„Augljóst lögbrot“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júní 2014 19:15 Fréttablaðið greindi frá því í morgun að dótturfélag Samherja hefði lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómara sem veitti Seðlabankanum húsleitarheimild hjá fyrirtækinu í mars árið 2012. Dómarinn hefur um árabil starfað sem héraðsdómari en er nú settur dómari við Hæstarétt Íslands. Í kæru dótturfélags Samherja kemur fram að félagið telji meðferð dómarans, varðandi kröfur um húsleitir og haldlagningu, hafa verið andstæða lögum. Dómarinn hafi með háttsemi sinni brotið gegn 131. gr. almennra hegningarlaga en brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir augljóst að lög hafi verið brotin í málinu. „Við teljum að dómari hafi komist að rangri niðurstöðu og að það hafi verið brotin lög á okkur. Við erum einfaldlega að leita réttar okkar því við teljum að dómstólar þurfi að fara að lögum eins og aðrir“, segir Þorsteinn.Það að saka hæstaréttardómara um brot á hegningarlögum, sem varðar getur fangelsisvist, er ekki ábyrgðarhluti að halda slíku fram? „Jú, það er að sjálfsögðu. Við veltum þessu fyrir okkur lengi, hvort við ættum að grípa til þessara aðgerða. En okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða“, segir Þorsteinn Már.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags ÍslandsSkúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt fyrir dómara að verjast í málum sem þessum. „Hins vegar er það þannig að dómarinn og dómstólar eiga mjög erfitt með að svara svona ásökunum opinberlega. Þess vegna eru svo ásakanir, þegar þær eru settar fram með ákveðnum hætti, til þess fallnar að sá efasemdum og jafnvel rýra traust almennings á dómstólum, og það er það sem vekur áhyggjur í þessu máli öllu saman“, segir Skúli. Skúli bendir á að hver sá sem telur að dómari hafi gert á hlut sinn, geti beint slíkum aðfinnslum til nefndar um störf dómara. „Það er svona hinn eðlilegi farvegur fyrir ásakanir gegn dómurum vegna þess að lögreglan á ekki að endurskoða athafnir dómstóla, það er eitthvað sem við viljum ekki.“ Tengdar fréttir Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að dótturfélag Samherja hefði lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómara sem veitti Seðlabankanum húsleitarheimild hjá fyrirtækinu í mars árið 2012. Dómarinn hefur um árabil starfað sem héraðsdómari en er nú settur dómari við Hæstarétt Íslands. Í kæru dótturfélags Samherja kemur fram að félagið telji meðferð dómarans, varðandi kröfur um húsleitir og haldlagningu, hafa verið andstæða lögum. Dómarinn hafi með háttsemi sinni brotið gegn 131. gr. almennra hegningarlaga en brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir augljóst að lög hafi verið brotin í málinu. „Við teljum að dómari hafi komist að rangri niðurstöðu og að það hafi verið brotin lög á okkur. Við erum einfaldlega að leita réttar okkar því við teljum að dómstólar þurfi að fara að lögum eins og aðrir“, segir Þorsteinn.Það að saka hæstaréttardómara um brot á hegningarlögum, sem varðar getur fangelsisvist, er ekki ábyrgðarhluti að halda slíku fram? „Jú, það er að sjálfsögðu. Við veltum þessu fyrir okkur lengi, hvort við ættum að grípa til þessara aðgerða. En okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða“, segir Þorsteinn Már.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags ÍslandsSkúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt fyrir dómara að verjast í málum sem þessum. „Hins vegar er það þannig að dómarinn og dómstólar eiga mjög erfitt með að svara svona ásökunum opinberlega. Þess vegna eru svo ásakanir, þegar þær eru settar fram með ákveðnum hætti, til þess fallnar að sá efasemdum og jafnvel rýra traust almennings á dómstólum, og það er það sem vekur áhyggjur í þessu máli öllu saman“, segir Skúli. Skúli bendir á að hver sá sem telur að dómari hafi gert á hlut sinn, geti beint slíkum aðfinnslum til nefndar um störf dómara. „Það er svona hinn eðlilegi farvegur fyrir ásakanir gegn dómurum vegna þess að lögreglan á ekki að endurskoða athafnir dómstóla, það er eitthvað sem við viljum ekki.“
Tengdar fréttir Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00