Á ekki að draga úr vægi trúarlegs efnis í hátíðardagskrá RÚV Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. október 2014 12:43 Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að þó svo að jólatónleikar Fíladelfíu-kirkjunnar verði ekki á dagskrá Ríkissjónvarpsins sé ekki verið að draga úr vægi trúarlegs efnis í hátíðardagskránni. Í samtali við Vísi í lýsti Óskar Einarsson, tónlistarstjóri Fíladelfíu-kirkjunnar, yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnenda RÚV að taka árlega jólatónleika safnaðarins af dagskrá í ár. Óskar fékk bréf frá stjórnendum RÚV og þar voru tvær ástæður nefndar fyrir þessari ákvörðun, annars vegar sú að útsending tónleikanna rúmist ekki innan fjárhagsáætlunar RÚV og hins vegar að ekki sé hægt að réttlæta það að sami hópurinn komist að ár eftir ár. Í frétt Vísis kom fram að tónleikarnir hafi verið á dagskrá RÚV árlega frá 2001. Skarphéðinn segir það ekki rétt. „Vissulega hafa hinir ágætu árvissu tónleikar Fíladelfíu verið reglulega á dagskrá RÚV á undanförnum árum, þó ekki árlega, því þeir voru til að mynda ekki á dagskrá um þar síðustu jól.“Skiptir kostnaður raunverulega máli? Í bréfinu var meðlimum Fíladelfíu-kirkjunnar tjáð að útsending frá tónleikunum rúmaðist ekki innan fjárhagsáætlunar stofnunarinnar. Óskar sagðist í samtali við Vísi gefa lítið fyrir þá útskýringu. „RÚV hefur fengið þetta á silfurfati, þeir hafa ekkert þurft að borga fyrir þetta. Þeir eru bara með sitt fólk í vinnu sem kemur og tekur upp. Við sjáum um hljóðvinnslu og borgum með þessu, það hefur verið allt að ein og hálf milljón sem við borgum með. Þannig að þetta snýst ekkert um kostnað.“ Þegar Skarphéðinn dagskrárstjóri er spurður út í það hvort kostnaður hafi í raun haft áhrif á þessa ákvörðun stjórnenda RÚV að taka Fíladelfíu-tónleikana af dagskrá, svaraði hann svo: „Að sjálfsögðu þarf RÚV að kosta talsverðu til við upptöku á svo viðamiklum tónlistarviðburði, bæði í launa- og tækjakostnaði. Slíkt fæst aldrei á silfurfati þótt framlag Fíladelfíunnar til dagskrárgerðarinnar hafi vissulega verið ríkulegt, rausnarlegt og ákaflega vel þegið. Það liggur í augum uppi að þegar fjárráð eru takmörkuð þarf að forgangsraða, að velja og hafna, og seint verður hægt að sinna og bjóða upp á allt það áhugaverða efni og viðburði sem okkur standa til boða. Fjölbreytni í verkefnavali er eitt af okkar forgangsmálum, að leita leiða til að sinna fleirum af þeim einstaklega frambærulegu menningarviðburðum sem í boði eru og það framar öðru réði ákvörðun okkar að þessu sinni. En ég ítreka að það eru fullur vilji til að bjóða í framtíðinni upp á upptökur frá hinum vinsælu tónleikum Fíladelfíu, rétt eins og aðra frambærilega menningarviðburði, árvissa eða einstaka.Mikið úrvalSkarphéðinn segir að ekki standi til að „draga úr trúarlegum vísunum í komandi hátíðardagskrá RÚV“. „Nægir þar að nefna að boðið verður uppá upptöku frá jólatónleikum Rásar 1 sem haldnir verða í Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar en þar verður á efnisskrá þjóðleg jólatónlist í flutningi Graduale nobili. Það er mjög mikið framboð af afar frambærilegum jólatónleikum og viljum við framar öllu stuðla að fjölbreytni í verkefnavali og finna svigrúm til að sinna fleiri viðburðum en gert hefur verið á liðunum árum.“ Hann segir að það geti vel verið að jólatónleikar Fíladelfíu-kirkjunnar verði aftur á dagskrá RÚV í framtíðinni. svigrúm til að sinna fleiri viðburðum en gert hefur verið á liðunum árum. Við útilokum því alls ekki að boðið verði aftur upp á tónleika Fíladelfíu að ári, sé áhuginn gagnkvæmur, enda einkar vel heppnaður tónlistarviðburður og vinsæll. Við þetta má svo bæta að upptaka frá aftansöng jóla verður að sjálfsögðu á sínum stað í dagskrá sjónvarps á aðfangadagskvöld.“ Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir að þó svo að jólatónleikar Fíladelfíu-kirkjunnar verði ekki á dagskrá Ríkissjónvarpsins sé ekki verið að draga úr vægi trúarlegs efnis í hátíðardagskránni. Í samtali við Vísi í lýsti Óskar Einarsson, tónlistarstjóri Fíladelfíu-kirkjunnar, yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnenda RÚV að taka árlega jólatónleika safnaðarins af dagskrá í ár. Óskar fékk bréf frá stjórnendum RÚV og þar voru tvær ástæður nefndar fyrir þessari ákvörðun, annars vegar sú að útsending tónleikanna rúmist ekki innan fjárhagsáætlunar RÚV og hins vegar að ekki sé hægt að réttlæta það að sami hópurinn komist að ár eftir ár. Í frétt Vísis kom fram að tónleikarnir hafi verið á dagskrá RÚV árlega frá 2001. Skarphéðinn segir það ekki rétt. „Vissulega hafa hinir ágætu árvissu tónleikar Fíladelfíu verið reglulega á dagskrá RÚV á undanförnum árum, þó ekki árlega, því þeir voru til að mynda ekki á dagskrá um þar síðustu jól.“Skiptir kostnaður raunverulega máli? Í bréfinu var meðlimum Fíladelfíu-kirkjunnar tjáð að útsending frá tónleikunum rúmaðist ekki innan fjárhagsáætlunar stofnunarinnar. Óskar sagðist í samtali við Vísi gefa lítið fyrir þá útskýringu. „RÚV hefur fengið þetta á silfurfati, þeir hafa ekkert þurft að borga fyrir þetta. Þeir eru bara með sitt fólk í vinnu sem kemur og tekur upp. Við sjáum um hljóðvinnslu og borgum með þessu, það hefur verið allt að ein og hálf milljón sem við borgum með. Þannig að þetta snýst ekkert um kostnað.“ Þegar Skarphéðinn dagskrárstjóri er spurður út í það hvort kostnaður hafi í raun haft áhrif á þessa ákvörðun stjórnenda RÚV að taka Fíladelfíu-tónleikana af dagskrá, svaraði hann svo: „Að sjálfsögðu þarf RÚV að kosta talsverðu til við upptöku á svo viðamiklum tónlistarviðburði, bæði í launa- og tækjakostnaði. Slíkt fæst aldrei á silfurfati þótt framlag Fíladelfíunnar til dagskrárgerðarinnar hafi vissulega verið ríkulegt, rausnarlegt og ákaflega vel þegið. Það liggur í augum uppi að þegar fjárráð eru takmörkuð þarf að forgangsraða, að velja og hafna, og seint verður hægt að sinna og bjóða upp á allt það áhugaverða efni og viðburði sem okkur standa til boða. Fjölbreytni í verkefnavali er eitt af okkar forgangsmálum, að leita leiða til að sinna fleirum af þeim einstaklega frambærulegu menningarviðburðum sem í boði eru og það framar öðru réði ákvörðun okkar að þessu sinni. En ég ítreka að það eru fullur vilji til að bjóða í framtíðinni upp á upptökur frá hinum vinsælu tónleikum Fíladelfíu, rétt eins og aðra frambærilega menningarviðburði, árvissa eða einstaka.Mikið úrvalSkarphéðinn segir að ekki standi til að „draga úr trúarlegum vísunum í komandi hátíðardagskrá RÚV“. „Nægir þar að nefna að boðið verður uppá upptöku frá jólatónleikum Rásar 1 sem haldnir verða í Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar en þar verður á efnisskrá þjóðleg jólatónlist í flutningi Graduale nobili. Það er mjög mikið framboð af afar frambærilegum jólatónleikum og viljum við framar öllu stuðla að fjölbreytni í verkefnavali og finna svigrúm til að sinna fleiri viðburðum en gert hefur verið á liðunum árum.“ Hann segir að það geti vel verið að jólatónleikar Fíladelfíu-kirkjunnar verði aftur á dagskrá RÚV í framtíðinni. svigrúm til að sinna fleiri viðburðum en gert hefur verið á liðunum árum. Við útilokum því alls ekki að boðið verði aftur upp á tónleika Fíladelfíu að ári, sé áhuginn gagnkvæmur, enda einkar vel heppnaður tónlistarviðburður og vinsæll. Við þetta má svo bæta að upptaka frá aftansöng jóla verður að sjálfsögðu á sínum stað í dagskrá sjónvarps á aðfangadagskvöld.“
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira