Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Atli Ísleifsson skrifar 1. ágúst 2014 19:47 Ráðherrann segir mjög líklega muni skipa fleiri sendiherra áður en kjörtímabilinu lýkur, konur og karla. Vísir/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, snúa út úr orðum hans um konur og sendiherrastöður sem hann lét falla í viðtali við Fréttatímann. Kristín ræddi málið í samtali við Vísi fyrr í dag. Gunnar Bragi segir í orðsendingu til Vísis að í viðtali hans við Fréttatímann hafi hann sagt að „það gæti verið að konur sækist síður eftir sendiherrastöðum þar sem slík störf kalla oft á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa.“ Segir Gunnar Bragi Kristínu tala um gamaldags hugsunarhátt og segi meðal annars að verið sé að verðlauna karlana. „Framkvæmdastjórinn kýs þannig að snúa út úr orðum mínum. Eins og fram kemur í orðum mínum þá segi ég „það gæti verið..“ og því ekki fullyrt um það enda veit ég þetta ekki.“ Ráðherrann segir það kannski lýsandi fyrir jafnréttisumræðuna að framkvæmdastýran horfi ekki á að í viðtalinu í Fréttatímanum sé jafnframt viðurkennt að þetta þurfi að laga. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár í viðbót til þess. Þótt ég hafi bara skipað karla í þetta skipti er ekki þar með sagt að það verði þannig.“ Gunnar Bragi segist sakna þess að framkvæmdastýran sé ekki launarmiðaðri í stað þess að saka menn um gamaldags vinnubrögð og að vera að verðlauna karla og gera þannig lítið úr hæfileikum þeirra. „Þá hef ég ekki orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni frá því ég kom í ráðuneytið.“ Segir ráðherrann að áður en kjörtímbabilinu ljúki muni hann „mjög líklega skipa fleiri sendiherra, konur og karla.“ Tengdar fréttir „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, snúa út úr orðum hans um konur og sendiherrastöður sem hann lét falla í viðtali við Fréttatímann. Kristín ræddi málið í samtali við Vísi fyrr í dag. Gunnar Bragi segir í orðsendingu til Vísis að í viðtali hans við Fréttatímann hafi hann sagt að „það gæti verið að konur sækist síður eftir sendiherrastöðum þar sem slík störf kalla oft á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa.“ Segir Gunnar Bragi Kristínu tala um gamaldags hugsunarhátt og segi meðal annars að verið sé að verðlauna karlana. „Framkvæmdastjórinn kýs þannig að snúa út úr orðum mínum. Eins og fram kemur í orðum mínum þá segi ég „það gæti verið..“ og því ekki fullyrt um það enda veit ég þetta ekki.“ Ráðherrann segir það kannski lýsandi fyrir jafnréttisumræðuna að framkvæmdastýran horfi ekki á að í viðtalinu í Fréttatímanum sé jafnframt viðurkennt að þetta þurfi að laga. „Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár í viðbót til þess. Þótt ég hafi bara skipað karla í þetta skipti er ekki þar með sagt að það verði þannig.“ Gunnar Bragi segist sakna þess að framkvæmdastýran sé ekki launarmiðaðri í stað þess að saka menn um gamaldags vinnubrögð og að vera að verðlauna karla og gera þannig lítið úr hæfileikum þeirra. „Þá hef ég ekki orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni frá því ég kom í ráðuneytið.“ Segir ráðherrann að áður en kjörtímbabilinu ljúki muni hann „mjög líklega skipa fleiri sendiherra, konur og karla.“
Tengdar fréttir „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
„Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27