„Neydd“ til að segjast hafa logið til um nauðgun Bjarki Ármannsson skrifar 28. nóvember 2014 20:30 Þuríður segir upptökuna tilbúið sönnunargagn. Vísir/Valli/Getty Lögmaður konu sem nýlega var sýknuð af því að hafa ásakað fyrrverandi yfirmann sinn um nauðgun segir upptöku sem lögð var fram í málinu „tilbúið sönnunargagn.“ Á upptökunni segir konan að hún hafi ranglega sakað manninn um nauðgun en lögmaður konunnar segir hana hafa verið neydda til þess að halda þessu fram.Neydd til að segjast hafa logið Konan kærði manninn upphaflega vegna þriggja nauðgana sem eiga að hafa átt sér stað á árunum 2010 og 2011. Var hún þá starfsmaður hans. „Málið var síðar fellt niður hjá lögreglu meðal annars vegna tungumálaörðugleika við yfirheyrslu,“ segir Þuríður Kristín Halldórsdóttir, lögmaður konunnar. „Þar varð misskilningur. Lögregla gaf sér ekki nægan tíma til rannsóknar að mínu mati og beið ekki eftir læknisvottorðum frá sjúkrahúsi.“ Maðurinn höfðaði þá einkarefsimál gegn konunni en þar var hún að lokum sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Segir Þuríður að á meðan málið var fyrir dómi hafi því sífellt verið frestað vegna þess að beðið var eftir ákveðnu sönnunargagni sem maðurinn vildi leggja fram. „Á meðan var hann búinn að sitja fyrir konunni og hafa í hótunum. Hann skipaði henni að fara til lögreglunnar og segjast hafa logið þessu öllu saman, annars hlyti hún og börn hennar verra af,“ segir Þuríður. „Síðan náði hann henni inn í bíl, þar sem einnig kom félagi hans, og þar var hún neydd til að segja að hún hefði logið þessu. Hún var dauðhrædd og hafði ekki hugmynd um að verið væri að taka þetta upp.“Sýknuð en áfrýjað Upptakan var lögð fram fyrir Héraðsdómi og farið með hana til lögreglu. Konan var kölluð til lögreglunnar til þess að ræða upptökuna en breytti ekki vitnisburði sínum. „Hún sagðist ekki hafa þorað annað en að segja að hún hefði logið þessu,“ segir Þuríður.Konan var að lokum sýknuð. Fékk fyrrverandi yfirmaður hennar ekki þær fimm milljónir króna sem hann fór fram á í miskabætur en neyddist sjálfur til að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómari taldi upptökuna ekki hafa sannað að konan bæri ásakanirnar upp á manninn tilefnislaust eða gegn betri vitund. „Hún var ekki missaga varðandi þetta fyrir dómi og þess vegna segir dómari þetta,“ segir Þuríður. „En þetta var tilbúið sönnunargagn og mér finnst ansi langt gengið af meintum geranda að neyða konuna til þess að segja þetta. Og ég harma viðbrögð fólks.“ Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður mannsins, bendir í viðtali við Vísi á að lögreglan hafi fengið upptökuna í sínar hendur en aldrei séð ástæðu til að kalla manninn til yfirheyrslu. Jafnframt hafi engin kæra verið lögð fram vegna meintu hótunarinnar. Hann segir að úrskurði Héraðsdóms verði áfrýjað. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Lögmaður konu sem nýlega var sýknuð af því að hafa ásakað fyrrverandi yfirmann sinn um nauðgun segir upptöku sem lögð var fram í málinu „tilbúið sönnunargagn.“ Á upptökunni segir konan að hún hafi ranglega sakað manninn um nauðgun en lögmaður konunnar segir hana hafa verið neydda til þess að halda þessu fram.Neydd til að segjast hafa logið Konan kærði manninn upphaflega vegna þriggja nauðgana sem eiga að hafa átt sér stað á árunum 2010 og 2011. Var hún þá starfsmaður hans. „Málið var síðar fellt niður hjá lögreglu meðal annars vegna tungumálaörðugleika við yfirheyrslu,“ segir Þuríður Kristín Halldórsdóttir, lögmaður konunnar. „Þar varð misskilningur. Lögregla gaf sér ekki nægan tíma til rannsóknar að mínu mati og beið ekki eftir læknisvottorðum frá sjúkrahúsi.“ Maðurinn höfðaði þá einkarefsimál gegn konunni en þar var hún að lokum sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Segir Þuríður að á meðan málið var fyrir dómi hafi því sífellt verið frestað vegna þess að beðið var eftir ákveðnu sönnunargagni sem maðurinn vildi leggja fram. „Á meðan var hann búinn að sitja fyrir konunni og hafa í hótunum. Hann skipaði henni að fara til lögreglunnar og segjast hafa logið þessu öllu saman, annars hlyti hún og börn hennar verra af,“ segir Þuríður. „Síðan náði hann henni inn í bíl, þar sem einnig kom félagi hans, og þar var hún neydd til að segja að hún hefði logið þessu. Hún var dauðhrædd og hafði ekki hugmynd um að verið væri að taka þetta upp.“Sýknuð en áfrýjað Upptakan var lögð fram fyrir Héraðsdómi og farið með hana til lögreglu. Konan var kölluð til lögreglunnar til þess að ræða upptökuna en breytti ekki vitnisburði sínum. „Hún sagðist ekki hafa þorað annað en að segja að hún hefði logið þessu,“ segir Þuríður.Konan var að lokum sýknuð. Fékk fyrrverandi yfirmaður hennar ekki þær fimm milljónir króna sem hann fór fram á í miskabætur en neyddist sjálfur til að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómari taldi upptökuna ekki hafa sannað að konan bæri ásakanirnar upp á manninn tilefnislaust eða gegn betri vitund. „Hún var ekki missaga varðandi þetta fyrir dómi og þess vegna segir dómari þetta,“ segir Þuríður. „En þetta var tilbúið sönnunargagn og mér finnst ansi langt gengið af meintum geranda að neyða konuna til þess að segja þetta. Og ég harma viðbrögð fólks.“ Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður mannsins, bendir í viðtali við Vísi á að lögreglan hafi fengið upptökuna í sínar hendur en aldrei séð ástæðu til að kalla manninn til yfirheyrslu. Jafnframt hafi engin kæra verið lögð fram vegna meintu hótunarinnar. Hann segir að úrskurði Héraðsdóms verði áfrýjað.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira