Ekki refsað fyrir að saka yfirmann sinn um endurteknar nauðganir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2014 08:45 Konan kærði manninn til lögreglunnar í Reykjavík í janúar 2011 fyrir að hafa nauðgað sér þrisvar á um það bil einum mánuði. Vísir/Getty Kona var á dögunum sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af ásökunum um að hafa sakað fyrrverandi yfirmann sinn um nauðgun í þrígang og beitt hana ítrekað kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Fór maðurinn fram á fimm milljónir króna í miskabætur en fékk ekki. Konan kærði manninn til lögreglunnar í Reykjavík í janúar 2011 fyrir að hafa nauðgað sér þrisvar á tímabilinu desember 2010 til janúar 2011. Maðurinn var eigandi og framkvæmdastjóri veitingastaðar í Reykjavík. Nauðganirnar áttu að hafa átt sér stað á veitingastaðnum. Húsleit var gerð hjá manninum mánuði síðar auk þess sem hann var handtekinn. Hald var lagt á tölvur en skoða átti hvort þar væri að finna klámefni. Ekkert slíkt fannst og var manninum sleppt að lokinni yfirheyrslu sama dag. Eftir að upptökur úr öryggisvélum staðarins voru skoðaðar komst lögregla að þeirri niðurstöðu að ekki væri grundvöllur fyrir frekari rannsókn. Henni hefði því verið hætt.Lögreglan hætti bæði rannsókn á kæru konunnar vegna nauðgunar og síðar kæru mannsins vegna ærumeiðinga.Mynd/LögreglanLögregla hætti tvisvar rannsókn Í desember 2011 kærði svo eigandinn konuna og eiginmann hennar til lögreglu fyrir að hafa sakað sig um nauðgun og sömuleiðis fyrir ærumeiðingar. Var kærunni upphaflega vísað frá í apríl 2012 þar sem mat lögreglu var að ekki væri tilefni til rannsóknar. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem felldi hana úr gildi. Var lögreglustjóri látinn taka skýrslur af aðilum málsins. Maðurinn áréttaði kæru sína við skýrslutöku 14. september. Lagði hann til skýrslu sem tekin hafði verið af manni sem hafði sagt lögreglu að eiginmaður konunnar hefði ætlað að kúga fimm milljónir króna út úr honum. Konan neitaði sök og stóð við framburð sinn. Maðurinn hefði nauðgað henni í þrígang á skrifstofu hans á veitingastaðnum. Enginn hefði haft áhrif á framburðinn. Hætti lögregla í kjölfarið rannsókn málsins en maðurinn kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Í desember 2012 staðfesti ríkissaksóknari ákvörðun lögreglustjórans og höfðaði maðurinn því einkamál.Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Var góður vinur eiginmannsins Maðurinn byggði kröfu sína á því að hjónin hefðu sett á svið atburðarás í þeim tilgangi að valda honum fjárhagslegu og persónulegu tjóni. Um ærumeiðandi aðdróttanir hafi verið að ræða í garð mannsins sem hafi þurft að sitja undir ásökunum um brot sem geta varðað allt að sextán ára fangelsisvist. Konan byggði sýknukröfu sína á því að hafa sagt lögreglunni sannleikann við skýrslutöku. Erfitt hafi verið að segja frá atburðunum og kæra til lögreglu. Spilaði þar stóran þátt að eiginmaður hennar og eigandi veitingastaðarins voru góðir vinir. Hún hafi því ekki viljað særa eiginmann sinn. Konan hafi farið í sálfræðiviðtöl á geðdeild vegna einkenna um áfallastreituröskun. Þá hafi hún verið í alvarlegri sjálfsvígshættu.Upptaka mannsins var ekki tekin gild sem sönnunargagn.Vísir/GettyUpptaka lögð fram sem sönnunargagn Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að dæma konuna til refsingar þar sem sex mánaða málshöfðunarfrestur var liðinn þegar einkamálið var höfðað 20. mars 2013. Því var þeim lið vísað frá dómi. Konan og maðurinn voru ein til frásagnar um hvað gerðist á skrifstofu þess síðarnefnda. Þar standi því orð gegn orði. Konan hafi bent á að maðurinn hafi skipað sér að haga sér eðlilega í vinnunni svo ekki vöknuðu grunsemdir hjá öðru starfsfólki. Fyrir vikið væri ekki mark takandi á myndbandsupptökum. Þá lagði maðurinn fram hljóðritun af samtali sínu við konuna í bíl hans þar sem kom fram staðfesting á að hún hefði ranglega sakað manninn um nauðgun. Dómurinn sagði hins vegar óumdeilt að upptakan var gerð án vitneskju konunnar. Upptakan var afhent lögreglu en konan breytti í engu framburði sínum þrátt fyrir að heyra innihald hennar. Þá bar vinur mannsins vitni fyrir dómi og staðfesti að konan hefði sagt sér oftar en einu sinni frá því að ásakanirnar væru upplognar. Þar sem vitnið upplýsti við upphaf skýrslutöku um að hún væri vinur stefnanda og frekari gögn gátu ekki stutt þann framburð taldi dómurinn að ekki væri um næga sönnun að ræða. Eigandinn þurfti því að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Konan þarf ekki að greiða krónu þar sem hún fékk gjafsókn í málinu.Dóminn í heild sinni má sjá hér. Tengdar fréttir „Neydd“ til að segjast hafa logið til um nauðgun Upptaka sem lögð var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sögð „tilbúið sönnunargagn.“ 28. nóvember 2014 20:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Sjá meira
Kona var á dögunum sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af ásökunum um að hafa sakað fyrrverandi yfirmann sinn um nauðgun í þrígang og beitt hana ítrekað kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Fór maðurinn fram á fimm milljónir króna í miskabætur en fékk ekki. Konan kærði manninn til lögreglunnar í Reykjavík í janúar 2011 fyrir að hafa nauðgað sér þrisvar á tímabilinu desember 2010 til janúar 2011. Maðurinn var eigandi og framkvæmdastjóri veitingastaðar í Reykjavík. Nauðganirnar áttu að hafa átt sér stað á veitingastaðnum. Húsleit var gerð hjá manninum mánuði síðar auk þess sem hann var handtekinn. Hald var lagt á tölvur en skoða átti hvort þar væri að finna klámefni. Ekkert slíkt fannst og var manninum sleppt að lokinni yfirheyrslu sama dag. Eftir að upptökur úr öryggisvélum staðarins voru skoðaðar komst lögregla að þeirri niðurstöðu að ekki væri grundvöllur fyrir frekari rannsókn. Henni hefði því verið hætt.Lögreglan hætti bæði rannsókn á kæru konunnar vegna nauðgunar og síðar kæru mannsins vegna ærumeiðinga.Mynd/LögreglanLögregla hætti tvisvar rannsókn Í desember 2011 kærði svo eigandinn konuna og eiginmann hennar til lögreglu fyrir að hafa sakað sig um nauðgun og sömuleiðis fyrir ærumeiðingar. Var kærunni upphaflega vísað frá í apríl 2012 þar sem mat lögreglu var að ekki væri tilefni til rannsóknar. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem felldi hana úr gildi. Var lögreglustjóri látinn taka skýrslur af aðilum málsins. Maðurinn áréttaði kæru sína við skýrslutöku 14. september. Lagði hann til skýrslu sem tekin hafði verið af manni sem hafði sagt lögreglu að eiginmaður konunnar hefði ætlað að kúga fimm milljónir króna út úr honum. Konan neitaði sök og stóð við framburð sinn. Maðurinn hefði nauðgað henni í þrígang á skrifstofu hans á veitingastaðnum. Enginn hefði haft áhrif á framburðinn. Hætti lögregla í kjölfarið rannsókn málsins en maðurinn kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Í desember 2012 staðfesti ríkissaksóknari ákvörðun lögreglustjórans og höfðaði maðurinn því einkamál.Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Var góður vinur eiginmannsins Maðurinn byggði kröfu sína á því að hjónin hefðu sett á svið atburðarás í þeim tilgangi að valda honum fjárhagslegu og persónulegu tjóni. Um ærumeiðandi aðdróttanir hafi verið að ræða í garð mannsins sem hafi þurft að sitja undir ásökunum um brot sem geta varðað allt að sextán ára fangelsisvist. Konan byggði sýknukröfu sína á því að hafa sagt lögreglunni sannleikann við skýrslutöku. Erfitt hafi verið að segja frá atburðunum og kæra til lögreglu. Spilaði þar stóran þátt að eiginmaður hennar og eigandi veitingastaðarins voru góðir vinir. Hún hafi því ekki viljað særa eiginmann sinn. Konan hafi farið í sálfræðiviðtöl á geðdeild vegna einkenna um áfallastreituröskun. Þá hafi hún verið í alvarlegri sjálfsvígshættu.Upptaka mannsins var ekki tekin gild sem sönnunargagn.Vísir/GettyUpptaka lögð fram sem sönnunargagn Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að dæma konuna til refsingar þar sem sex mánaða málshöfðunarfrestur var liðinn þegar einkamálið var höfðað 20. mars 2013. Því var þeim lið vísað frá dómi. Konan og maðurinn voru ein til frásagnar um hvað gerðist á skrifstofu þess síðarnefnda. Þar standi því orð gegn orði. Konan hafi bent á að maðurinn hafi skipað sér að haga sér eðlilega í vinnunni svo ekki vöknuðu grunsemdir hjá öðru starfsfólki. Fyrir vikið væri ekki mark takandi á myndbandsupptökum. Þá lagði maðurinn fram hljóðritun af samtali sínu við konuna í bíl hans þar sem kom fram staðfesting á að hún hefði ranglega sakað manninn um nauðgun. Dómurinn sagði hins vegar óumdeilt að upptakan var gerð án vitneskju konunnar. Upptakan var afhent lögreglu en konan breytti í engu framburði sínum þrátt fyrir að heyra innihald hennar. Þá bar vinur mannsins vitni fyrir dómi og staðfesti að konan hefði sagt sér oftar en einu sinni frá því að ásakanirnar væru upplognar. Þar sem vitnið upplýsti við upphaf skýrslutöku um að hún væri vinur stefnanda og frekari gögn gátu ekki stutt þann framburð taldi dómurinn að ekki væri um næga sönnun að ræða. Eigandinn þurfti því að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Konan þarf ekki að greiða krónu þar sem hún fékk gjafsókn í málinu.Dóminn í heild sinni má sjá hér.
Tengdar fréttir „Neydd“ til að segjast hafa logið til um nauðgun Upptaka sem lögð var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sögð „tilbúið sönnunargagn.“ 28. nóvember 2014 20:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Sjá meira
„Neydd“ til að segjast hafa logið til um nauðgun Upptaka sem lögð var fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sögð „tilbúið sönnunargagn.“ 28. nóvember 2014 20:30