Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2014 21:35 Logi tók mynd af kökunni og deildi á samskiptamiðlinum Facebook. Mynd/Logi Einarsson „Ég er skíthræddur um að græðgin geti leitt okkur í ógöngur,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, en honum ofbauð nýlega verðlagning á veitinga- og kaffihúsi í Mývatnssveit. Logi fór á kaffihúsið Vogafjós í Mývatnssveit og keypti sér súkkulaðiköku með rjóma. Þegar hann spurði þjónustustúlkuna, sem hann tekur sérstaklega fram að var bæði lipur og kurteis, hvort það væri örugglega rétt þegar hún rukkaði hann um 1290 krónur fyrir sneiðina, svaraði hún: „Það koma eiginlega aldrei Íslendingar hingað.“ „Ég held þetta sé bara græðgi. Það er verið að stilla verðinu eins hátt og mögulegt er. Verðið er greinilega ekki miðað við Íslendinga,“ segir Logi. Hann telur verðlagningu sem þessa geta haft slæmar afleiðingar í för með sér í stóra samhenginu. „Bæði að, þrátt fyrir að við búum núna við lágt gengi og eigum möguleika á því að sjá blómstrandi ferðaþjónustu, við spillum því með því að sprengja verðið upp úr öllu valdi, semsagt missum ferðamennina, og líka að koma í veg fyrir að Íslendingar hafi nokkurt efni á að ferðast um landið sitt. Þá situm við bara á sófanum heima og saumum út.“ Hann segir í raun verið að verðleggja Íslendinga út af markaðnum. „Ég er ekki bara að hugsa um að menn séu að skemma ferðaþjónustuna heldur ef menn ætla að stilla verðlagninguna eftir kaupgetu ferðamanna eiga Íslendingar ekki möguleika á því að ferðast innanlands.“ „Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum.“Eru Íslendingar gráðug þjóð?„Það er auðvitað freistandi fyrir alla að reyna að fá eins mikið út úr hlutunum og þeir geta en hins vegar þurfa menn að gæta sín, sýna framsýni og vera skynsamir. Láta sér nægja að taka það fyrir þjónustuna sem er eðlilegt og nægilegt.“ Hann vill ekki gagnrýna kaffihúsið Vogafjós sérstaklega heldur segir hann þetta sjálfsagt ekkert einsdæmi. „Ég vona að menn beri gæfu til þess að nýta sér þessar hagstæðu aðstæður í ferðaþjónustu og tjalda ekki til einnar nætur. Reyni að sýna útsjónarsemi og hafa einhverja framtíðarsýn.“Erum við að höggva hausinn af gullhænunni í græðgi okkar?„Tja. Við erum farin að reyta af henni fjaðrirnar já,“ segir Logi og hlær. „Stélfjaðrirnar.“ Post by Logi Einarsson. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
„Ég er skíthræddur um að græðgin geti leitt okkur í ógöngur,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, en honum ofbauð nýlega verðlagning á veitinga- og kaffihúsi í Mývatnssveit. Logi fór á kaffihúsið Vogafjós í Mývatnssveit og keypti sér súkkulaðiköku með rjóma. Þegar hann spurði þjónustustúlkuna, sem hann tekur sérstaklega fram að var bæði lipur og kurteis, hvort það væri örugglega rétt þegar hún rukkaði hann um 1290 krónur fyrir sneiðina, svaraði hún: „Það koma eiginlega aldrei Íslendingar hingað.“ „Ég held þetta sé bara græðgi. Það er verið að stilla verðinu eins hátt og mögulegt er. Verðið er greinilega ekki miðað við Íslendinga,“ segir Logi. Hann telur verðlagningu sem þessa geta haft slæmar afleiðingar í för með sér í stóra samhenginu. „Bæði að, þrátt fyrir að við búum núna við lágt gengi og eigum möguleika á því að sjá blómstrandi ferðaþjónustu, við spillum því með því að sprengja verðið upp úr öllu valdi, semsagt missum ferðamennina, og líka að koma í veg fyrir að Íslendingar hafi nokkurt efni á að ferðast um landið sitt. Þá situm við bara á sófanum heima og saumum út.“ Hann segir í raun verið að verðleggja Íslendinga út af markaðnum. „Ég er ekki bara að hugsa um að menn séu að skemma ferðaþjónustuna heldur ef menn ætla að stilla verðlagninguna eftir kaupgetu ferðamanna eiga Íslendingar ekki möguleika á því að ferðast innanlands.“ „Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum.“Eru Íslendingar gráðug þjóð?„Það er auðvitað freistandi fyrir alla að reyna að fá eins mikið út úr hlutunum og þeir geta en hins vegar þurfa menn að gæta sín, sýna framsýni og vera skynsamir. Láta sér nægja að taka það fyrir þjónustuna sem er eðlilegt og nægilegt.“ Hann vill ekki gagnrýna kaffihúsið Vogafjós sérstaklega heldur segir hann þetta sjálfsagt ekkert einsdæmi. „Ég vona að menn beri gæfu til þess að nýta sér þessar hagstæðu aðstæður í ferðaþjónustu og tjalda ekki til einnar nætur. Reyni að sýna útsjónarsemi og hafa einhverja framtíðarsýn.“Erum við að höggva hausinn af gullhænunni í græðgi okkar?„Tja. Við erum farin að reyta af henni fjaðrirnar já,“ segir Logi og hlær. „Stélfjaðrirnar.“ Post by Logi Einarsson.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira