Enski boltinn

Pulis að taka við WBA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pulis.
Pulis. Vísir/Getty
Tony Pulis er við það að taka við West Bromwich Albion, en BBC greinir frá þessu á vef sínum. Alan Irvine var rekinn frá WBA á dögunum og á Pulis að fylla í hans skarð.

Þessi 56 ára gamli fyrrum þjálfari Stoke og Crystal Palace verður líklega tilkynntur sem þjálfari liðsins á þriðjudag. Líkur eru á að hann verði í stúkunni á morgun þegar liðið heimsækir West Ham á Upton Park.

Pulis verður fjórði þjálfari WBA á rúmu ári, en það er ekki talið koma í veg fyrir að hann taki við starfinu.

WBA er í sextánda sæti úrvalsdeildarinnar, stigi fyrir ofan fallsæti eftir 2-0 tap gegn Stoke á sunnudag. Irvine vann einungis fjóra af 19 leikjum sínum, en Pulis gerði virkilega vel í fyrra þegar hann hélt Crystal Palace í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×