Innlent

Skorið niður hjá Brunavörnum Suðurnesja

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bifreiðahlunnindum slökkviliðsstjóra og bílastyrkjum verður sagt upp.
Bifreiðahlunnindum slökkviliðsstjóra og bílastyrkjum verður sagt upp. vísir/gva
Stjórn Brunavarna Suðurnesja samþykkti á fundi sínum á mánudag að segja upp fastri yfirvinnu slökkviliðsstjóra og aðalsvarðstjóra (BS) frá og með áramótum. Þá verður ráðningasamningur við yfirmenn BS endurskoðaður og reksturinn allur. Stjórnin vill jafnframt hefja viðræður um mögulega sameiningu við slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í greinargerð um rekstur og tillögur um hvernig ná má fram hagræðingu í rekstri BS sem unnin var af Helgu Jóhönnu Oddsdóttur, ráðgjafa frá Carpe Diem og Kristjáni Jóhannssyni formanni stjórnar BS. Greinargerðin kemur í kjölfar fjárhagsúttektar Reykjanesbæjar en bærinn skuldar um fjörutíu milljarða króna. Tillögurnar voru allar samþykktar samhljóða fundi stjórnarinnar.

Bifreiðahlunnindum slökkviliðsstjóra verður sagt upp en hingað til hefur hann haft til umráða Toyota Land Cruiser bifreið til afnota þegar hann er á bakvakt.

Bifreiðastyrkjum verður jafnframt sagt upp og greitt verður samkvæmt akstursbók. Fólksbílaeign verður endurskoðuð en í dag eru fimm fólksbílar í rekstri. Stefnt er að fækkun um tvo.

Allir samningar við byrgja og seljendur þjónustu sem BS verða endurskoðaðir, meðal annars þeim er tengjast einkennisfatnaði, hreinlætisvörum, olíu, bensíni, fæði starfsmanna og fleira. Þá hættir BS að greiða fyrir maka slökkviliðsmanna í líkamsrækt.

Helga Jóhanna mun halda áfram vinnu varðandi fjárhagsáætlun 2015 og tímum hennar fjölgað um 15.


Tengdar fréttir

Tiltekt boðuð hjá Reykjanesbæ

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar er þakklátur fyrir málefnalegan og góðan íbúafund í Stapa. Þar var sýnt fram á gríðarlega erfiða stöðu sveitarfélagsins og tiltekt boðuð í framhaldinu í bókhaldi Reykjanesbæjar. Gefur fyrri meirihluta ekki góða einkunn fy

Gríðarlegur niðurskurður áformaður í Reykjanesbæ

Skýrsla Haraldar L. Haraldssonar á rekstrarstöðu Reykjanesbæjar dregur upp dökka mynd af rekstrarstöðu bæjarins. Skýrslan og áætlun KPMG um aðgerðir til að snúa stöðunni við voru kynntar á íbúafundi í gær.

Hvað segja íbúar Reykjanesbæjar?

Reykjanesbær stendur á tímamótum og þarf að taka til í rekstri bæjarins næsta áratuginn. Fréttastofa spurði íbúa hvernig þeim litist á blikuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×