Helmingur prófa fellur niður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 16:39 "Þetta verður afgreitt með samræmdum hætti,“ segir Rúnar Vilhjálmsson. Verið er að vinna lista yfir þau próf sem heimilt verður að halda í Háskóla Íslands komi til verkfalls prófessora. Þá hafa allir prófessorar fengið upplýsingar um hvaða reglur munu gilda um prófahald í verkfalli. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. „Þetta er um helmingur námskeiða í Háskóla Íslands sem detta út komi til verkfalls en það er verið að sannreyna listann áður en hann verður gefinn út,“ segir Rúnar.„Það er því eðlilegt og við því að búast, að prófið fari fram á réttum tíma þrátt fyrir hugsanlegt verkfall prófessora,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson.vísir/valli„Prófið fari fram á réttum tíma“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, sendi tölvubréf til nemenda sinna í gær þess efnis að próf í hans áfanga verði haldin, sama hvort til verkfalls komi eður ei. Sagðist hann hafa samið prófið og komið því til réttra aðila. „Enginn félagi í Prófessorafélaginu kemur nálægt neinu í þessu ferli. Það er því eðlilegt og við því að búast, að prófið fari fram á réttum tíma þrátt fyrir hugsanlegt verkfall prófessora,“ segir í tölvupóstinum en mbl.is greindi frá málinu í dag. Þær reglur sem settar verða komi til verkfalls snúa að því að ef prófessor er umsjónakennari námskeiðs sem prófað er í, eða kemur að einhverju leyti að námsmati dagana 1. - 15. desember þá verður prófið í námskeiðinu ekki haldið.„Ekki einstaka kennara að túlka reglur“ Rúnar segist ekki tjá sig um einstök mál og vildi því ekki tjá sig um tölvupóst Hannesar en hann hefur enn ekki fengið póstinn í hendurnar. „Það eru almennar og tiltölulega skýrar reglur sem gefnar voru út og við sendum á alla prófessora og stjórnendur skólans. Það er ekki einstaka kennara að túlka reglur og viðmið varðandi framkvæmd verkfalla eða að hafa hver sinn háttinn á. Þetta verður afgreitt með samræmdum hætti,“ segir Rúnar. Birtir til í samningaviðræðum Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla munu leggja niður störf fyrstu tvær vikurnar í desember eða frá miðnætti 1. desember til 15. desember takist ekki að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið fyrir þann tíma. Jólapróf um 8000 stúdenta við háskóla landsins er í uppnámi komi til verkfallsins. Samninganefnd Félags prófessora fundaði með samninganefnd ríkisins í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Rúnar segir að eitthvað hafi þokast í viðræðunum og er bjartsýnni í dag en hann var í gær. Næsti fundur verður haldinn á föstudag. „Það voru stigin ákveðin skref í dag og ég vona að myndin verði enn skýrari næsta föstudag,“ segir Rúnar að lokum. Félagsmenn eru prófessorar sem fastráðnir eru við íslenska ríkisháskóla. Það er Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Prófessorar samþykktu verkfallsaðgerðir Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls samþykktu verkfallsaðgerðir. 11. nóvember 2014 11:59 Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, segir að það enga óskastöðu fyrir neinn komi til verkfalls prófessora. Miklir hagsmunir eru í húfi. 10. nóvember 2014 18:26 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við prófessora BHM, Bandalag háskólamanna, lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu Félags prófessora við ríkisháskóla og sanngjarnar kröfur þeirra um launaleiðréttingu 12. nóvember 2014 11:28 Vona að samningar náist við prófessora í tíma Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, efast um að kjaradeilan komi á borð nefndarinnar. 1. nóvember 2014 12:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Verið er að vinna lista yfir þau próf sem heimilt verður að halda í Háskóla Íslands komi til verkfalls prófessora. Þá hafa allir prófessorar fengið upplýsingar um hvaða reglur munu gilda um prófahald í verkfalli. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. „Þetta er um helmingur námskeiða í Háskóla Íslands sem detta út komi til verkfalls en það er verið að sannreyna listann áður en hann verður gefinn út,“ segir Rúnar.„Það er því eðlilegt og við því að búast, að prófið fari fram á réttum tíma þrátt fyrir hugsanlegt verkfall prófessora,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson.vísir/valli„Prófið fari fram á réttum tíma“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, sendi tölvubréf til nemenda sinna í gær þess efnis að próf í hans áfanga verði haldin, sama hvort til verkfalls komi eður ei. Sagðist hann hafa samið prófið og komið því til réttra aðila. „Enginn félagi í Prófessorafélaginu kemur nálægt neinu í þessu ferli. Það er því eðlilegt og við því að búast, að prófið fari fram á réttum tíma þrátt fyrir hugsanlegt verkfall prófessora,“ segir í tölvupóstinum en mbl.is greindi frá málinu í dag. Þær reglur sem settar verða komi til verkfalls snúa að því að ef prófessor er umsjónakennari námskeiðs sem prófað er í, eða kemur að einhverju leyti að námsmati dagana 1. - 15. desember þá verður prófið í námskeiðinu ekki haldið.„Ekki einstaka kennara að túlka reglur“ Rúnar segist ekki tjá sig um einstök mál og vildi því ekki tjá sig um tölvupóst Hannesar en hann hefur enn ekki fengið póstinn í hendurnar. „Það eru almennar og tiltölulega skýrar reglur sem gefnar voru út og við sendum á alla prófessora og stjórnendur skólans. Það er ekki einstaka kennara að túlka reglur og viðmið varðandi framkvæmd verkfalla eða að hafa hver sinn háttinn á. Þetta verður afgreitt með samræmdum hætti,“ segir Rúnar. Birtir til í samningaviðræðum Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla munu leggja niður störf fyrstu tvær vikurnar í desember eða frá miðnætti 1. desember til 15. desember takist ekki að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið fyrir þann tíma. Jólapróf um 8000 stúdenta við háskóla landsins er í uppnámi komi til verkfallsins. Samninganefnd Félags prófessora fundaði með samninganefnd ríkisins í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Rúnar segir að eitthvað hafi þokast í viðræðunum og er bjartsýnni í dag en hann var í gær. Næsti fundur verður haldinn á föstudag. „Það voru stigin ákveðin skref í dag og ég vona að myndin verði enn skýrari næsta föstudag,“ segir Rúnar að lokum. Félagsmenn eru prófessorar sem fastráðnir eru við íslenska ríkisháskóla. Það er Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla.
Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Prófessorar samþykktu verkfallsaðgerðir Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls samþykktu verkfallsaðgerðir. 11. nóvember 2014 11:59 Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, segir að það enga óskastöðu fyrir neinn komi til verkfalls prófessora. Miklir hagsmunir eru í húfi. 10. nóvember 2014 18:26 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við prófessora BHM, Bandalag háskólamanna, lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu Félags prófessora við ríkisháskóla og sanngjarnar kröfur þeirra um launaleiðréttingu 12. nóvember 2014 11:28 Vona að samningar náist við prófessora í tíma Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, efast um að kjaradeilan komi á borð nefndarinnar. 1. nóvember 2014 12:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23
Prófessorar samþykktu verkfallsaðgerðir Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls samþykktu verkfallsaðgerðir. 11. nóvember 2014 11:59
Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, segir að það enga óskastöðu fyrir neinn komi til verkfalls prófessora. Miklir hagsmunir eru í húfi. 10. nóvember 2014 18:26
Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00
Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25
Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við prófessora BHM, Bandalag háskólamanna, lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu Félags prófessora við ríkisháskóla og sanngjarnar kröfur þeirra um launaleiðréttingu 12. nóvember 2014 11:28
Vona að samningar náist við prófessora í tíma Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, efast um að kjaradeilan komi á borð nefndarinnar. 1. nóvember 2014 12:00