Karlmenn í forystu fyrir kvennastéttir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. janúar 2014 07:00 Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, segir að þar sem konur eru helmingur mannkyns ættu þær að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda. Mynd/Stefán Í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagi grunnskólakennara og Félagi leikskólakennara eru 82 til 97 prósent félagsmanna konur en það eru þó karlmenn sem fara fyrir forystu allra félaganna og sitja í formannssæti. Félagsmenn kjósa sína formenn og því eru það að meirihluta konur sem kjósa karla til formennsku í þessum tilfellum. Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur vill þó ekki taka undir hugmyndir um að konur treysti ekki konum til stjórnunarstarfa. „Í tilfelli leikskólakennara má líta á það sem klókt bragð að fá karlmann til formennsku. Eins og vitað er fá karlar sem ráðast til starfa á þessum vettvangi mikla athygli í samfélaginu, þetta er mögulega viðleitni til að þoka málum áfram í kjarabaráttu og auka virðingu fyrir stéttinni. Einnig gæti það leitt til þess að fleiri karlar sjái fyrir sér að starfa á þessum vettvangi.“ Gyða segir að samfélagið virðist virka þannig að frekar sé hlustað á karla og að þeirra kröfugerðir séu afgreiddar með öðrum hætti en kröfur kvenna. „En maður óttast að þetta verði til þess að festa þær hugmyndir í sessi og senda þau skilaboð til kvenna að halda áfram að vera sætar, halda kjafti og láta karlmenn sjá um hlutina.“ Fyrir fáeinum vikum var formannskjör í Kennarasambandi Íslands þar sem 80 prósent félagsmanna eru konur. Tveir menn buðu sig fram og því vaknar sú spurning hvort konur treysti sér ekki eða vilji ekki sinna stjórnarstörfum. „Þarna hefur samfélagið kennt okkur að karlmenn séu best til þess fallnir að vera leiðtogar. Það sýnir það með áþreifanlegum hætti þegar skoðað er hverjir eru forstjórar fyrirtækja og í helstu áhrifastöðum í samfélaginu. Flestir kannast við hugtakið glerþakið sem konur rekast á þegar þær reyna að komast til æðstu metorða. Hugtakið glerrúllustigi lýsir því hvernig karlmenn ferðast á toppinn.“ Gyða segir tilefni til að skoða þessa stöðu betur þar sem konur eru helmingur mannkyns og ættu að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda. Finnst henni þó ekki skipta höfuðmáli hvernig kynjaskiptingin er í félaginu. „Það væri til dæmis gaman að sjá konu sem væri formaður Landssambands lögreglumanna eða Rafiðnaðarsambands Íslands. Það væri svo sannarlega athyglisvert að sjá sömu þróun þar.“ Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagi grunnskólakennara og Félagi leikskólakennara eru 82 til 97 prósent félagsmanna konur en það eru þó karlmenn sem fara fyrir forystu allra félaganna og sitja í formannssæti. Félagsmenn kjósa sína formenn og því eru það að meirihluta konur sem kjósa karla til formennsku í þessum tilfellum. Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur vill þó ekki taka undir hugmyndir um að konur treysti ekki konum til stjórnunarstarfa. „Í tilfelli leikskólakennara má líta á það sem klókt bragð að fá karlmann til formennsku. Eins og vitað er fá karlar sem ráðast til starfa á þessum vettvangi mikla athygli í samfélaginu, þetta er mögulega viðleitni til að þoka málum áfram í kjarabaráttu og auka virðingu fyrir stéttinni. Einnig gæti það leitt til þess að fleiri karlar sjái fyrir sér að starfa á þessum vettvangi.“ Gyða segir að samfélagið virðist virka þannig að frekar sé hlustað á karla og að þeirra kröfugerðir séu afgreiddar með öðrum hætti en kröfur kvenna. „En maður óttast að þetta verði til þess að festa þær hugmyndir í sessi og senda þau skilaboð til kvenna að halda áfram að vera sætar, halda kjafti og láta karlmenn sjá um hlutina.“ Fyrir fáeinum vikum var formannskjör í Kennarasambandi Íslands þar sem 80 prósent félagsmanna eru konur. Tveir menn buðu sig fram og því vaknar sú spurning hvort konur treysti sér ekki eða vilji ekki sinna stjórnarstörfum. „Þarna hefur samfélagið kennt okkur að karlmenn séu best til þess fallnir að vera leiðtogar. Það sýnir það með áþreifanlegum hætti þegar skoðað er hverjir eru forstjórar fyrirtækja og í helstu áhrifastöðum í samfélaginu. Flestir kannast við hugtakið glerþakið sem konur rekast á þegar þær reyna að komast til æðstu metorða. Hugtakið glerrúllustigi lýsir því hvernig karlmenn ferðast á toppinn.“ Gyða segir tilefni til að skoða þessa stöðu betur þar sem konur eru helmingur mannkyns og ættu að sjálfsögðu að vera helmingur stjórnenda. Finnst henni þó ekki skipta höfuðmáli hvernig kynjaskiptingin er í félaginu. „Það væri til dæmis gaman að sjá konu sem væri formaður Landssambands lögreglumanna eða Rafiðnaðarsambands Íslands. Það væri svo sannarlega athyglisvert að sjá sömu þróun þar.“
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira