Kökusneið á 1290 krónur: Hræddur um að græðgin leiði okkur í ógöngur Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2014 21:35 Logi tók mynd af kökunni og deildi á samskiptamiðlinum Facebook. Mynd/Logi Einarsson „Ég er skíthræddur um að græðgin geti leitt okkur í ógöngur,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, en honum ofbauð nýlega verðlagning á veitinga- og kaffihúsi í Mývatnssveit. Logi fór á kaffihúsið Vogafjós í Mývatnssveit og keypti sér súkkulaðiköku með rjóma. Þegar hann spurði þjónustustúlkuna, sem hann tekur sérstaklega fram að var bæði lipur og kurteis, hvort það væri örugglega rétt þegar hún rukkaði hann um 1290 krónur fyrir sneiðina, svaraði hún: „Það koma eiginlega aldrei Íslendingar hingað.“ „Ég held þetta sé bara græðgi. Það er verið að stilla verðinu eins hátt og mögulegt er. Verðið er greinilega ekki miðað við Íslendinga,“ segir Logi. Hann telur verðlagningu sem þessa geta haft slæmar afleiðingar í för með sér í stóra samhenginu. „Bæði að, þrátt fyrir að við búum núna við lágt gengi og eigum möguleika á því að sjá blómstrandi ferðaþjónustu, við spillum því með því að sprengja verðið upp úr öllu valdi, semsagt missum ferðamennina, og líka að koma í veg fyrir að Íslendingar hafi nokkurt efni á að ferðast um landið sitt. Þá situm við bara á sófanum heima og saumum út.“ Hann segir í raun verið að verðleggja Íslendinga út af markaðnum. „Ég er ekki bara að hugsa um að menn séu að skemma ferðaþjónustuna heldur ef menn ætla að stilla verðlagninguna eftir kaupgetu ferðamanna eiga Íslendingar ekki möguleika á því að ferðast innanlands.“ „Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum.“Eru Íslendingar gráðug þjóð?„Það er auðvitað freistandi fyrir alla að reyna að fá eins mikið út úr hlutunum og þeir geta en hins vegar þurfa menn að gæta sín, sýna framsýni og vera skynsamir. Láta sér nægja að taka það fyrir þjónustuna sem er eðlilegt og nægilegt.“ Hann vill ekki gagnrýna kaffihúsið Vogafjós sérstaklega heldur segir hann þetta sjálfsagt ekkert einsdæmi. „Ég vona að menn beri gæfu til þess að nýta sér þessar hagstæðu aðstæður í ferðaþjónustu og tjalda ekki til einnar nætur. Reyni að sýna útsjónarsemi og hafa einhverja framtíðarsýn.“Erum við að höggva hausinn af gullhænunni í græðgi okkar?„Tja. Við erum farin að reyta af henni fjaðrirnar já,“ segir Logi og hlær. „Stélfjaðrirnar.“ Post by Logi Einarsson. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Ég er skíthræddur um að græðgin geti leitt okkur í ógöngur,“ segir Logi Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, en honum ofbauð nýlega verðlagning á veitinga- og kaffihúsi í Mývatnssveit. Logi fór á kaffihúsið Vogafjós í Mývatnssveit og keypti sér súkkulaðiköku með rjóma. Þegar hann spurði þjónustustúlkuna, sem hann tekur sérstaklega fram að var bæði lipur og kurteis, hvort það væri örugglega rétt þegar hún rukkaði hann um 1290 krónur fyrir sneiðina, svaraði hún: „Það koma eiginlega aldrei Íslendingar hingað.“ „Ég held þetta sé bara græðgi. Það er verið að stilla verðinu eins hátt og mögulegt er. Verðið er greinilega ekki miðað við Íslendinga,“ segir Logi. Hann telur verðlagningu sem þessa geta haft slæmar afleiðingar í för með sér í stóra samhenginu. „Bæði að, þrátt fyrir að við búum núna við lágt gengi og eigum möguleika á því að sjá blómstrandi ferðaþjónustu, við spillum því með því að sprengja verðið upp úr öllu valdi, semsagt missum ferðamennina, og líka að koma í veg fyrir að Íslendingar hafi nokkurt efni á að ferðast um landið sitt. Þá situm við bara á sófanum heima og saumum út.“ Hann segir í raun verið að verðleggja Íslendinga út af markaðnum. „Ég er ekki bara að hugsa um að menn séu að skemma ferðaþjónustuna heldur ef menn ætla að stilla verðlagninguna eftir kaupgetu ferðamanna eiga Íslendingar ekki möguleika á því að ferðast innanlands.“ „Ég hef rosalegar áhyggjur af þessu líka að við ofbjóðum ferðamönnum.“Eru Íslendingar gráðug þjóð?„Það er auðvitað freistandi fyrir alla að reyna að fá eins mikið út úr hlutunum og þeir geta en hins vegar þurfa menn að gæta sín, sýna framsýni og vera skynsamir. Láta sér nægja að taka það fyrir þjónustuna sem er eðlilegt og nægilegt.“ Hann vill ekki gagnrýna kaffihúsið Vogafjós sérstaklega heldur segir hann þetta sjálfsagt ekkert einsdæmi. „Ég vona að menn beri gæfu til þess að nýta sér þessar hagstæðu aðstæður í ferðaþjónustu og tjalda ekki til einnar nætur. Reyni að sýna útsjónarsemi og hafa einhverja framtíðarsýn.“Erum við að höggva hausinn af gullhænunni í græðgi okkar?„Tja. Við erum farin að reyta af henni fjaðrirnar já,“ segir Logi og hlær. „Stélfjaðrirnar.“ Post by Logi Einarsson.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira