Innlent

Laun bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ lækka

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Skuldir Reykjanesbæjar nema um 40 millörðum króna.
Skuldir Reykjanesbæjar nema um 40 millörðum króna. Vísir/GVA
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að lækka föst laun bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanna um fimm prósent. Er það liður í aðhaldsaðgerðum í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2015.

Bærinn er afar skuldugur en skuldirnar nema um fjörutíu milljörðum króna að því er fram kom í fjárhagsúttekt bæjarins sem kynnt var í lok október. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×