„Það er bara verið að verðlauna karlana“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2014 14:27 Kristín var í kjörbúð þegar Vísir hafði samband við hana vegna ummæla Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. „Þetta er fyrst og fremst gamaldags hugsunarháttur,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Fréttatímanum í morgun. Þar er fjallað um kynjahalla meðal sendiherra en fjórfalt fleiri karlar eru sendiherrar en konur, 28 karlar og 7 konur. Aðspurður um hvað valdi þessum mun segir Gunnar Bragi að hefð og vinnuumhverfið sé ef til vill helsta ástæða misréttisins. „Það er alveg hárrétt, að þetta lítur ekki vel út,“ segir Gunnar Bragi. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu.“ Spurður hver ástæðan fyrir því sé svarar hann: „Það er í raun kannski hefðin sem ræður því. Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum.“Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu.Vísir/HaraldurKristín Ástgeirsdóttir segir í samtali við Vísi að utanríkisþjónustan hafi lengi verið karllæg. Ekki sé langt síðan að fyrsta konan hafi verið skipuð sendiherra og töluvert sé enn óunnið í þessum efnum. Að mati Kristínar má kynjahallann reka að töluverðu leyti þess að sendiherrastörfin eru ekki auglýst laus til umsóknar. „Það er bara verið að verðlauna karlana, á því liggur ekki nokkur vafi – þó konum hafi auðvitað verið að fjölga á síðustu árum,“ segir Kristín. Hún segir oft gleymast í umræðunni að flutningsskyldan á hendur sendiherrum eigi einnig við maka þeirra - sem eru af báðum kynjum. „Þetta gildir því bæði um konur og karla. Makar sendirherra þurfa oftar en ekki að rífa sig upp með rótum – frá starfsferli sínum, fjölskyldu og vinum – og setjast að á nýjum stað. Fólk er orðið svo menntað í dag og oftar en ekki reynist erfitt fyrir makana að fá vinnu við hæfi þegar út er komið. Það gleymist því oft að flutningurinn á jafnt við um bæði kynin, sama af hvoru kyni sendirherrann er,“ segir Kristín. Sagnfræðingurinn Kristín gefur einnig lítið fyrir ummæli Gunnars Braga um sólarhringslangan vinnutíma, íslenskar húsmæður hafi unnið myrkranna á milli allt frá landnámi og því ætti þeim að reynast hægðarleikur að sendiherrast á öllum tímum sólahringsins. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Þetta er fyrst og fremst gamaldags hugsunarháttur,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu, um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Fréttatímanum í morgun. Þar er fjallað um kynjahalla meðal sendiherra en fjórfalt fleiri karlar eru sendiherrar en konur, 28 karlar og 7 konur. Aðspurður um hvað valdi þessum mun segir Gunnar Bragi að hefð og vinnuumhverfið sé ef til vill helsta ástæða misréttisins. „Það er alveg hárrétt, að þetta lítur ekki vel út,“ segir Gunnar Bragi. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu.“ Spurður hver ástæðan fyrir því sé svarar hann: „Það er í raun kannski hefðin sem ræður því. Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum.“Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttistofu.Vísir/HaraldurKristín Ástgeirsdóttir segir í samtali við Vísi að utanríkisþjónustan hafi lengi verið karllæg. Ekki sé langt síðan að fyrsta konan hafi verið skipuð sendiherra og töluvert sé enn óunnið í þessum efnum. Að mati Kristínar má kynjahallann reka að töluverðu leyti þess að sendiherrastörfin eru ekki auglýst laus til umsóknar. „Það er bara verið að verðlauna karlana, á því liggur ekki nokkur vafi – þó konum hafi auðvitað verið að fjölga á síðustu árum,“ segir Kristín. Hún segir oft gleymast í umræðunni að flutningsskyldan á hendur sendiherrum eigi einnig við maka þeirra - sem eru af báðum kynjum. „Þetta gildir því bæði um konur og karla. Makar sendirherra þurfa oftar en ekki að rífa sig upp með rótum – frá starfsferli sínum, fjölskyldu og vinum – og setjast að á nýjum stað. Fólk er orðið svo menntað í dag og oftar en ekki reynist erfitt fyrir makana að fá vinnu við hæfi þegar út er komið. Það gleymist því oft að flutningurinn á jafnt við um bæði kynin, sama af hvoru kyni sendirherrann er,“ segir Kristín. Sagnfræðingurinn Kristín gefur einnig lítið fyrir ummæli Gunnars Braga um sólarhringslangan vinnutíma, íslenskar húsmæður hafi unnið myrkranna á milli allt frá landnámi og því ætti þeim að reynast hægðarleikur að sendiherrast á öllum tímum sólahringsins.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira