Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 31. október 2014 09:00 Rúnar Vilhjálmsson Menntun Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna þar sem ákvörðun verður tekin um það hvort farið verður í verkfall 1.-15. desember næstkomandi. Verði af verkfallinu þýðir það að um helmingur jólaprófa við háskóla landsins frestast. „Við höfum margóskað eftir formlegum viðbrögðum við viðsemjendur okkar en ekki fengið nein viðbrögð hingað til. Prófessorar eru mjög langþreyttir til vandræða og tregir til þess að grípa til aðgerða en meðal okkar félagsmanna er þolinmæðin þrotin,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félags prófessora. Í félaginu eru allir prófessorar við ríkisháskólana á Íslandi sem eru allir háskólar utan Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Verði af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður. Rúnar segir að þá myndi um helmingur prófa falla niður.Hann segir laun prófessora vera komin langt niður fyrir laun kollega þeirra í nágrannalöndunum. „Sem dæmi þá eru prófessorar á Íslandi með 60 prósent af launum danskra prófessora og það þá að teknu tilliti til verðlags í löndunum. Kaupmáttur prófessora hefur rýrnað um 16-17 prósent frá 2008,“ segir hann. Félagið gerði skoðanakönnun meðal félagsmanna um það hvort þeir vildu grípa til þessa ráðs. Niðurstöðurnar sýndu að 83 prósent vildu fara verkfallsleiðina og því líklegt að niðurstaðan verði sú að gripið verði til verkfalls náist ekki að semja fyrir 1. desember. Ísak RúnarssonÍsak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir það alvarlega stöðu verði af verkfallinu. „Það liggur fyrir að ef af þessu verður þá er þetta ömurlegt ástand fyrir nemendur og ekki boðlegt. Það myndi til dæmis hafa þau áhrif að námslán yrðu ekki greidd út, ég veit ekki hvernig fólk á þá að sjá fyrir sér því margir treysta á námslánin. Fólk sem er til dæmis með börn á sínu framfæri. Þetta skapar líka óvissu sem getur valdið kvíða sem aftur getur haft áhrif á námið,“ segir Ísak. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Menntun Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna þar sem ákvörðun verður tekin um það hvort farið verður í verkfall 1.-15. desember næstkomandi. Verði af verkfallinu þýðir það að um helmingur jólaprófa við háskóla landsins frestast. „Við höfum margóskað eftir formlegum viðbrögðum við viðsemjendur okkar en ekki fengið nein viðbrögð hingað til. Prófessorar eru mjög langþreyttir til vandræða og tregir til þess að grípa til aðgerða en meðal okkar félagsmanna er þolinmæðin þrotin,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félags prófessora. Í félaginu eru allir prófessorar við ríkisháskólana á Íslandi sem eru allir háskólar utan Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Verði af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður. Rúnar segir að þá myndi um helmingur prófa falla niður.Hann segir laun prófessora vera komin langt niður fyrir laun kollega þeirra í nágrannalöndunum. „Sem dæmi þá eru prófessorar á Íslandi með 60 prósent af launum danskra prófessora og það þá að teknu tilliti til verðlags í löndunum. Kaupmáttur prófessora hefur rýrnað um 16-17 prósent frá 2008,“ segir hann. Félagið gerði skoðanakönnun meðal félagsmanna um það hvort þeir vildu grípa til þessa ráðs. Niðurstöðurnar sýndu að 83 prósent vildu fara verkfallsleiðina og því líklegt að niðurstaðan verði sú að gripið verði til verkfalls náist ekki að semja fyrir 1. desember. Ísak RúnarssonÍsak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir það alvarlega stöðu verði af verkfallinu. „Það liggur fyrir að ef af þessu verður þá er þetta ömurlegt ástand fyrir nemendur og ekki boðlegt. Það myndi til dæmis hafa þau áhrif að námslán yrðu ekki greidd út, ég veit ekki hvernig fólk á þá að sjá fyrir sér því margir treysta á námslánin. Fólk sem er til dæmis með börn á sínu framfæri. Þetta skapar líka óvissu sem getur valdið kvíða sem aftur getur haft áhrif á námið,“ segir Ísak.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira