Skorið niður hjá Brunavörnum Suðurnesja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. desember 2014 14:28 Bifreiðahlunnindum slökkviliðsstjóra og bílastyrkjum verður sagt upp. vísir/gva Stjórn Brunavarna Suðurnesja samþykkti á fundi sínum á mánudag að segja upp fastri yfirvinnu slökkviliðsstjóra og aðalsvarðstjóra (BS) frá og með áramótum. Þá verður ráðningasamningur við yfirmenn BS endurskoðaður og reksturinn allur. Stjórnin vill jafnframt hefja viðræður um mögulega sameiningu við slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í greinargerð um rekstur og tillögur um hvernig ná má fram hagræðingu í rekstri BS sem unnin var af Helgu Jóhönnu Oddsdóttur, ráðgjafa frá Carpe Diem og Kristjáni Jóhannssyni formanni stjórnar BS. Greinargerðin kemur í kjölfar fjárhagsúttektar Reykjanesbæjar en bærinn skuldar um fjörutíu milljarða króna. Tillögurnar voru allar samþykktar samhljóða fundi stjórnarinnar. Bifreiðahlunnindum slökkviliðsstjóra verður sagt upp en hingað til hefur hann haft til umráða Toyota Land Cruiser bifreið til afnota þegar hann er á bakvakt. Bifreiðastyrkjum verður jafnframt sagt upp og greitt verður samkvæmt akstursbók. Fólksbílaeign verður endurskoðuð en í dag eru fimm fólksbílar í rekstri. Stefnt er að fækkun um tvo. Allir samningar við byrgja og seljendur þjónustu sem BS verða endurskoðaðir, meðal annars þeim er tengjast einkennisfatnaði, hreinlætisvörum, olíu, bensíni, fæði starfsmanna og fleira. Þá hættir BS að greiða fyrir maka slökkviliðsmanna í líkamsrækt. Helga Jóhanna mun halda áfram vinnu varðandi fjárhagsáætlun 2015 og tímum hennar fjölgað um 15. Tengdar fréttir Tiltekt boðuð hjá Reykjanesbæ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar er þakklátur fyrir málefnalegan og góðan íbúafund í Stapa. Þar var sýnt fram á gríðarlega erfiða stöðu sveitarfélagsins og tiltekt boðuð í framhaldinu í bókhaldi Reykjanesbæjar. Gefur fyrri meirihluta ekki góða einkunn fy 31. október 2014 08:30 Laun bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ lækka Bæjarfulltrúar ákváðu á bæjarráðsfundi í gær að lækka laun sín um fimm prósent. 14. nóvember 2014 09:54 Gríðarlegur niðurskurður áformaður í Reykjanesbæ Skýrsla Haraldar L. Haraldssonar á rekstrarstöðu Reykjanesbæjar dregur upp dökka mynd af rekstrarstöðu bæjarins. Skýrslan og áætlun KPMG um aðgerðir til að snúa stöðunni við voru kynntar á íbúafundi í gær. 30. október 2014 07:00 Hvað segja íbúar Reykjanesbæjar? Reykjanesbær stendur á tímamótum og þarf að taka til í rekstri bæjarins næsta áratuginn. Fréttastofa spurði íbúa hvernig þeim litist á blikuna. 31. október 2014 08:13 Nær stanslaus taprekstur hjá Reykjanesbæ Lög um sveitarfélög leyfa ekki hallarekstur eins og tíðkast hefur hjá sveitarfélaginu. 30. október 2014 20:45 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Stjórn Brunavarna Suðurnesja samþykkti á fundi sínum á mánudag að segja upp fastri yfirvinnu slökkviliðsstjóra og aðalsvarðstjóra (BS) frá og með áramótum. Þá verður ráðningasamningur við yfirmenn BS endurskoðaður og reksturinn allur. Stjórnin vill jafnframt hefja viðræður um mögulega sameiningu við slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í greinargerð um rekstur og tillögur um hvernig ná má fram hagræðingu í rekstri BS sem unnin var af Helgu Jóhönnu Oddsdóttur, ráðgjafa frá Carpe Diem og Kristjáni Jóhannssyni formanni stjórnar BS. Greinargerðin kemur í kjölfar fjárhagsúttektar Reykjanesbæjar en bærinn skuldar um fjörutíu milljarða króna. Tillögurnar voru allar samþykktar samhljóða fundi stjórnarinnar. Bifreiðahlunnindum slökkviliðsstjóra verður sagt upp en hingað til hefur hann haft til umráða Toyota Land Cruiser bifreið til afnota þegar hann er á bakvakt. Bifreiðastyrkjum verður jafnframt sagt upp og greitt verður samkvæmt akstursbók. Fólksbílaeign verður endurskoðuð en í dag eru fimm fólksbílar í rekstri. Stefnt er að fækkun um tvo. Allir samningar við byrgja og seljendur þjónustu sem BS verða endurskoðaðir, meðal annars þeim er tengjast einkennisfatnaði, hreinlætisvörum, olíu, bensíni, fæði starfsmanna og fleira. Þá hættir BS að greiða fyrir maka slökkviliðsmanna í líkamsrækt. Helga Jóhanna mun halda áfram vinnu varðandi fjárhagsáætlun 2015 og tímum hennar fjölgað um 15.
Tengdar fréttir Tiltekt boðuð hjá Reykjanesbæ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar er þakklátur fyrir málefnalegan og góðan íbúafund í Stapa. Þar var sýnt fram á gríðarlega erfiða stöðu sveitarfélagsins og tiltekt boðuð í framhaldinu í bókhaldi Reykjanesbæjar. Gefur fyrri meirihluta ekki góða einkunn fy 31. október 2014 08:30 Laun bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ lækka Bæjarfulltrúar ákváðu á bæjarráðsfundi í gær að lækka laun sín um fimm prósent. 14. nóvember 2014 09:54 Gríðarlegur niðurskurður áformaður í Reykjanesbæ Skýrsla Haraldar L. Haraldssonar á rekstrarstöðu Reykjanesbæjar dregur upp dökka mynd af rekstrarstöðu bæjarins. Skýrslan og áætlun KPMG um aðgerðir til að snúa stöðunni við voru kynntar á íbúafundi í gær. 30. október 2014 07:00 Hvað segja íbúar Reykjanesbæjar? Reykjanesbær stendur á tímamótum og þarf að taka til í rekstri bæjarins næsta áratuginn. Fréttastofa spurði íbúa hvernig þeim litist á blikuna. 31. október 2014 08:13 Nær stanslaus taprekstur hjá Reykjanesbæ Lög um sveitarfélög leyfa ekki hallarekstur eins og tíðkast hefur hjá sveitarfélaginu. 30. október 2014 20:45 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Tiltekt boðuð hjá Reykjanesbæ Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar er þakklátur fyrir málefnalegan og góðan íbúafund í Stapa. Þar var sýnt fram á gríðarlega erfiða stöðu sveitarfélagsins og tiltekt boðuð í framhaldinu í bókhaldi Reykjanesbæjar. Gefur fyrri meirihluta ekki góða einkunn fy 31. október 2014 08:30
Laun bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ lækka Bæjarfulltrúar ákváðu á bæjarráðsfundi í gær að lækka laun sín um fimm prósent. 14. nóvember 2014 09:54
Gríðarlegur niðurskurður áformaður í Reykjanesbæ Skýrsla Haraldar L. Haraldssonar á rekstrarstöðu Reykjanesbæjar dregur upp dökka mynd af rekstrarstöðu bæjarins. Skýrslan og áætlun KPMG um aðgerðir til að snúa stöðunni við voru kynntar á íbúafundi í gær. 30. október 2014 07:00
Hvað segja íbúar Reykjanesbæjar? Reykjanesbær stendur á tímamótum og þarf að taka til í rekstri bæjarins næsta áratuginn. Fréttastofa spurði íbúa hvernig þeim litist á blikuna. 31. október 2014 08:13
Nær stanslaus taprekstur hjá Reykjanesbæ Lög um sveitarfélög leyfa ekki hallarekstur eins og tíðkast hefur hjá sveitarfélaginu. 30. október 2014 20:45