Undanúrslitin í Ísland got talent verða í beinni útsendingu næstu þrjú sunnudagskvöld í Austurbæ með fullan sal af áhorfendum.
Í þessum þáttum fá áhorfendur að sjá hvaða sex atriði komast áfram í úrslitaþáttinn, sem fer fram sunnudaginn 27.apríl.
Miðasala á kvöldin þrjú hefst klukkan tíu í fyrramálið og fer hún fram á vefsíðunni midi.is. Þættirnir hafa verið í sýningu á Stöð 2 á þessu ári.
Miðasala á Ísland got talent kvöldin hefst á morgun
Stefán Árni Pálsson skrifar
