Innlent

Óskaði Íslendingum til hamingju með forgangsröðun ríkisstjórnarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar. Vísir/Daníel
„Það hefði verið óskandi að sjá á síðasta kjörtímabili þann brennandi eldmóð sem að þingmenn Samfylkingar og Vinstri Grænna hafa fyrir heilbrigðismálum á þessu Kjörtímabili.“ Þetta sagði Vigdís Hauksdóttir á fundi Alþingis nú í kvöld, þar sem rætt var um fjármögnun á nýjum spítala og aukin framlög til heilbrigðismála.

Hún sagði tillögur stjórnarandstöðunnar ekki vera sæmandi, en núverandi ríkisstjórn væri nú búin að bæta það tjón sem unnið var á Landspítalanum á síðasta kjörtímabili. Það hefði verið gert á einu og hálfu ári.

„Það var farið í niðurskurð á Landspítalanum fyrir rúmlega tuttugu prósent á síðasta kjörtímabili og nú eru þessir sömu þingmenn æfir yfir því að þessi ríkisstjórn er búin að setja svo mikið fé í Landspítalann. Að annað eins þekkist ekki í Íslandssögunni,“ sagði Vigdís.

„Ég óska Íslendingum og þeim sem búa hér í þessu landi til hamingju með þessa forgangsröðun og það er sorglegt að sjá hvernig stjórnarandstæðan reynir að snúa út úr þessu mikilvæga málefni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×