Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 31. október 2014 09:00 Rúnar Vilhjálmsson Menntun Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna þar sem ákvörðun verður tekin um það hvort farið verður í verkfall 1.-15. desember næstkomandi. Verði af verkfallinu þýðir það að um helmingur jólaprófa við háskóla landsins frestast. „Við höfum margóskað eftir formlegum viðbrögðum við viðsemjendur okkar en ekki fengið nein viðbrögð hingað til. Prófessorar eru mjög langþreyttir til vandræða og tregir til þess að grípa til aðgerða en meðal okkar félagsmanna er þolinmæðin þrotin,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félags prófessora. Í félaginu eru allir prófessorar við ríkisháskólana á Íslandi sem eru allir háskólar utan Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Verði af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður. Rúnar segir að þá myndi um helmingur prófa falla niður.Hann segir laun prófessora vera komin langt niður fyrir laun kollega þeirra í nágrannalöndunum. „Sem dæmi þá eru prófessorar á Íslandi með 60 prósent af launum danskra prófessora og það þá að teknu tilliti til verðlags í löndunum. Kaupmáttur prófessora hefur rýrnað um 16-17 prósent frá 2008,“ segir hann. Félagið gerði skoðanakönnun meðal félagsmanna um það hvort þeir vildu grípa til þessa ráðs. Niðurstöðurnar sýndu að 83 prósent vildu fara verkfallsleiðina og því líklegt að niðurstaðan verði sú að gripið verði til verkfalls náist ekki að semja fyrir 1. desember. Ísak RúnarssonÍsak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir það alvarlega stöðu verði af verkfallinu. „Það liggur fyrir að ef af þessu verður þá er þetta ömurlegt ástand fyrir nemendur og ekki boðlegt. Það myndi til dæmis hafa þau áhrif að námslán yrðu ekki greidd út, ég veit ekki hvernig fólk á þá að sjá fyrir sér því margir treysta á námslánin. Fólk sem er til dæmis með börn á sínu framfæri. Þetta skapar líka óvissu sem getur valdið kvíða sem aftur getur haft áhrif á námið,“ segir Ísak. Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Fleiri fréttir Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira
Menntun Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna þar sem ákvörðun verður tekin um það hvort farið verður í verkfall 1.-15. desember næstkomandi. Verði af verkfallinu þýðir það að um helmingur jólaprófa við háskóla landsins frestast. „Við höfum margóskað eftir formlegum viðbrögðum við viðsemjendur okkar en ekki fengið nein viðbrögð hingað til. Prófessorar eru mjög langþreyttir til vandræða og tregir til þess að grípa til aðgerða en meðal okkar félagsmanna er þolinmæðin þrotin,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félags prófessora. Í félaginu eru allir prófessorar við ríkisháskólana á Íslandi sem eru allir háskólar utan Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Verði af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður. Rúnar segir að þá myndi um helmingur prófa falla niður.Hann segir laun prófessora vera komin langt niður fyrir laun kollega þeirra í nágrannalöndunum. „Sem dæmi þá eru prófessorar á Íslandi með 60 prósent af launum danskra prófessora og það þá að teknu tilliti til verðlags í löndunum. Kaupmáttur prófessora hefur rýrnað um 16-17 prósent frá 2008,“ segir hann. Félagið gerði skoðanakönnun meðal félagsmanna um það hvort þeir vildu grípa til þessa ráðs. Niðurstöðurnar sýndu að 83 prósent vildu fara verkfallsleiðina og því líklegt að niðurstaðan verði sú að gripið verði til verkfalls náist ekki að semja fyrir 1. desember. Ísak RúnarssonÍsak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir það alvarlega stöðu verði af verkfallinu. „Það liggur fyrir að ef af þessu verður þá er þetta ömurlegt ástand fyrir nemendur og ekki boðlegt. Það myndi til dæmis hafa þau áhrif að námslán yrðu ekki greidd út, ég veit ekki hvernig fólk á þá að sjá fyrir sér því margir treysta á námslánin. Fólk sem er til dæmis með börn á sínu framfæri. Þetta skapar líka óvissu sem getur valdið kvíða sem aftur getur haft áhrif á námið,“ segir Ísak.
Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Fleiri fréttir Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Sjá meira