjar hafa valdið miklum vonbrigðum hingað til á mótinu.
Luis Felipe Scolari, þjálfari Brasilíu, reiknaði með því að mæta Spánverjum síðar í keppninni. Lét Scolari fyrrverandi landsliðsmann, Roque Júnior, fylgjast með öllum leikjum Spánverja sl. þrjú ár og rýna í veikleika liðsins. Var sú vinna því unnin til einskis.
Spænsku leikmennirnir hafa verið harðlega gagnrýndir og enginn meira en Diego Costa, sem fæddur er í Brasilíu, en kaus að spila með spænska landsliðinu. Costa hefur enn ekki átt markskot á þeim 126 mínútum sem hann hefur spilað.
Þjálfarinn Vicente Del Bosque er borubrattur og lætur gagnrýnina sem vind um eyru þjóta. Spánverjar hafa átt flestar sendingar alla liða í keppninni, 1145 talsins en sú tölfræði hefur litlum árangri skilað.
Spánverjar hafa aðeins skorað eitt mark en fengið á sig sjö í leikjunum tveimur. Áströlum dugar jafntefli til að verða í þriðja sæti því markatala liðsins er betri en hjá Spánverjum.
Tim Cahill er í leikbanni en hann hefur skorað fimm af 11 mörkum Ástrala í úrslitakeppni HM, þar af tvö af þremur mörkum þeirra í Brasilíu.
Þjálfari Spánverja gerir sjö breytingar frá því í leiknum gegn Chile. Aðeins Sergio Ramos, Jordi Alba, Xabi Alonso og Andrés Iniesta halda sætum sínum. Andrés Iniesta spilar 100. landsleikinn sinn á ferlinum og heldur sæti sínu í liðinu.
Leikur Spánverja og Ástrala verður sýndur beint á Sport 2 en flautað verður til leiks klukkan 16.
Gyrða Spánverjar sig í brók?

Tengdar fréttir

Villa kvaddi með marki og tárum í sigri Spánar
Markahæsti leikmaður spænska landsliðsins leggur nú landsliðsskóna á hilluna.