Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Ingvar Haraldsson skrifar 12. maí 2014 07:00 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir langt í land í deilu flugmanna og Icelandair. Vísir/Heiða Í gær féll niður 21 flugferð hjá Icelandair. Málið kemur í kjölfar tímabundins verkfalls á föstudaginn samhliða yfirvinnubanni sem mun gilda þar til samningar nást. Icelandair sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt var að flugferðir hefðu fallið niður vegna skæruhernaðar flugmanna. Hafsteinn Pálsson, formaður formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hafnar ásökunum Icelandair. „Málið snýst um að vegna yfirvinnubanns hafa flugmenn færst til á vöktum svo þeir fengu ekki nægjanlega hvíld. Því gat Icelandair ekki mannað ákveðin flug.“ Hafsteinn segir þó fjórum flugferðum hafa verið aflýst þrátt fyrir að búið væri að manna áhöfn. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafnar ásökunum Hafsteins. „Icelandair fellir ekki niður flugferðir nema í ýtrustu neyð. Það getur verið að í einhverjum tilfellum hafi verið búið að finna flugmenn en það dugar ekki til þegar farþegar eru strandaglópar annars staðar og forsendur flugsins því brostnar.“ Guðjón gerir ekki ráð fyrir að flugferðir muni raskast í dag. Hann segir þó að það geti orðið raunin að flugum verði aflýst með skömmum fyrirvara ef deilan leysist ekki. Samningsaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Hafsteinn segir mikið bera í millum. „Við munum ekki sætta okkur við kjararýrnun. Flugmenn vinna á taxta. Því geta flugmenn ekki samið um launahækkanir umfram kjarasamninga.“ Guðjón vill lítið tjá sig um samningsmarkmiðin en segir erfitt að vera bjartsýnn þegar kröfur flugmanna eru jafn miklar og raun ber vitni.Hanna Birna Kristjánsdóttir segist fylgjast vel með málinu.Vísir/Stefán KarlssonHanna Birna útlokar ekki lagasetninguHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fylgst verði með málinu næstu daga. „Á meðan ríkissáttasemjari fundar með samningsaðilum mun ríkisstjórnin að svo stöddu ekki aðhafast í málinu. Það er okkar von að samningsaðilar axli ábyrgð og leysi málið.“ Varðandi hugsanlega lagasetningu segir Hanna Birna: „Staðan eins og hún var í dag getur ekki gengið í mjög langan tíma. Við munum ekki setja lög á verkfallið nema í algerri neyð en ef til þess kemur öxlum ábyrgð til að tryggja að samgöngur inn og út úr landinu séu í lagi.“ Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Í gær féll niður 21 flugferð hjá Icelandair. Málið kemur í kjölfar tímabundins verkfalls á föstudaginn samhliða yfirvinnubanni sem mun gilda þar til samningar nást. Icelandair sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt var að flugferðir hefðu fallið niður vegna skæruhernaðar flugmanna. Hafsteinn Pálsson, formaður formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hafnar ásökunum Icelandair. „Málið snýst um að vegna yfirvinnubanns hafa flugmenn færst til á vöktum svo þeir fengu ekki nægjanlega hvíld. Því gat Icelandair ekki mannað ákveðin flug.“ Hafsteinn segir þó fjórum flugferðum hafa verið aflýst þrátt fyrir að búið væri að manna áhöfn. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafnar ásökunum Hafsteins. „Icelandair fellir ekki niður flugferðir nema í ýtrustu neyð. Það getur verið að í einhverjum tilfellum hafi verið búið að finna flugmenn en það dugar ekki til þegar farþegar eru strandaglópar annars staðar og forsendur flugsins því brostnar.“ Guðjón gerir ekki ráð fyrir að flugferðir muni raskast í dag. Hann segir þó að það geti orðið raunin að flugum verði aflýst með skömmum fyrirvara ef deilan leysist ekki. Samningsaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Hafsteinn segir mikið bera í millum. „Við munum ekki sætta okkur við kjararýrnun. Flugmenn vinna á taxta. Því geta flugmenn ekki samið um launahækkanir umfram kjarasamninga.“ Guðjón vill lítið tjá sig um samningsmarkmiðin en segir erfitt að vera bjartsýnn þegar kröfur flugmanna eru jafn miklar og raun ber vitni.Hanna Birna Kristjánsdóttir segist fylgjast vel með málinu.Vísir/Stefán KarlssonHanna Birna útlokar ekki lagasetninguHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fylgst verði með málinu næstu daga. „Á meðan ríkissáttasemjari fundar með samningsaðilum mun ríkisstjórnin að svo stöddu ekki aðhafast í málinu. Það er okkar von að samningsaðilar axli ábyrgð og leysi málið.“ Varðandi hugsanlega lagasetningu segir Hanna Birna: „Staðan eins og hún var í dag getur ekki gengið í mjög langan tíma. Við munum ekki setja lög á verkfallið nema í algerri neyð en ef til þess kemur öxlum ábyrgð til að tryggja að samgöngur inn og út úr landinu séu í lagi.“
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira