Enski boltinn

Áfall fyrir Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Howard í eldlínunni með Everton.
Howard í eldlínunni með Everton. Vísir/Getty
Everton varð fyrir áfalli í gær þegar ljóst var að markvörður þeirra, Tim Howard, muni verða frá í allt að sex vikur. Howard glímir við meiðsla á kálfa, en hann meiddist gegn Stoke á annan í jólum.

Joel Robles stóð vaktina eftir að Howard fór útaf gegn Stoke og Joel var einnig í markinu gegn Newcastle á sunnudag.

„Tim Howard verður frá í fjórar til sex vikur vegna kálfameiðsla," sagði Roberto Martinez, stjóri Everton og bætti við: „Mér fannst Joel vera rólegur gegn Stoke og hann gerði einnig vel gegn Newcastle, en við munum sjá til hvort við þurfum nýjan mann inn."

Everton hefur ekki gengið sem skildi á tímabilinu og situr í tólfta sæti deildarinnar, einungis fimm stigum frá fallsæti. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og segir Martinez þetta vera mikið áfall að missa bandaríska markvörðinn í meiðsli.

„Það er mikil misisr fyrir okkur að missa Tim, ekki bara á vellinum heldur einnig bara að hafa hann í klefanum. Hann er mikilvægur fyrir yngri leikmnennina og viskuna sem hann kemur með inn í búningsklefann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×