Gríðarlegur niðurskurður áformaður í Reykjanesbæ Sveinn Arnarsson skrifar 30. október 2014 07:00 Skýrsla Haraldar L. Haraldssonar á rekstrarstöðu Reykjanesbæjar dregur upp dökka mynd af rekstrarstöðu bæjarins. Skýrslan og áætlun KPMG um aðgerðir til að snúa stöðunni við voru kynntar á íbúafundi í gær. mynd/víkurfréttir Skýrslur KPMG og Haraldar Líndal Haraldssonar voru kynntar á íbúafundi í Stapanum í Reykjanesbæ í gær. Skýrslurnar sýna að fjárhagsleg staða bæjarins er gífurlega erfið og þarf að grípa til margvíslegra aðhaldsaðgerða til að snúa stöðunni við. Reykjanesbær er skuldugasta sveitarfélag landsins. Skýrsla Haraldar Haraldssonar fer yfir rekstur sveitarfélagsins frá árinu 2003. Þar kemur fram að aðeins einu sinni hefur rekstur sveitarfélagsins verið réttum megin við núllið. Uppsafnaður halli á rekstri sveitarfélagsins á þessu tímabili er um 25 milljarðar króna. Skuldahlutfall bæjarfélagsins, skuldir sem hlutfall af reglulegum tekjum bæjarins, er um 270%. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega sveitarfélög ekki skulda meira en 150% af reglulegum tekjum. Árið 2002 skuldaði Reykjanesbær 8,3 milljarða króna. Sú tala var komin upp í 40 milljarða árið 2013. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir verkefnið fram undan, að koma skikki á rekstur sveitarfélagsins eftir áratuga hallarekstur, afar krefjandi. „Þetta verður erfitt, nú þurfum við að auka framlegð sveitarfélagsins um næstum einn milljarð árlega. Þessu munum við ná með því að auka tekjur um 400 milljónir króna og hagræða um 5% í rekstri sveitarfélagsins.“ Kjartan segir samstöðu ríkja um næstu skref. „Við munum kappkosta að verja grunnþjónustu sveitarfélagsins með öllum ráðum. Mikilvægast þó í öllu þessu er að allir bæjarfulltrúar, hvort sem þeir eru í meirihluta eða minnihluta, standi saman að þeim verkefnum sem þarf að ganga í. Það mun taka sveitarfélagið um átta ár að komast niður fyrir skuldaviðmið sveitarfélaga og munum við kappkosta að ná því markmiði.“ Haraldur leggur til í skýrslu sinni ýmsar tillögur sem miða að því að rétta stöðu sveitarfélagsins. Veigamestu tillögur Haraldar snúa að lækkun launakostnaðar sveitarfélagsins. Gerir hann að tillögu sinni að yfirvinnubann verði sett á í Reykjanesbæ og aðeins verði heimil yfirvinna í undantekningartilfellum og þá með samþykki bæjarstjóra eða fjármálastjóra. Einnig leggur hann til að laun verði greidd samkvæmt kjarasamningum. Ef um sé að ræða hærri laun vegna óunninnar yfirvinnu verði þeir samningar teknir til endurskoðunar. Að lokum leggur Haraldur til að greiðslur bifreiðastyrkja samkvæmt samningum verði teknar til endurskoðunar og aðeins greitt fyrir raunverulegan akstur. Samhliða skýrslu Haraldar kynnti KPMG samantekt sína um leið til að snúa stöðunni við. Sú áætlun nefnist „Sóknin“ þar sem ítarlega er farið yfir hvernig hægt er að bæta stöðu Reykjanesbæjar. Tillögurnar miða að því að skera niður rekstrarkostnað um 500 milljónir króna og auka tekjur bæjarsjóðs um 400 milljónir. Reykjanesbær þurfi um 900 milljónir í aukna framlegð til að bæta hag bæjarins. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Skýrslur KPMG og Haraldar Líndal Haraldssonar voru kynntar á íbúafundi í Stapanum í Reykjanesbæ í gær. Skýrslurnar sýna að fjárhagsleg staða bæjarins er gífurlega erfið og þarf að grípa til margvíslegra aðhaldsaðgerða til að snúa stöðunni við. Reykjanesbær er skuldugasta sveitarfélag landsins. Skýrsla Haraldar Haraldssonar fer yfir rekstur sveitarfélagsins frá árinu 2003. Þar kemur fram að aðeins einu sinni hefur rekstur sveitarfélagsins verið réttum megin við núllið. Uppsafnaður halli á rekstri sveitarfélagsins á þessu tímabili er um 25 milljarðar króna. Skuldahlutfall bæjarfélagsins, skuldir sem hlutfall af reglulegum tekjum bæjarins, er um 270%. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega sveitarfélög ekki skulda meira en 150% af reglulegum tekjum. Árið 2002 skuldaði Reykjanesbær 8,3 milljarða króna. Sú tala var komin upp í 40 milljarða árið 2013. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir verkefnið fram undan, að koma skikki á rekstur sveitarfélagsins eftir áratuga hallarekstur, afar krefjandi. „Þetta verður erfitt, nú þurfum við að auka framlegð sveitarfélagsins um næstum einn milljarð árlega. Þessu munum við ná með því að auka tekjur um 400 milljónir króna og hagræða um 5% í rekstri sveitarfélagsins.“ Kjartan segir samstöðu ríkja um næstu skref. „Við munum kappkosta að verja grunnþjónustu sveitarfélagsins með öllum ráðum. Mikilvægast þó í öllu þessu er að allir bæjarfulltrúar, hvort sem þeir eru í meirihluta eða minnihluta, standi saman að þeim verkefnum sem þarf að ganga í. Það mun taka sveitarfélagið um átta ár að komast niður fyrir skuldaviðmið sveitarfélaga og munum við kappkosta að ná því markmiði.“ Haraldur leggur til í skýrslu sinni ýmsar tillögur sem miða að því að rétta stöðu sveitarfélagsins. Veigamestu tillögur Haraldar snúa að lækkun launakostnaðar sveitarfélagsins. Gerir hann að tillögu sinni að yfirvinnubann verði sett á í Reykjanesbæ og aðeins verði heimil yfirvinna í undantekningartilfellum og þá með samþykki bæjarstjóra eða fjármálastjóra. Einnig leggur hann til að laun verði greidd samkvæmt kjarasamningum. Ef um sé að ræða hærri laun vegna óunninnar yfirvinnu verði þeir samningar teknir til endurskoðunar. Að lokum leggur Haraldur til að greiðslur bifreiðastyrkja samkvæmt samningum verði teknar til endurskoðunar og aðeins greitt fyrir raunverulegan akstur. Samhliða skýrslu Haraldar kynnti KPMG samantekt sína um leið til að snúa stöðunni við. Sú áætlun nefnist „Sóknin“ þar sem ítarlega er farið yfir hvernig hægt er að bæta stöðu Reykjanesbæjar. Tillögurnar miða að því að skera niður rekstrarkostnað um 500 milljónir króna og auka tekjur bæjarsjóðs um 400 milljónir. Reykjanesbær þurfi um 900 milljónir í aukna framlegð til að bæta hag bæjarins.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira