Innlent

Lokað fyrir aðgang að gossvæðinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Gosmökkur frá Holuhrauni.
Gosmökkur frá Holuhrauni. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Lokað hefur verið fyrir aðgang fjölmiðla og vísindamanna að gossvæðinu við Holuhraun vegna mikillar gasmengunar. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að lokunin muni vara á meðan mengunin er jafn mikil og raun ber vitni. 

Í stöðuskýrslu vísindamannaráðs almannavarna segir að bráð lífshætta stafi af gasinu og að ekki sé óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar. 


Tengdar fréttir

Gasský leggur til austurs

Gasský leggur frá gosstöðvunum við Bárðarbungu til austurs en mjög hár styrkur brennisteinsdíoxíðs mældist á Reyðarfirði um klukkan tíu í gærkvöld.

Met slegið í brennisteinsdíoxíðsmengun

Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir að aldrei áður hafi mælst eins mikil brennisteinsdíoxíðsmengun á Íslandi og frá eldgosinu í Holuhrauni í gærkvöldi. Mengunarmælum verður fjölgað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.