Um tónleika Justins Timberlake á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. febrúar 2014 09:30 Justin Timberlake skemmtir á Íslandi í ágúst Vísir/Getty Um tónleikana: Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 24. ágúst, daginn eftir Menningarnótt. Þetta verður í fyrsta sinn sem Justin Timberlake kemur fram á Íslandi. Tónleikarnir áttu í upphafi að vera í júní en sökum mikillar velgengni var þeim alltaf frestað. Ástæðan er sú að Justin Timberlake vill enda þennan hluta tónleikaferðalagsins á Íslandi. Tónleikarnir eru hluti af The 20/20 Experience World Tour en tónleikaferðin hófst 6. nóvember 2013 í New York og heimsækir Timberlake um 100 tónleikastaði úti um allan heim á ferðalagi sínu. Knattspyrnuhöllin Kórinn sem stendur við Vallakór 12, 203 Kópavogi, mun hýsa þennan stórfenglega viðburð. Miðasala hefst fimmtudaginn 6. mars klukkan 10.00 á Miði.is. en 16.000 miðar verða í boði á þremur verðsvæðum. Miðaverð og fyrirkomulag miðasölu verður tilkynnt í smáatriðum á allra næstu dögum. Meðlimir í The Tennessee Kids (#TNKids) sem er glænýr aðdáenda- klúbbur Justins Timberlake fá tækifæri til að kaupa miða í sérstakri forsölu þriðjudaginn 4. mars. Talið er að tvö íslensk fyrirtæki verði með forsölu daginn fyrir almennu miðasöluna. Þá er talið að eingöngu verði hægt að kaupa tíu miða í einu.Vísir/GettyUm Justin TimberlakeJustin Timberlake er fæddur í Memphis, Tennessee í Bandaríkjunum 31. janúar árið 1981. Hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið ellefu ára í sjónvarpsþáttunum Star Search og þar á eftir í þáttunum The Mickey Mouse Club en þar kynntist hann væntanlegri kærustu sinni til þriggja ára, Britney Spears. Timberlake er giftur leikkonunni Jessicu Biel en þau giftu sig í október árið 2012. Árið 1995 varð strákasveitin ´N Sync til og var Timberlake lykilmaður í þeirri sveit. Súkkulaðistrákarnir hafa selt yfir 50 milljónir platna á sínum ferli en þeir lögðu upp laupana árið 2002. Þó komu þeir saman á VMA hátíðinni á síðasta ári. Justin Timberlake hefur gefið út fjórar breiðskífur: Justified árið 2002, FutureSex/LoveSounds árið 2006, The 20/20 Experience og The 20/20 Experience – 2 of 2 sem báðar komu út árið 2013. Hann hefur unnið fjölda verðlauna og þar á meðal níu Grammy verðlaun og og fjögur Emmy verðlaun. Fyrir utan tónlistina hefur hann leikið í fjölda kvikmynda en er líklega þekktastur fyrir leik sinn í myndunum The Social Network, Friends With Benefits, Bad Teacher og Love Guru. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Um tónleikana: Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 24. ágúst, daginn eftir Menningarnótt. Þetta verður í fyrsta sinn sem Justin Timberlake kemur fram á Íslandi. Tónleikarnir áttu í upphafi að vera í júní en sökum mikillar velgengni var þeim alltaf frestað. Ástæðan er sú að Justin Timberlake vill enda þennan hluta tónleikaferðalagsins á Íslandi. Tónleikarnir eru hluti af The 20/20 Experience World Tour en tónleikaferðin hófst 6. nóvember 2013 í New York og heimsækir Timberlake um 100 tónleikastaði úti um allan heim á ferðalagi sínu. Knattspyrnuhöllin Kórinn sem stendur við Vallakór 12, 203 Kópavogi, mun hýsa þennan stórfenglega viðburð. Miðasala hefst fimmtudaginn 6. mars klukkan 10.00 á Miði.is. en 16.000 miðar verða í boði á þremur verðsvæðum. Miðaverð og fyrirkomulag miðasölu verður tilkynnt í smáatriðum á allra næstu dögum. Meðlimir í The Tennessee Kids (#TNKids) sem er glænýr aðdáenda- klúbbur Justins Timberlake fá tækifæri til að kaupa miða í sérstakri forsölu þriðjudaginn 4. mars. Talið er að tvö íslensk fyrirtæki verði með forsölu daginn fyrir almennu miðasöluna. Þá er talið að eingöngu verði hægt að kaupa tíu miða í einu.Vísir/GettyUm Justin TimberlakeJustin Timberlake er fæddur í Memphis, Tennessee í Bandaríkjunum 31. janúar árið 1981. Hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið ellefu ára í sjónvarpsþáttunum Star Search og þar á eftir í þáttunum The Mickey Mouse Club en þar kynntist hann væntanlegri kærustu sinni til þriggja ára, Britney Spears. Timberlake er giftur leikkonunni Jessicu Biel en þau giftu sig í október árið 2012. Árið 1995 varð strákasveitin ´N Sync til og var Timberlake lykilmaður í þeirri sveit. Súkkulaðistrákarnir hafa selt yfir 50 milljónir platna á sínum ferli en þeir lögðu upp laupana árið 2002. Þó komu þeir saman á VMA hátíðinni á síðasta ári. Justin Timberlake hefur gefið út fjórar breiðskífur: Justified árið 2002, FutureSex/LoveSounds árið 2006, The 20/20 Experience og The 20/20 Experience – 2 of 2 sem báðar komu út árið 2013. Hann hefur unnið fjölda verðlauna og þar á meðal níu Grammy verðlaun og og fjögur Emmy verðlaun. Fyrir utan tónlistina hefur hann leikið í fjölda kvikmynda en er líklega þekktastur fyrir leik sinn í myndunum The Social Network, Friends With Benefits, Bad Teacher og Love Guru.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira