Aron var í sigurliðinu á æfingu í dag en hann setti inn mynd af sjálfum sér ásamt JermaineJones, BradDavis og BradGuzan á Instagram eftir æfinguna og skrifaði: „Auðveldur sigur á æfingu í dag!!“
Það virðist létt yfir bandaríska liðinu þó það eigi fyrir höndum gríðarlega erfiðan leik gegn Þýskalandi á fimmtudaginn.
Tap þar og sigur Gana á Portúgal getur sent Bandaríkjamenn heim sem yrðu grimm örlög í ljósi þess að Bandaríkin voru aðeins sekúndum frá því að vinna Portúgal í öðrum leik riðilsins.