Segir áverkana hafa verið óhapp Sunna Karen Sigurþórssdóttir skrifar 24. september 2014 13:33 Chaplas Menka. Vísir/valli Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að áverkarnir sem hælisleitandi hlaut í fangaklefa hafi verið slys. Hann vill þó hvorki upplýsa um hvers vegna hnífur var dreginn upp í stað tangar né hvers vegna maðurinn var handtekinn.Líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þurfti að flytja erlendan mann, búsettan á Íslandi, á sjúkrahús eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Plastbönd höfðu verið sett á fætur mannsins og þegar verið var að losa fjötrana var hnífur notaður í stað tangar. Maðurinn hlaut í kjölfarið tvo djúpa skurði á fæti.Menkas hlaut djúpa skurði eftir eggvopn sem notað var til að losa plastfjötra sem settir höfðu verið utan um fætur hans.vísir/valliHörður segir að algengast sé að tangir séu notaðar við að losa menn úr fjötrum en í þessu tilfelli hafi lögregla notað hníf við verknaðinn. Hamagangurinn í manninum hafi orðið til þess að hnífurinn féll á fót mannsins með fyrrgreindum afleiðingum. Hann vill þó hvorki upplýsa hvers vegna hann var handtekinn og fjötraður, né hvers vegna hann var lokaður inni. „Það voru sett á hann fótabönd og hann handjárnaður. Þegar átti að losa þau þá var það gert með hníf í stað þess að nota töng. Þá varð þetta óhapp að hann rakst í hann. Þetta var bara óhapp,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Maðurinn, Chaplas Menka, er fæddur í Líberíu í Vestur-Afríku en flúði borgarastríðið þar ungur að árum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2009. Hinn 10. september síðastliðinn afhenti lögregla Menka bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið ólöglega í landinu í um sjö mánuði og við því yrði að bregðast. Menka fór með lögreglu á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann var handtekinn og að lokum fjötraður. Hann segir að sér hafi verið synjað um lögfræðiaðstoð og sakar lögregluna um alvarlegt ofbeldi. Hörður gaf jafnframt ekki skýringar á því hvers vegna manninum var synjað um aðstoð lögfræðings, líkt og lög gera ráð fyrir. Hann segir málið í meginatriðum rétt og að það sé nú í farvegi í samvinnu við Menka sjálfan og lögmann hans.Föt Menkas voru alblóðug eftir áverkana sem hann hlaut.vísir/valli Tengdar fréttir Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að áverkarnir sem hælisleitandi hlaut í fangaklefa hafi verið slys. Hann vill þó hvorki upplýsa um hvers vegna hnífur var dreginn upp í stað tangar né hvers vegna maðurinn var handtekinn.Líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þurfti að flytja erlendan mann, búsettan á Íslandi, á sjúkrahús eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Plastbönd höfðu verið sett á fætur mannsins og þegar verið var að losa fjötrana var hnífur notaður í stað tangar. Maðurinn hlaut í kjölfarið tvo djúpa skurði á fæti.Menkas hlaut djúpa skurði eftir eggvopn sem notað var til að losa plastfjötra sem settir höfðu verið utan um fætur hans.vísir/valliHörður segir að algengast sé að tangir séu notaðar við að losa menn úr fjötrum en í þessu tilfelli hafi lögregla notað hníf við verknaðinn. Hamagangurinn í manninum hafi orðið til þess að hnífurinn féll á fót mannsins með fyrrgreindum afleiðingum. Hann vill þó hvorki upplýsa hvers vegna hann var handtekinn og fjötraður, né hvers vegna hann var lokaður inni. „Það voru sett á hann fótabönd og hann handjárnaður. Þegar átti að losa þau þá var það gert með hníf í stað þess að nota töng. Þá varð þetta óhapp að hann rakst í hann. Þetta var bara óhapp,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Maðurinn, Chaplas Menka, er fæddur í Líberíu í Vestur-Afríku en flúði borgarastríðið þar ungur að árum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2009. Hinn 10. september síðastliðinn afhenti lögregla Menka bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið ólöglega í landinu í um sjö mánuði og við því yrði að bregðast. Menka fór með lögreglu á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann var handtekinn og að lokum fjötraður. Hann segir að sér hafi verið synjað um lögfræðiaðstoð og sakar lögregluna um alvarlegt ofbeldi. Hörður gaf jafnframt ekki skýringar á því hvers vegna manninum var synjað um aðstoð lögfræðings, líkt og lög gera ráð fyrir. Hann segir málið í meginatriðum rétt og að það sé nú í farvegi í samvinnu við Menka sjálfan og lögmann hans.Föt Menkas voru alblóðug eftir áverkana sem hann hlaut.vísir/valli
Tengdar fréttir Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45