Áfall að lenda á lista Rússa Ingvar Haraldsson og Svavar Hávarðsson skrifar 8. ágúst 2014 00:01 Helgi Anton Eiríksson „Það væri áfall fyrir okkur, og fyrir hagsmuni Íslands og okkar sjávarútvegsfyrirtækja, að lenda á þessum lista. Þetta er okkar mikilvægasti markaður fyrir uppsjávarafurðir, og sérstaklega makríl núna þegar við erum í miðri makrílvertíð,“ segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International (ISI), en fyrirtækið er einn stærsti útflytjandi íslensks sjávarfangs, þar á meðal til Rússlands. Rússar settu í gær innflutningsbann á ýmis matvæli frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum, Noregi, Kanada og Ástralíu, meðal annars sjávarafurðir. Bannið er svar við viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af innanríkismálum í Úkraínu. Samkvæmt upplýsingum frá rússneska sendiráðinu hér á landi er Ísland ekki á listanum, en fulltrúar sendiráðsins vildu ekki tjá sig um hvort það gæti breyst. Tilkynnt hefur verið að listinn sé „sveigjanlegur“. Helgi segir að nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að stíga varlega til jarðar í samskiptum sínum við Rússa á næstu dögum og vikum.Vertíð á fullu Ekkert land kaupir meira af makríl frá Íslandi en Rússland, sem í fyrra keypti 30 prósent af öllum uppsjávarfiski héðan. mynd/óskarAðspurður hvort tækifæri liggi í viðskiptabanni á samkeppnislönd á mörkuðum með sjávarafurðir segir Helgi það vera tvíeggjað sverð. Verð geti hækkað á íslenskum vörum í Rússlandi með aukinni eftirspurn, en að sama skapi gæti umframframboð á öðrum mörkuðum valdið ójafnvægi. „Það er með öllu óvíst hvað þessi höft vara lengi, þó að talað sé um eitt ár. Hins vegar er um gríðarlegt magn vöru að ræða og erfitt að sjá hvernig þetta gengur upp fyrir rússneskt samfélag. Þeir eru ekki sjálfbærir með þennan varning, og langt frá því,“ segir Helgi. „Ef rússnesk fyrirtæki missa möguleika til að stunda rótgróin viðskipti, veikjast þau hratt.“ Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir Rússland og Úkraínu hafa flutt inn sjávarafurðir frá Íslandi fyrir um 30 milljarða á síðasta ári, eða hátt í 10 til 12 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða frá Íslandi. Miklir hagsmunir séu í húfi og full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Bannið mun hafa mikil áhrif í Noregi. Á síðasta ári fluttu Norðmenn út sjávarafurðir til Rússlands fyrir 120 milljarða íslenskra króna sem er um ellefu prósent af árlegri sölu norskra sjávarafurða. „Við höfum áhyggjur af því að markaðurinn hrynji,“ sagði Ola Braanaas sem rekur Frida Management, eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs, í samtali við Aftenposten. Tengdar fréttir Þvinganir Rússa breyta ekki stefnu Íslands gagnvart Úkraínu Framkvæmdastjóri LÍÚ segir innflutningsbann Rússa á fisk frá Vesturlöndum mikil tíðindi og alvarleg. Ekki liggur fyrir hvort bannið nær til innflutnings á íslenskum matvörum. 7. ágúst 2014 12:57 Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
„Það væri áfall fyrir okkur, og fyrir hagsmuni Íslands og okkar sjávarútvegsfyrirtækja, að lenda á þessum lista. Þetta er okkar mikilvægasti markaður fyrir uppsjávarafurðir, og sérstaklega makríl núna þegar við erum í miðri makrílvertíð,“ segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International (ISI), en fyrirtækið er einn stærsti útflytjandi íslensks sjávarfangs, þar á meðal til Rússlands. Rússar settu í gær innflutningsbann á ýmis matvæli frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum, Noregi, Kanada og Ástralíu, meðal annars sjávarafurðir. Bannið er svar við viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af innanríkismálum í Úkraínu. Samkvæmt upplýsingum frá rússneska sendiráðinu hér á landi er Ísland ekki á listanum, en fulltrúar sendiráðsins vildu ekki tjá sig um hvort það gæti breyst. Tilkynnt hefur verið að listinn sé „sveigjanlegur“. Helgi segir að nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að stíga varlega til jarðar í samskiptum sínum við Rússa á næstu dögum og vikum.Vertíð á fullu Ekkert land kaupir meira af makríl frá Íslandi en Rússland, sem í fyrra keypti 30 prósent af öllum uppsjávarfiski héðan. mynd/óskarAðspurður hvort tækifæri liggi í viðskiptabanni á samkeppnislönd á mörkuðum með sjávarafurðir segir Helgi það vera tvíeggjað sverð. Verð geti hækkað á íslenskum vörum í Rússlandi með aukinni eftirspurn, en að sama skapi gæti umframframboð á öðrum mörkuðum valdið ójafnvægi. „Það er með öllu óvíst hvað þessi höft vara lengi, þó að talað sé um eitt ár. Hins vegar er um gríðarlegt magn vöru að ræða og erfitt að sjá hvernig þetta gengur upp fyrir rússneskt samfélag. Þeir eru ekki sjálfbærir með þennan varning, og langt frá því,“ segir Helgi. „Ef rússnesk fyrirtæki missa möguleika til að stunda rótgróin viðskipti, veikjast þau hratt.“ Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir Rússland og Úkraínu hafa flutt inn sjávarafurðir frá Íslandi fyrir um 30 milljarða á síðasta ári, eða hátt í 10 til 12 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða frá Íslandi. Miklir hagsmunir séu í húfi og full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Bannið mun hafa mikil áhrif í Noregi. Á síðasta ári fluttu Norðmenn út sjávarafurðir til Rússlands fyrir 120 milljarða íslenskra króna sem er um ellefu prósent af árlegri sölu norskra sjávarafurða. „Við höfum áhyggjur af því að markaðurinn hrynji,“ sagði Ola Braanaas sem rekur Frida Management, eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs, í samtali við Aftenposten.
Tengdar fréttir Þvinganir Rússa breyta ekki stefnu Íslands gagnvart Úkraínu Framkvæmdastjóri LÍÚ segir innflutningsbann Rússa á fisk frá Vesturlöndum mikil tíðindi og alvarleg. Ekki liggur fyrir hvort bannið nær til innflutnings á íslenskum matvörum. 7. ágúst 2014 12:57 Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Þvinganir Rússa breyta ekki stefnu Íslands gagnvart Úkraínu Framkvæmdastjóri LÍÚ segir innflutningsbann Rússa á fisk frá Vesturlöndum mikil tíðindi og alvarleg. Ekki liggur fyrir hvort bannið nær til innflutnings á íslenskum matvörum. 7. ágúst 2014 12:57
Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30