Ein flatkaka á verði fimm pakka Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. júní 2014 18:33 Það getur komið mismikið við pyngju fólks að fá sér í gogginn eftir því hvar á landinu er verslað. Ferðamenn virðast þó ekki kippa sér upp við ofurháa verðlagningu á mat á veitinga- og kaffihúsum í kringum helstu ferðamannastaði landsins. Ferðamannaiðnaðurinn hefur varið ört vaxandi síðustu ár og er nú orðin stærsta útflutningsgrein landsins. Þessi aukni ferðamannastraumur endurspeglast til að mynda í hárri verðlagningu, en ferðamenn eru oft tilbúnir að greiða hærra verð fyrir mat og ýmiskonar varning heldur en gengur og gerist.Frétt sem birtist á Vísi í vikunni hefur farið hátt, en þar vekur Logi Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri athygli því að hann hafi keypt sér súkkulaðikökusneið á veitingastað á Mývatni og þurft að greiða fyrir tæplega þrettán hundruð krónur. Hann hafði orð á þessu við starfsstúlkuna sem sagði að þangað kæmu aldrei Íslendingar. Í kjölfarið hafa spunnist umræður um hvort Íslendingar séu farnir að okra um of á ferðamönnum. Fjölmargir tjáðu sig í athugasemdakerfi fréttarinnar og höfðu svipaða sögu að segja, þá bárust fréttastofu sambærileg dæmi um verðlagningu á matsölustöðum og gistihúsum landsins. Til dæmis kostaði lítill snakkpoki 600 krónur, diskur af kjötsúpu 2.500 krónur, soðinn fiskur með kartöflum og smjöri 3600 krónur og lítil maltdós 550 krónur. Sagan um tertusneiðina er síður en svo einsdæmi. Á kaffihúsi einu niður í bæ kostar heimabakað flatbrauð með hangikjöti 1290 krónur. Til að setja hlutina í samhengi er fyrir sömu upphæð hægt að kaupa fimm pakka af flatkökum og hangikjötspakka í matvöruverslun. En eru ferðamennirnir meðvitaðir um þetta? Stöð 2 tók nokkra þeirra tali í miðbæ Reykjavíkur í gær og svör þeirra má sjá í myndbandinu hér að ofan. Tengdar fréttir Óttast ekki að hátt verð dragi úr komu erlendra ferðamanna Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, fagnar umræðunni um málið og segir það vera neytenda en ekki ríkisins að sýna ferðaþjónustufyrirtækjum aðhald. 25. júní 2014 13:00 Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur "Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri. Verð miðað við útlendinga og Íslendingar verðlagðir út af markaðnum. 22. júní 2014 21:35 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Það getur komið mismikið við pyngju fólks að fá sér í gogginn eftir því hvar á landinu er verslað. Ferðamenn virðast þó ekki kippa sér upp við ofurháa verðlagningu á mat á veitinga- og kaffihúsum í kringum helstu ferðamannastaði landsins. Ferðamannaiðnaðurinn hefur varið ört vaxandi síðustu ár og er nú orðin stærsta útflutningsgrein landsins. Þessi aukni ferðamannastraumur endurspeglast til að mynda í hárri verðlagningu, en ferðamenn eru oft tilbúnir að greiða hærra verð fyrir mat og ýmiskonar varning heldur en gengur og gerist.Frétt sem birtist á Vísi í vikunni hefur farið hátt, en þar vekur Logi Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri athygli því að hann hafi keypt sér súkkulaðikökusneið á veitingastað á Mývatni og þurft að greiða fyrir tæplega þrettán hundruð krónur. Hann hafði orð á þessu við starfsstúlkuna sem sagði að þangað kæmu aldrei Íslendingar. Í kjölfarið hafa spunnist umræður um hvort Íslendingar séu farnir að okra um of á ferðamönnum. Fjölmargir tjáðu sig í athugasemdakerfi fréttarinnar og höfðu svipaða sögu að segja, þá bárust fréttastofu sambærileg dæmi um verðlagningu á matsölustöðum og gistihúsum landsins. Til dæmis kostaði lítill snakkpoki 600 krónur, diskur af kjötsúpu 2.500 krónur, soðinn fiskur með kartöflum og smjöri 3600 krónur og lítil maltdós 550 krónur. Sagan um tertusneiðina er síður en svo einsdæmi. Á kaffihúsi einu niður í bæ kostar heimabakað flatbrauð með hangikjöti 1290 krónur. Til að setja hlutina í samhengi er fyrir sömu upphæð hægt að kaupa fimm pakka af flatkökum og hangikjötspakka í matvöruverslun. En eru ferðamennirnir meðvitaðir um þetta? Stöð 2 tók nokkra þeirra tali í miðbæ Reykjavíkur í gær og svör þeirra má sjá í myndbandinu hér að ofan.
Tengdar fréttir Óttast ekki að hátt verð dragi úr komu erlendra ferðamanna Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, fagnar umræðunni um málið og segir það vera neytenda en ekki ríkisins að sýna ferðaþjónustufyrirtækjum aðhald. 25. júní 2014 13:00 Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur "Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri. Verð miðað við útlendinga og Íslendingar verðlagðir út af markaðnum. 22. júní 2014 21:35 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Óttast ekki að hátt verð dragi úr komu erlendra ferðamanna Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, fagnar umræðunni um málið og segir það vera neytenda en ekki ríkisins að sýna ferðaþjónustufyrirtækjum aðhald. 25. júní 2014 13:00
Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur "Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri. Verð miðað við útlendinga og Íslendingar verðlagðir út af markaðnum. 22. júní 2014 21:35