Dauðsfallið á Hvammstanga: Staðfest að áverkarnir hlutust við fall

Réttarmeinafræðingur skilaði niðurstöðu úr krufningu til lögreglu um mánaðarmótin. Gunnar segir að niðurstöðurnar staðfesti bráðabirgðaniðurstöður þess efnis að Tomasz Krzeczkowsk hafi látist af völdum áverka á höfði sem hann hlaut við fall.
Tveir menn, feðgar sem bjuggu í húsinu þar sem Tomasz fannst látinn þann 18. júní, sæta farbanni.
„Það er verið að leggja lokafrágang á málið,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Hann reiknar með því að málið verði sent ríkissaksóknara í næstu viku. Saksóknari mun svo taka ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu.
Tengdar fréttir

Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi
Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði.

Dauðsfallið á Hvammstanga: Enn beðið niðurstöðu úr krufningu
„Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum.“ Þannig hófst frétt á Vísi þann 24. júní.

Látinn eftir líkamsárásina á Hvammstanga
Manninum sem varð fyrir líkamsárás á Hvammstanga aðfaranótt sunnudags var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans undanfarna daga.

Dauðsfallið á Hvammstanga: Von á skýrslu úr krufningu í lok vikunnar
Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum.

Dauðsfallið á Hvammstanga: Niðurstöður úr krufningu liggja fyrir
Málið verður sent til saksóknara síðar í þessum mánuði.

Þungt höfuðhögg banameinið | Tveir leystir úr varðhaldi
Tveir menn er enn í haldi og er rannsóknin í fullum gangi.

Meintir árásarmenn á Hvammstanga lausir úr haldi
Hugsanlegt er að höfuðáverkar sem drógu manninn til dauða megi rekja til slyss en ekki barsmíða

Mögulegt fyrra höfuðhögg til skoðunar
Lögreglan á Akureyri hefur meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn sem lét lífið af völdum höfuðhöggs um Hvítasunnuhelgina hafi viku fyrr fengið höfuðhögg í skírnarveislu.

Ættingjar og vinir hins látna hrærðir
"Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu,“ segir sóknarpresturinn á Hvammstanga.

Fjórmenningarnir í gæsluvarðhald
Maðurinn sem slasaðist er í lífshættu en honum er haldið sofandi í öndunarvél.