Meiri hætta á brjóstakrabba vegna reykinga á unga aldri Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Áður en konur eignast sitt fyrsta barn er brjóstvefurinn sérstaklega viðkvæmur fyrir reykingum og hættulegum eiturefnum sem eru í sígarettum. NORDICPHOTOS/GETTY Samhengi milli reykinga og brjóstakrabbameins hefur nú í fyrsta sinn verið staðfest, að því er segir í frétt á vef norska ríkisútvarpsins. Því fyrr sem stúlkur byrja að reykja, þeim mun meiri er hættan á að þær fái brjóstakrabbamein síðar á ævinni. „Reykingar hjá ungum konum eru sennilega hættulegri en við gerðum okkur grein fyrir áður, einkum hjá þeim sem ekki hafa eignast sitt fyrsta barn,“ segir vísindamaðurinn og læknirinn Eivind Bjerkaas á Háskólasjúkrahúsinu í Tromsø í viðtali við norska ríkisútvarpið. Vegna doktorsverkefnis síns rannsakaði hann gögn frá 1974 til 2003 um heilsufar 300 þúsunda kvenna. Læknirinn tekur það fram að áður hafi margar konur í Noregi reykt og allt að 40 prósent allra kvenna í Noregi á vissu tímabili. Það kunni að skýra að hluta til hvers vegna margar konur þar fái brjóstakrabbamein. Mesta athygli vekja áhrifin af reykingum ungra stúlkna og kvenna á heilsufar þeirra síðar á ævinni. Að sögn Bjerkaas er áhættan mest af reykingum þegar brjóstvefurinn er að þroskast, frá 12 til 14 ára þar til konur eru orðnar um 30 ára. Hættan á að fá krabbamein er 15 prósentum meiri hjá konum sem byrja að reykja áður en þær verða barnshafandi, að því er rannsókn Bjerkaas leiddi í ljós. Áður en konur eignist sitt fyrsta barn sé brjóstvefurinn sérstaklega viðkvæmur fyrir reykingum og hættulegum eiturefnum sem eru í sígarettum.Laufey Tryggvadóttir, prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár.Bjerkaas bendir á að þar sem nútímakonur bíði gjarnan með barneignir þar til þær eru komnar á miðjan fertugsaldur sé sá tími sem brjóstin eru óþroskuð sérstaklega langur. Frumuskiptingar í brjóstinu séu hraðar alveg fram að því að konur gefi barni brjóst í fyrsta sinn. Eiturefni frá reykingum geti þá leitt til þess að eitthvað fari úrskeiðis. Rannsóknir Bjerkaas leiddu í ljós að konur sem reykja eru í meiri hættu á að deyja úr brjóstakrabbameini. Jafnframt sýndu niðurstöður að konum sem reykja eftir að þær eignast sitt fyrsta barn er ekki hættara við að fá brjóstakrabbamein heldur en öðrum konum. Laufey Tryggvadóttir, prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár, segir það ekki koma á óvart að varanleg áhættuaukning tengist reykingum á unga aldri því að brjóstvefurinn sé einstaklega næmur fyrir stökkbreytivöldum á því tímabili. „Á þessum aldri virðist vera mikið um frumuskiptingar og aðeins lítill hluti brjóstvefjarins búinn að taka út endanlegan þroska og því er hann berskjaldaðri fyrir stökkbreytivöldum. Reykingar eru þekktur stökkbreytivaldur og því hafa ýmsir undrast að rannsóknir hafi ekki fyrr gefið óyggjandi til kynna samband milli reykinga og brjóstakrabbameins. Þetta skýrist væntanlega af því að kvenhormónar tengjast líka aukinni brjóstakrabbameinsáhættu en reykingar draga aftur á móti úr framleiðslu þeirra sem dregur þá aftur úr áhrifum þeirra stökkbreytinga sem reykingarnar valda í brjóstunum. Þau áhrif ná að yfirgnæfa áhrif reykinga eftir fæðingu fyrsta barns“. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Samhengi milli reykinga og brjóstakrabbameins hefur nú í fyrsta sinn verið staðfest, að því er segir í frétt á vef norska ríkisútvarpsins. Því fyrr sem stúlkur byrja að reykja, þeim mun meiri er hættan á að þær fái brjóstakrabbamein síðar á ævinni. „Reykingar hjá ungum konum eru sennilega hættulegri en við gerðum okkur grein fyrir áður, einkum hjá þeim sem ekki hafa eignast sitt fyrsta barn,“ segir vísindamaðurinn og læknirinn Eivind Bjerkaas á Háskólasjúkrahúsinu í Tromsø í viðtali við norska ríkisútvarpið. Vegna doktorsverkefnis síns rannsakaði hann gögn frá 1974 til 2003 um heilsufar 300 þúsunda kvenna. Læknirinn tekur það fram að áður hafi margar konur í Noregi reykt og allt að 40 prósent allra kvenna í Noregi á vissu tímabili. Það kunni að skýra að hluta til hvers vegna margar konur þar fái brjóstakrabbamein. Mesta athygli vekja áhrifin af reykingum ungra stúlkna og kvenna á heilsufar þeirra síðar á ævinni. Að sögn Bjerkaas er áhættan mest af reykingum þegar brjóstvefurinn er að þroskast, frá 12 til 14 ára þar til konur eru orðnar um 30 ára. Hættan á að fá krabbamein er 15 prósentum meiri hjá konum sem byrja að reykja áður en þær verða barnshafandi, að því er rannsókn Bjerkaas leiddi í ljós. Áður en konur eignist sitt fyrsta barn sé brjóstvefurinn sérstaklega viðkvæmur fyrir reykingum og hættulegum eiturefnum sem eru í sígarettum.Laufey Tryggvadóttir, prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár.Bjerkaas bendir á að þar sem nútímakonur bíði gjarnan með barneignir þar til þær eru komnar á miðjan fertugsaldur sé sá tími sem brjóstin eru óþroskuð sérstaklega langur. Frumuskiptingar í brjóstinu séu hraðar alveg fram að því að konur gefi barni brjóst í fyrsta sinn. Eiturefni frá reykingum geti þá leitt til þess að eitthvað fari úrskeiðis. Rannsóknir Bjerkaas leiddu í ljós að konur sem reykja eru í meiri hættu á að deyja úr brjóstakrabbameini. Jafnframt sýndu niðurstöður að konum sem reykja eftir að þær eignast sitt fyrsta barn er ekki hættara við að fá brjóstakrabbamein heldur en öðrum konum. Laufey Tryggvadóttir, prófessor og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár, segir það ekki koma á óvart að varanleg áhættuaukning tengist reykingum á unga aldri því að brjóstvefurinn sé einstaklega næmur fyrir stökkbreytivöldum á því tímabili. „Á þessum aldri virðist vera mikið um frumuskiptingar og aðeins lítill hluti brjóstvefjarins búinn að taka út endanlegan þroska og því er hann berskjaldaðri fyrir stökkbreytivöldum. Reykingar eru þekktur stökkbreytivaldur og því hafa ýmsir undrast að rannsóknir hafi ekki fyrr gefið óyggjandi til kynna samband milli reykinga og brjóstakrabbameins. Þetta skýrist væntanlega af því að kvenhormónar tengjast líka aukinni brjóstakrabbameinsáhættu en reykingar draga aftur á móti úr framleiðslu þeirra sem dregur þá aftur úr áhrifum þeirra stökkbreytinga sem reykingarnar valda í brjóstunum. Þau áhrif ná að yfirgnæfa áhrif reykinga eftir fæðingu fyrsta barns“.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira