„Augljóst lögbrot“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júní 2014 19:15 Fréttablaðið greindi frá því í morgun að dótturfélag Samherja hefði lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómara sem veitti Seðlabankanum húsleitarheimild hjá fyrirtækinu í mars árið 2012. Dómarinn hefur um árabil starfað sem héraðsdómari en er nú settur dómari við Hæstarétt Íslands. Í kæru dótturfélags Samherja kemur fram að félagið telji meðferð dómarans, varðandi kröfur um húsleitir og haldlagningu, hafa verið andstæða lögum. Dómarinn hafi með háttsemi sinni brotið gegn 131. gr. almennra hegningarlaga en brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir augljóst að lög hafi verið brotin í málinu. „Við teljum að dómari hafi komist að rangri niðurstöðu og að það hafi verið brotin lög á okkur. Við erum einfaldlega að leita réttar okkar því við teljum að dómstólar þurfi að fara að lögum eins og aðrir“, segir Þorsteinn.Það að saka hæstaréttardómara um brot á hegningarlögum, sem varðar getur fangelsisvist, er ekki ábyrgðarhluti að halda slíku fram? „Jú, það er að sjálfsögðu. Við veltum þessu fyrir okkur lengi, hvort við ættum að grípa til þessara aðgerða. En okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða“, segir Þorsteinn Már.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags ÍslandsSkúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt fyrir dómara að verjast í málum sem þessum. „Hins vegar er það þannig að dómarinn og dómstólar eiga mjög erfitt með að svara svona ásökunum opinberlega. Þess vegna eru svo ásakanir, þegar þær eru settar fram með ákveðnum hætti, til þess fallnar að sá efasemdum og jafnvel rýra traust almennings á dómstólum, og það er það sem vekur áhyggjur í þessu máli öllu saman“, segir Skúli. Skúli bendir á að hver sá sem telur að dómari hafi gert á hlut sinn, geti beint slíkum aðfinnslum til nefndar um störf dómara. „Það er svona hinn eðlilegi farvegur fyrir ásakanir gegn dómurum vegna þess að lögreglan á ekki að endurskoða athafnir dómstóla, það er eitthvað sem við viljum ekki.“ Tengdar fréttir Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að dótturfélag Samherja hefði lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómara sem veitti Seðlabankanum húsleitarheimild hjá fyrirtækinu í mars árið 2012. Dómarinn hefur um árabil starfað sem héraðsdómari en er nú settur dómari við Hæstarétt Íslands. Í kæru dótturfélags Samherja kemur fram að félagið telji meðferð dómarans, varðandi kröfur um húsleitir og haldlagningu, hafa verið andstæða lögum. Dómarinn hafi með háttsemi sinni brotið gegn 131. gr. almennra hegningarlaga en brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir augljóst að lög hafi verið brotin í málinu. „Við teljum að dómari hafi komist að rangri niðurstöðu og að það hafi verið brotin lög á okkur. Við erum einfaldlega að leita réttar okkar því við teljum að dómstólar þurfi að fara að lögum eins og aðrir“, segir Þorsteinn.Það að saka hæstaréttardómara um brot á hegningarlögum, sem varðar getur fangelsisvist, er ekki ábyrgðarhluti að halda slíku fram? „Jú, það er að sjálfsögðu. Við veltum þessu fyrir okkur lengi, hvort við ættum að grípa til þessara aðgerða. En okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða“, segir Þorsteinn Már.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags ÍslandsSkúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt fyrir dómara að verjast í málum sem þessum. „Hins vegar er það þannig að dómarinn og dómstólar eiga mjög erfitt með að svara svona ásökunum opinberlega. Þess vegna eru svo ásakanir, þegar þær eru settar fram með ákveðnum hætti, til þess fallnar að sá efasemdum og jafnvel rýra traust almennings á dómstólum, og það er það sem vekur áhyggjur í þessu máli öllu saman“, segir Skúli. Skúli bendir á að hver sá sem telur að dómari hafi gert á hlut sinn, geti beint slíkum aðfinnslum til nefndar um störf dómara. „Það er svona hinn eðlilegi farvegur fyrir ásakanir gegn dómurum vegna þess að lögreglan á ekki að endurskoða athafnir dómstóla, það er eitthvað sem við viljum ekki.“
Tengdar fréttir Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00