Áfall að lenda á lista Rússa Ingvar Haraldsson og Svavar Hávarðsson skrifar 8. ágúst 2014 00:01 Helgi Anton Eiríksson „Það væri áfall fyrir okkur, og fyrir hagsmuni Íslands og okkar sjávarútvegsfyrirtækja, að lenda á þessum lista. Þetta er okkar mikilvægasti markaður fyrir uppsjávarafurðir, og sérstaklega makríl núna þegar við erum í miðri makrílvertíð,“ segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International (ISI), en fyrirtækið er einn stærsti útflytjandi íslensks sjávarfangs, þar á meðal til Rússlands. Rússar settu í gær innflutningsbann á ýmis matvæli frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum, Noregi, Kanada og Ástralíu, meðal annars sjávarafurðir. Bannið er svar við viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af innanríkismálum í Úkraínu. Samkvæmt upplýsingum frá rússneska sendiráðinu hér á landi er Ísland ekki á listanum, en fulltrúar sendiráðsins vildu ekki tjá sig um hvort það gæti breyst. Tilkynnt hefur verið að listinn sé „sveigjanlegur“. Helgi segir að nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að stíga varlega til jarðar í samskiptum sínum við Rússa á næstu dögum og vikum.Vertíð á fullu Ekkert land kaupir meira af makríl frá Íslandi en Rússland, sem í fyrra keypti 30 prósent af öllum uppsjávarfiski héðan. mynd/óskarAðspurður hvort tækifæri liggi í viðskiptabanni á samkeppnislönd á mörkuðum með sjávarafurðir segir Helgi það vera tvíeggjað sverð. Verð geti hækkað á íslenskum vörum í Rússlandi með aukinni eftirspurn, en að sama skapi gæti umframframboð á öðrum mörkuðum valdið ójafnvægi. „Það er með öllu óvíst hvað þessi höft vara lengi, þó að talað sé um eitt ár. Hins vegar er um gríðarlegt magn vöru að ræða og erfitt að sjá hvernig þetta gengur upp fyrir rússneskt samfélag. Þeir eru ekki sjálfbærir með þennan varning, og langt frá því,“ segir Helgi. „Ef rússnesk fyrirtæki missa möguleika til að stunda rótgróin viðskipti, veikjast þau hratt.“ Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir Rússland og Úkraínu hafa flutt inn sjávarafurðir frá Íslandi fyrir um 30 milljarða á síðasta ári, eða hátt í 10 til 12 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða frá Íslandi. Miklir hagsmunir séu í húfi og full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Bannið mun hafa mikil áhrif í Noregi. Á síðasta ári fluttu Norðmenn út sjávarafurðir til Rússlands fyrir 120 milljarða íslenskra króna sem er um ellefu prósent af árlegri sölu norskra sjávarafurða. „Við höfum áhyggjur af því að markaðurinn hrynji,“ sagði Ola Braanaas sem rekur Frida Management, eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs, í samtali við Aftenposten. Tengdar fréttir Þvinganir Rússa breyta ekki stefnu Íslands gagnvart Úkraínu Framkvæmdastjóri LÍÚ segir innflutningsbann Rússa á fisk frá Vesturlöndum mikil tíðindi og alvarleg. Ekki liggur fyrir hvort bannið nær til innflutnings á íslenskum matvörum. 7. ágúst 2014 12:57 Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
„Það væri áfall fyrir okkur, og fyrir hagsmuni Íslands og okkar sjávarútvegsfyrirtækja, að lenda á þessum lista. Þetta er okkar mikilvægasti markaður fyrir uppsjávarafurðir, og sérstaklega makríl núna þegar við erum í miðri makrílvertíð,“ segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International (ISI), en fyrirtækið er einn stærsti útflytjandi íslensks sjávarfangs, þar á meðal til Rússlands. Rússar settu í gær innflutningsbann á ýmis matvæli frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum, Noregi, Kanada og Ástralíu, meðal annars sjávarafurðir. Bannið er svar við viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af innanríkismálum í Úkraínu. Samkvæmt upplýsingum frá rússneska sendiráðinu hér á landi er Ísland ekki á listanum, en fulltrúar sendiráðsins vildu ekki tjá sig um hvort það gæti breyst. Tilkynnt hefur verið að listinn sé „sveigjanlegur“. Helgi segir að nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að stíga varlega til jarðar í samskiptum sínum við Rússa á næstu dögum og vikum.Vertíð á fullu Ekkert land kaupir meira af makríl frá Íslandi en Rússland, sem í fyrra keypti 30 prósent af öllum uppsjávarfiski héðan. mynd/óskarAðspurður hvort tækifæri liggi í viðskiptabanni á samkeppnislönd á mörkuðum með sjávarafurðir segir Helgi það vera tvíeggjað sverð. Verð geti hækkað á íslenskum vörum í Rússlandi með aukinni eftirspurn, en að sama skapi gæti umframframboð á öðrum mörkuðum valdið ójafnvægi. „Það er með öllu óvíst hvað þessi höft vara lengi, þó að talað sé um eitt ár. Hins vegar er um gríðarlegt magn vöru að ræða og erfitt að sjá hvernig þetta gengur upp fyrir rússneskt samfélag. Þeir eru ekki sjálfbærir með þennan varning, og langt frá því,“ segir Helgi. „Ef rússnesk fyrirtæki missa möguleika til að stunda rótgróin viðskipti, veikjast þau hratt.“ Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir Rússland og Úkraínu hafa flutt inn sjávarafurðir frá Íslandi fyrir um 30 milljarða á síðasta ári, eða hátt í 10 til 12 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða frá Íslandi. Miklir hagsmunir séu í húfi og full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Bannið mun hafa mikil áhrif í Noregi. Á síðasta ári fluttu Norðmenn út sjávarafurðir til Rússlands fyrir 120 milljarða íslenskra króna sem er um ellefu prósent af árlegri sölu norskra sjávarafurða. „Við höfum áhyggjur af því að markaðurinn hrynji,“ sagði Ola Braanaas sem rekur Frida Management, eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs, í samtali við Aftenposten.
Tengdar fréttir Þvinganir Rússa breyta ekki stefnu Íslands gagnvart Úkraínu Framkvæmdastjóri LÍÚ segir innflutningsbann Rússa á fisk frá Vesturlöndum mikil tíðindi og alvarleg. Ekki liggur fyrir hvort bannið nær til innflutnings á íslenskum matvörum. 7. ágúst 2014 12:57 Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Þvinganir Rússa breyta ekki stefnu Íslands gagnvart Úkraínu Framkvæmdastjóri LÍÚ segir innflutningsbann Rússa á fisk frá Vesturlöndum mikil tíðindi og alvarleg. Ekki liggur fyrir hvort bannið nær til innflutnings á íslenskum matvörum. 7. ágúst 2014 12:57
Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30