Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Ingvar Haraldsson skrifar 12. maí 2014 07:00 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir langt í land í deilu flugmanna og Icelandair. Vísir/Heiða Í gær féll niður 21 flugferð hjá Icelandair. Málið kemur í kjölfar tímabundins verkfalls á föstudaginn samhliða yfirvinnubanni sem mun gilda þar til samningar nást. Icelandair sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt var að flugferðir hefðu fallið niður vegna skæruhernaðar flugmanna. Hafsteinn Pálsson, formaður formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hafnar ásökunum Icelandair. „Málið snýst um að vegna yfirvinnubanns hafa flugmenn færst til á vöktum svo þeir fengu ekki nægjanlega hvíld. Því gat Icelandair ekki mannað ákveðin flug.“ Hafsteinn segir þó fjórum flugferðum hafa verið aflýst þrátt fyrir að búið væri að manna áhöfn. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafnar ásökunum Hafsteins. „Icelandair fellir ekki niður flugferðir nema í ýtrustu neyð. Það getur verið að í einhverjum tilfellum hafi verið búið að finna flugmenn en það dugar ekki til þegar farþegar eru strandaglópar annars staðar og forsendur flugsins því brostnar.“ Guðjón gerir ekki ráð fyrir að flugferðir muni raskast í dag. Hann segir þó að það geti orðið raunin að flugum verði aflýst með skömmum fyrirvara ef deilan leysist ekki. Samningsaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Hafsteinn segir mikið bera í millum. „Við munum ekki sætta okkur við kjararýrnun. Flugmenn vinna á taxta. Því geta flugmenn ekki samið um launahækkanir umfram kjarasamninga.“ Guðjón vill lítið tjá sig um samningsmarkmiðin en segir erfitt að vera bjartsýnn þegar kröfur flugmanna eru jafn miklar og raun ber vitni.Hanna Birna Kristjánsdóttir segist fylgjast vel með málinu.Vísir/Stefán KarlssonHanna Birna útlokar ekki lagasetninguHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fylgst verði með málinu næstu daga. „Á meðan ríkissáttasemjari fundar með samningsaðilum mun ríkisstjórnin að svo stöddu ekki aðhafast í málinu. Það er okkar von að samningsaðilar axli ábyrgð og leysi málið.“ Varðandi hugsanlega lagasetningu segir Hanna Birna: „Staðan eins og hún var í dag getur ekki gengið í mjög langan tíma. Við munum ekki setja lög á verkfallið nema í algerri neyð en ef til þess kemur öxlum ábyrgð til að tryggja að samgöngur inn og út úr landinu séu í lagi.“ Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Í gær féll niður 21 flugferð hjá Icelandair. Málið kemur í kjölfar tímabundins verkfalls á föstudaginn samhliða yfirvinnubanni sem mun gilda þar til samningar nást. Icelandair sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt var að flugferðir hefðu fallið niður vegna skæruhernaðar flugmanna. Hafsteinn Pálsson, formaður formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hafnar ásökunum Icelandair. „Málið snýst um að vegna yfirvinnubanns hafa flugmenn færst til á vöktum svo þeir fengu ekki nægjanlega hvíld. Því gat Icelandair ekki mannað ákveðin flug.“ Hafsteinn segir þó fjórum flugferðum hafa verið aflýst þrátt fyrir að búið væri að manna áhöfn. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafnar ásökunum Hafsteins. „Icelandair fellir ekki niður flugferðir nema í ýtrustu neyð. Það getur verið að í einhverjum tilfellum hafi verið búið að finna flugmenn en það dugar ekki til þegar farþegar eru strandaglópar annars staðar og forsendur flugsins því brostnar.“ Guðjón gerir ekki ráð fyrir að flugferðir muni raskast í dag. Hann segir þó að það geti orðið raunin að flugum verði aflýst með skömmum fyrirvara ef deilan leysist ekki. Samningsaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Hafsteinn segir mikið bera í millum. „Við munum ekki sætta okkur við kjararýrnun. Flugmenn vinna á taxta. Því geta flugmenn ekki samið um launahækkanir umfram kjarasamninga.“ Guðjón vill lítið tjá sig um samningsmarkmiðin en segir erfitt að vera bjartsýnn þegar kröfur flugmanna eru jafn miklar og raun ber vitni.Hanna Birna Kristjánsdóttir segist fylgjast vel með málinu.Vísir/Stefán KarlssonHanna Birna útlokar ekki lagasetninguHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fylgst verði með málinu næstu daga. „Á meðan ríkissáttasemjari fundar með samningsaðilum mun ríkisstjórnin að svo stöddu ekki aðhafast í málinu. Það er okkar von að samningsaðilar axli ábyrgð og leysi málið.“ Varðandi hugsanlega lagasetningu segir Hanna Birna: „Staðan eins og hún var í dag getur ekki gengið í mjög langan tíma. Við munum ekki setja lög á verkfallið nema í algerri neyð en ef til þess kemur öxlum ábyrgð til að tryggja að samgöngur inn og út úr landinu séu í lagi.“
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?