Fótbolti

Rekin úr keppni fyrir að skora fimm sjálfsmörk í sama leiknum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bæði lið hafa lokið keppni.
Bæði lið hafa lokið keppni.
Indónesísku knattspyrnuliðin PSS Sleman og PSIS Semarang voru rekin úr keppni í umspili 1. deildarinnar þar í landi fyrir að skora fimm sjálfsmörk í einum og sama leiknum.

Sleman vann leikinn, 3-2, en úrskurðarnefnd deildarinnar rak þau úr keppni fyrir að reyna að tapa leiknum, að því fram kemur í frétt BBC um málið.

Bæði vildu forðast það, að mæta Borneo FC í undanúrslitum umspilsins, en það lið er talið tengjast indónesísku mafíunni.

Markalaust var í leiknum þar til á 86. mínútu þegar Sleman skoraði allt í einu tvö sjálfsmörk. Semarang gerði enn betur og negldi inn þremur sjálfsmörkum áður en yfir lauk og tapaði þannig leiknum.

Þessa eindæmis vitleysu má sjá í myndbandinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×