Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Ingvar Haraldsson skrifar 12. maí 2014 07:00 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir langt í land í deilu flugmanna og Icelandair. Vísir/Heiða Í gær féll niður 21 flugferð hjá Icelandair. Málið kemur í kjölfar tímabundins verkfalls á föstudaginn samhliða yfirvinnubanni sem mun gilda þar til samningar nást. Icelandair sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt var að flugferðir hefðu fallið niður vegna skæruhernaðar flugmanna. Hafsteinn Pálsson, formaður formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hafnar ásökunum Icelandair. „Málið snýst um að vegna yfirvinnubanns hafa flugmenn færst til á vöktum svo þeir fengu ekki nægjanlega hvíld. Því gat Icelandair ekki mannað ákveðin flug.“ Hafsteinn segir þó fjórum flugferðum hafa verið aflýst þrátt fyrir að búið væri að manna áhöfn. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafnar ásökunum Hafsteins. „Icelandair fellir ekki niður flugferðir nema í ýtrustu neyð. Það getur verið að í einhverjum tilfellum hafi verið búið að finna flugmenn en það dugar ekki til þegar farþegar eru strandaglópar annars staðar og forsendur flugsins því brostnar.“ Guðjón gerir ekki ráð fyrir að flugferðir muni raskast í dag. Hann segir þó að það geti orðið raunin að flugum verði aflýst með skömmum fyrirvara ef deilan leysist ekki. Samningsaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Hafsteinn segir mikið bera í millum. „Við munum ekki sætta okkur við kjararýrnun. Flugmenn vinna á taxta. Því geta flugmenn ekki samið um launahækkanir umfram kjarasamninga.“ Guðjón vill lítið tjá sig um samningsmarkmiðin en segir erfitt að vera bjartsýnn þegar kröfur flugmanna eru jafn miklar og raun ber vitni.Hanna Birna Kristjánsdóttir segist fylgjast vel með málinu.Vísir/Stefán KarlssonHanna Birna útlokar ekki lagasetninguHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fylgst verði með málinu næstu daga. „Á meðan ríkissáttasemjari fundar með samningsaðilum mun ríkisstjórnin að svo stöddu ekki aðhafast í málinu. Það er okkar von að samningsaðilar axli ábyrgð og leysi málið.“ Varðandi hugsanlega lagasetningu segir Hanna Birna: „Staðan eins og hún var í dag getur ekki gengið í mjög langan tíma. Við munum ekki setja lög á verkfallið nema í algerri neyð en ef til þess kemur öxlum ábyrgð til að tryggja að samgöngur inn og út úr landinu séu í lagi.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
Í gær féll niður 21 flugferð hjá Icelandair. Málið kemur í kjölfar tímabundins verkfalls á föstudaginn samhliða yfirvinnubanni sem mun gilda þar til samningar nást. Icelandair sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fullyrt var að flugferðir hefðu fallið niður vegna skæruhernaðar flugmanna. Hafsteinn Pálsson, formaður formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hafnar ásökunum Icelandair. „Málið snýst um að vegna yfirvinnubanns hafa flugmenn færst til á vöktum svo þeir fengu ekki nægjanlega hvíld. Því gat Icelandair ekki mannað ákveðin flug.“ Hafsteinn segir þó fjórum flugferðum hafa verið aflýst þrátt fyrir að búið væri að manna áhöfn. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, hafnar ásökunum Hafsteins. „Icelandair fellir ekki niður flugferðir nema í ýtrustu neyð. Það getur verið að í einhverjum tilfellum hafi verið búið að finna flugmenn en það dugar ekki til þegar farþegar eru strandaglópar annars staðar og forsendur flugsins því brostnar.“ Guðjón gerir ekki ráð fyrir að flugferðir muni raskast í dag. Hann segir þó að það geti orðið raunin að flugum verði aflýst með skömmum fyrirvara ef deilan leysist ekki. Samningsaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Hafsteinn segir mikið bera í millum. „Við munum ekki sætta okkur við kjararýrnun. Flugmenn vinna á taxta. Því geta flugmenn ekki samið um launahækkanir umfram kjarasamninga.“ Guðjón vill lítið tjá sig um samningsmarkmiðin en segir erfitt að vera bjartsýnn þegar kröfur flugmanna eru jafn miklar og raun ber vitni.Hanna Birna Kristjánsdóttir segist fylgjast vel með málinu.Vísir/Stefán KarlssonHanna Birna útlokar ekki lagasetninguHanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að fylgst verði með málinu næstu daga. „Á meðan ríkissáttasemjari fundar með samningsaðilum mun ríkisstjórnin að svo stöddu ekki aðhafast í málinu. Það er okkar von að samningsaðilar axli ábyrgð og leysi málið.“ Varðandi hugsanlega lagasetningu segir Hanna Birna: „Staðan eins og hún var í dag getur ekki gengið í mjög langan tíma. Við munum ekki setja lög á verkfallið nema í algerri neyð en ef til þess kemur öxlum ábyrgð til að tryggja að samgöngur inn og út úr landinu séu í lagi.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira