Ein flatkaka á verði fimm pakka Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. júní 2014 18:33 Það getur komið mismikið við pyngju fólks að fá sér í gogginn eftir því hvar á landinu er verslað. Ferðamenn virðast þó ekki kippa sér upp við ofurháa verðlagningu á mat á veitinga- og kaffihúsum í kringum helstu ferðamannastaði landsins. Ferðamannaiðnaðurinn hefur varið ört vaxandi síðustu ár og er nú orðin stærsta útflutningsgrein landsins. Þessi aukni ferðamannastraumur endurspeglast til að mynda í hárri verðlagningu, en ferðamenn eru oft tilbúnir að greiða hærra verð fyrir mat og ýmiskonar varning heldur en gengur og gerist.Frétt sem birtist á Vísi í vikunni hefur farið hátt, en þar vekur Logi Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri athygli því að hann hafi keypt sér súkkulaðikökusneið á veitingastað á Mývatni og þurft að greiða fyrir tæplega þrettán hundruð krónur. Hann hafði orð á þessu við starfsstúlkuna sem sagði að þangað kæmu aldrei Íslendingar. Í kjölfarið hafa spunnist umræður um hvort Íslendingar séu farnir að okra um of á ferðamönnum. Fjölmargir tjáðu sig í athugasemdakerfi fréttarinnar og höfðu svipaða sögu að segja, þá bárust fréttastofu sambærileg dæmi um verðlagningu á matsölustöðum og gistihúsum landsins. Til dæmis kostaði lítill snakkpoki 600 krónur, diskur af kjötsúpu 2.500 krónur, soðinn fiskur með kartöflum og smjöri 3600 krónur og lítil maltdós 550 krónur. Sagan um tertusneiðina er síður en svo einsdæmi. Á kaffihúsi einu niður í bæ kostar heimabakað flatbrauð með hangikjöti 1290 krónur. Til að setja hlutina í samhengi er fyrir sömu upphæð hægt að kaupa fimm pakka af flatkökum og hangikjötspakka í matvöruverslun. En eru ferðamennirnir meðvitaðir um þetta? Stöð 2 tók nokkra þeirra tali í miðbæ Reykjavíkur í gær og svör þeirra má sjá í myndbandinu hér að ofan. Tengdar fréttir Óttast ekki að hátt verð dragi úr komu erlendra ferðamanna Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, fagnar umræðunni um málið og segir það vera neytenda en ekki ríkisins að sýna ferðaþjónustufyrirtækjum aðhald. 25. júní 2014 13:00 Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur "Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri. Verð miðað við útlendinga og Íslendingar verðlagðir út af markaðnum. 22. júní 2014 21:35 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Það getur komið mismikið við pyngju fólks að fá sér í gogginn eftir því hvar á landinu er verslað. Ferðamenn virðast þó ekki kippa sér upp við ofurháa verðlagningu á mat á veitinga- og kaffihúsum í kringum helstu ferðamannastaði landsins. Ferðamannaiðnaðurinn hefur varið ört vaxandi síðustu ár og er nú orðin stærsta útflutningsgrein landsins. Þessi aukni ferðamannastraumur endurspeglast til að mynda í hárri verðlagningu, en ferðamenn eru oft tilbúnir að greiða hærra verð fyrir mat og ýmiskonar varning heldur en gengur og gerist.Frétt sem birtist á Vísi í vikunni hefur farið hátt, en þar vekur Logi Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri athygli því að hann hafi keypt sér súkkulaðikökusneið á veitingastað á Mývatni og þurft að greiða fyrir tæplega þrettán hundruð krónur. Hann hafði orð á þessu við starfsstúlkuna sem sagði að þangað kæmu aldrei Íslendingar. Í kjölfarið hafa spunnist umræður um hvort Íslendingar séu farnir að okra um of á ferðamönnum. Fjölmargir tjáðu sig í athugasemdakerfi fréttarinnar og höfðu svipaða sögu að segja, þá bárust fréttastofu sambærileg dæmi um verðlagningu á matsölustöðum og gistihúsum landsins. Til dæmis kostaði lítill snakkpoki 600 krónur, diskur af kjötsúpu 2.500 krónur, soðinn fiskur með kartöflum og smjöri 3600 krónur og lítil maltdós 550 krónur. Sagan um tertusneiðina er síður en svo einsdæmi. Á kaffihúsi einu niður í bæ kostar heimabakað flatbrauð með hangikjöti 1290 krónur. Til að setja hlutina í samhengi er fyrir sömu upphæð hægt að kaupa fimm pakka af flatkökum og hangikjötspakka í matvöruverslun. En eru ferðamennirnir meðvitaðir um þetta? Stöð 2 tók nokkra þeirra tali í miðbæ Reykjavíkur í gær og svör þeirra má sjá í myndbandinu hér að ofan.
Tengdar fréttir Óttast ekki að hátt verð dragi úr komu erlendra ferðamanna Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, fagnar umræðunni um málið og segir það vera neytenda en ekki ríkisins að sýna ferðaþjónustufyrirtækjum aðhald. 25. júní 2014 13:00 Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur "Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri. Verð miðað við útlendinga og Íslendingar verðlagðir út af markaðnum. 22. júní 2014 21:35 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Óttast ekki að hátt verð dragi úr komu erlendra ferðamanna Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, fagnar umræðunni um málið og segir það vera neytenda en ekki ríkisins að sýna ferðaþjónustufyrirtækjum aðhald. 25. júní 2014 13:00
Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur "Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri. Verð miðað við útlendinga og Íslendingar verðlagðir út af markaðnum. 22. júní 2014 21:35