Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi þátttöku í NATO Bjarki Ármannsson skrifar 14. september 2014 15:22 Frá höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins. Mynd/NATO Fullt tilefni er nú til að gefa íslensku þjóðinni tækifæri til að segja hug sinn um áframhaldandi þátttöku Íslands innan Atlantshafsbandalagsins (NATO). Þetta segir í þingsályktunartillögu átta þingmanna, þar af sjö úr þingflokki Vinstri grænna, um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að bandalaginu. Í tillögunni segir að þjóðin hafi aldrei haft beina aðkomu að þeirri ákvörðun að ganga í NATO árið 1949 og að tekið hafi að fjara undan sögulegum grundvelli bandalagsins við endalok kalda stríðsins. Í ljósi þessa sé rétt að kalla fram afstöðu þjóðarinnar til úrsagnar eða áframhaldandi veru í bandalaginu. Bent var á það í vikunni að í nýju frumvarpi að fjárlögum er farið fram á 14,4 milljóna króna hækkun á tímabundnu framlagi til NATO vegna byggingar höfuðstöðva bandalagsins. Áætlað er að framlag Íslands til NATO á árinu 2015 verið rúmlega 450 milljónir króna. Á meðan er gert ráð fyrir því að niðurskurður til þróunaraðstoðar, þar með talið framlaga til stofnana á borð við ÞSSÍ, Unicef, UN Women og Alþjóðabankans, nemi samtals 450 milljónum króna. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hann viðraði þessa hugmynd í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni fyrr í mánuðinum. Þar sagði hann NATO ekki félagsskap sem henti Íslendingum og að frekar ætti að láta peninganna sem nú renna til NATO til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. „Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ sagði Ögmundur í þættinum. Tengdar fréttir NATO í brennidepli í Úkraínu Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að löngun yfirvalda í Úkraínu til að ganga í NATO dragi úr líkum á friði. 4. september 2014 12:29 Vill efla þátttöku í NATO Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Wales lauk í dag, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sátu fundinn fyrir Íslands hönd. 5. september 2014 15:35 Íslendingar hljóti að hlusta á óskir NATO um aukin framlög Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Íslensk stjórnvöld hljóta að hlusta á þær óskir sem nú berist frá Atlantshafsbandalaginu þess efnis að þátttökuríkin auki fjárframlög til bandalagsins. Gunnar Bragi hitti í gær Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO. Þeir ræddu vítt og breitt um þau mál sem efst eru á baugi og lagði framkvæmdastjórinn áherslu á að í ljósi þess að öryggismat í Evrópu væri nú breytt þurfi aðildarríkin nú að auka fjárframlög sín. 14. ágúst 2014 13:05 Fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í NATO Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að Íslendingar eigi ekki að stilla sér upp með árasargjörnum ríkjum í Atlantshafsbandalaginu. 1. september 2014 09:13 Framkvæmdastjóri NATO kemur til Íslands á morgun Hinn danski Anders Fogh Rasmussen mun meðal annars funda með forsætisráðherra og heimsækja Alþingi. 12. ágúst 2014 14:19 Anders Fogh í Tjarnargötu: Íhlutun Rússa vakning fyrir NATÓ Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. 13. ágúst 2014 20:48 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Fullt tilefni er nú til að gefa íslensku þjóðinni tækifæri til að segja hug sinn um áframhaldandi þátttöku Íslands innan Atlantshafsbandalagsins (NATO). Þetta segir í þingsályktunartillögu átta þingmanna, þar af sjö úr þingflokki Vinstri grænna, um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að bandalaginu. Í tillögunni segir að þjóðin hafi aldrei haft beina aðkomu að þeirri ákvörðun að ganga í NATO árið 1949 og að tekið hafi að fjara undan sögulegum grundvelli bandalagsins við endalok kalda stríðsins. Í ljósi þessa sé rétt að kalla fram afstöðu þjóðarinnar til úrsagnar eða áframhaldandi veru í bandalaginu. Bent var á það í vikunni að í nýju frumvarpi að fjárlögum er farið fram á 14,4 milljóna króna hækkun á tímabundnu framlagi til NATO vegna byggingar höfuðstöðva bandalagsins. Áætlað er að framlag Íslands til NATO á árinu 2015 verið rúmlega 450 milljónir króna. Á meðan er gert ráð fyrir því að niðurskurður til þróunaraðstoðar, þar með talið framlaga til stofnana á borð við ÞSSÍ, Unicef, UN Women og Alþjóðabankans, nemi samtals 450 milljónum króna. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hann viðraði þessa hugmynd í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni fyrr í mánuðinum. Þar sagði hann NATO ekki félagsskap sem henti Íslendingum og að frekar ætti að láta peninganna sem nú renna til NATO til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. „Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ sagði Ögmundur í þættinum.
Tengdar fréttir NATO í brennidepli í Úkraínu Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að löngun yfirvalda í Úkraínu til að ganga í NATO dragi úr líkum á friði. 4. september 2014 12:29 Vill efla þátttöku í NATO Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Wales lauk í dag, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sátu fundinn fyrir Íslands hönd. 5. september 2014 15:35 Íslendingar hljóti að hlusta á óskir NATO um aukin framlög Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Íslensk stjórnvöld hljóta að hlusta á þær óskir sem nú berist frá Atlantshafsbandalaginu þess efnis að þátttökuríkin auki fjárframlög til bandalagsins. Gunnar Bragi hitti í gær Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO. Þeir ræddu vítt og breitt um þau mál sem efst eru á baugi og lagði framkvæmdastjórinn áherslu á að í ljósi þess að öryggismat í Evrópu væri nú breytt þurfi aðildarríkin nú að auka fjárframlög sín. 14. ágúst 2014 13:05 Fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í NATO Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að Íslendingar eigi ekki að stilla sér upp með árasargjörnum ríkjum í Atlantshafsbandalaginu. 1. september 2014 09:13 Framkvæmdastjóri NATO kemur til Íslands á morgun Hinn danski Anders Fogh Rasmussen mun meðal annars funda með forsætisráðherra og heimsækja Alþingi. 12. ágúst 2014 14:19 Anders Fogh í Tjarnargötu: Íhlutun Rússa vakning fyrir NATÓ Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. 13. ágúst 2014 20:48 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
NATO í brennidepli í Úkraínu Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að löngun yfirvalda í Úkraínu til að ganga í NATO dragi úr líkum á friði. 4. september 2014 12:29
Vill efla þátttöku í NATO Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Wales lauk í dag, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sátu fundinn fyrir Íslands hönd. 5. september 2014 15:35
Íslendingar hljóti að hlusta á óskir NATO um aukin framlög Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Íslensk stjórnvöld hljóta að hlusta á þær óskir sem nú berist frá Atlantshafsbandalaginu þess efnis að þátttökuríkin auki fjárframlög til bandalagsins. Gunnar Bragi hitti í gær Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO. Þeir ræddu vítt og breitt um þau mál sem efst eru á baugi og lagði framkvæmdastjórinn áherslu á að í ljósi þess að öryggismat í Evrópu væri nú breytt þurfi aðildarríkin nú að auka fjárframlög sín. 14. ágúst 2014 13:05
Fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í NATO Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að Íslendingar eigi ekki að stilla sér upp með árasargjörnum ríkjum í Atlantshafsbandalaginu. 1. september 2014 09:13
Framkvæmdastjóri NATO kemur til Íslands á morgun Hinn danski Anders Fogh Rasmussen mun meðal annars funda með forsætisráðherra og heimsækja Alþingi. 12. ágúst 2014 14:19
Anders Fogh í Tjarnargötu: Íhlutun Rússa vakning fyrir NATÓ Íhlutun Rússa í Úkraínu var vakning og þörf áminning um mikilvægi Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri bandalagsins. Hann segir að landfræðileg lega Íslands og vera þess í bandalaginu sé enn mikilvægari en áður vegna breytts hlutverks þess. 13. ágúst 2014 20:48