Áfall að lenda á lista Rússa Ingvar Haraldsson og Svavar Hávarðsson skrifar 8. ágúst 2014 00:01 Helgi Anton Eiríksson „Það væri áfall fyrir okkur, og fyrir hagsmuni Íslands og okkar sjávarútvegsfyrirtækja, að lenda á þessum lista. Þetta er okkar mikilvægasti markaður fyrir uppsjávarafurðir, og sérstaklega makríl núna þegar við erum í miðri makrílvertíð,“ segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International (ISI), en fyrirtækið er einn stærsti útflytjandi íslensks sjávarfangs, þar á meðal til Rússlands. Rússar settu í gær innflutningsbann á ýmis matvæli frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum, Noregi, Kanada og Ástralíu, meðal annars sjávarafurðir. Bannið er svar við viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af innanríkismálum í Úkraínu. Samkvæmt upplýsingum frá rússneska sendiráðinu hér á landi er Ísland ekki á listanum, en fulltrúar sendiráðsins vildu ekki tjá sig um hvort það gæti breyst. Tilkynnt hefur verið að listinn sé „sveigjanlegur“. Helgi segir að nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að stíga varlega til jarðar í samskiptum sínum við Rússa á næstu dögum og vikum.Vertíð á fullu Ekkert land kaupir meira af makríl frá Íslandi en Rússland, sem í fyrra keypti 30 prósent af öllum uppsjávarfiski héðan. mynd/óskarAðspurður hvort tækifæri liggi í viðskiptabanni á samkeppnislönd á mörkuðum með sjávarafurðir segir Helgi það vera tvíeggjað sverð. Verð geti hækkað á íslenskum vörum í Rússlandi með aukinni eftirspurn, en að sama skapi gæti umframframboð á öðrum mörkuðum valdið ójafnvægi. „Það er með öllu óvíst hvað þessi höft vara lengi, þó að talað sé um eitt ár. Hins vegar er um gríðarlegt magn vöru að ræða og erfitt að sjá hvernig þetta gengur upp fyrir rússneskt samfélag. Þeir eru ekki sjálfbærir með þennan varning, og langt frá því,“ segir Helgi. „Ef rússnesk fyrirtæki missa möguleika til að stunda rótgróin viðskipti, veikjast þau hratt.“ Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir Rússland og Úkraínu hafa flutt inn sjávarafurðir frá Íslandi fyrir um 30 milljarða á síðasta ári, eða hátt í 10 til 12 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða frá Íslandi. Miklir hagsmunir séu í húfi og full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Bannið mun hafa mikil áhrif í Noregi. Á síðasta ári fluttu Norðmenn út sjávarafurðir til Rússlands fyrir 120 milljarða íslenskra króna sem er um ellefu prósent af árlegri sölu norskra sjávarafurða. „Við höfum áhyggjur af því að markaðurinn hrynji,“ sagði Ola Braanaas sem rekur Frida Management, eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs, í samtali við Aftenposten. Tengdar fréttir Þvinganir Rússa breyta ekki stefnu Íslands gagnvart Úkraínu Framkvæmdastjóri LÍÚ segir innflutningsbann Rússa á fisk frá Vesturlöndum mikil tíðindi og alvarleg. Ekki liggur fyrir hvort bannið nær til innflutnings á íslenskum matvörum. 7. ágúst 2014 12:57 Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Það væri áfall fyrir okkur, og fyrir hagsmuni Íslands og okkar sjávarútvegsfyrirtækja, að lenda á þessum lista. Þetta er okkar mikilvægasti markaður fyrir uppsjávarafurðir, og sérstaklega makríl núna þegar við erum í miðri makrílvertíð,“ segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International (ISI), en fyrirtækið er einn stærsti útflytjandi íslensks sjávarfangs, þar á meðal til Rússlands. Rússar settu í gær innflutningsbann á ýmis matvæli frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum, Noregi, Kanada og Ástralíu, meðal annars sjávarafurðir. Bannið er svar við viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af innanríkismálum í Úkraínu. Samkvæmt upplýsingum frá rússneska sendiráðinu hér á landi er Ísland ekki á listanum, en fulltrúar sendiráðsins vildu ekki tjá sig um hvort það gæti breyst. Tilkynnt hefur verið að listinn sé „sveigjanlegur“. Helgi segir að nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að stíga varlega til jarðar í samskiptum sínum við Rússa á næstu dögum og vikum.Vertíð á fullu Ekkert land kaupir meira af makríl frá Íslandi en Rússland, sem í fyrra keypti 30 prósent af öllum uppsjávarfiski héðan. mynd/óskarAðspurður hvort tækifæri liggi í viðskiptabanni á samkeppnislönd á mörkuðum með sjávarafurðir segir Helgi það vera tvíeggjað sverð. Verð geti hækkað á íslenskum vörum í Rússlandi með aukinni eftirspurn, en að sama skapi gæti umframframboð á öðrum mörkuðum valdið ójafnvægi. „Það er með öllu óvíst hvað þessi höft vara lengi, þó að talað sé um eitt ár. Hins vegar er um gríðarlegt magn vöru að ræða og erfitt að sjá hvernig þetta gengur upp fyrir rússneskt samfélag. Þeir eru ekki sjálfbærir með þennan varning, og langt frá því,“ segir Helgi. „Ef rússnesk fyrirtæki missa möguleika til að stunda rótgróin viðskipti, veikjast þau hratt.“ Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir Rússland og Úkraínu hafa flutt inn sjávarafurðir frá Íslandi fyrir um 30 milljarða á síðasta ári, eða hátt í 10 til 12 prósent af heildarútflutningi sjávarafurða frá Íslandi. Miklir hagsmunir séu í húfi og full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Bannið mun hafa mikil áhrif í Noregi. Á síðasta ári fluttu Norðmenn út sjávarafurðir til Rússlands fyrir 120 milljarða íslenskra króna sem er um ellefu prósent af árlegri sölu norskra sjávarafurða. „Við höfum áhyggjur af því að markaðurinn hrynji,“ sagði Ola Braanaas sem rekur Frida Management, eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs, í samtali við Aftenposten.
Tengdar fréttir Þvinganir Rússa breyta ekki stefnu Íslands gagnvart Úkraínu Framkvæmdastjóri LÍÚ segir innflutningsbann Rússa á fisk frá Vesturlöndum mikil tíðindi og alvarleg. Ekki liggur fyrir hvort bannið nær til innflutnings á íslenskum matvörum. 7. ágúst 2014 12:57 Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Þvinganir Rússa breyta ekki stefnu Íslands gagnvart Úkraínu Framkvæmdastjóri LÍÚ segir innflutningsbann Rússa á fisk frá Vesturlöndum mikil tíðindi og alvarleg. Ekki liggur fyrir hvort bannið nær til innflutnings á íslenskum matvörum. 7. ágúst 2014 12:57
Ísland ekki á lista en viðskiptabann gæti haft ófyrirséðar afleiðingar Innflutningsbann Rússa á matvæli frá ríkjum Evrópusambandsins nær ekki til Íslands. Hins vegar gæti bannið haft alvarlegar ófyrirséðar afleiðingar fyrir útflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. 7. ágúst 2014 18:30