Segir Hönnu Birnu ekki geta sæst við annað en vafalausa niðurstöðu Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2014 08:30 Þorsteinn Pálsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Vísir/GVA/Stefán „Ráðherrann þarf einfaldlega að geta hreinsað alla starfsmenn ráðuneytisins eða dregið einhvern þeirra til ábyrgðar. Takist það ekki gæti þrengst um varnir hans sjálfs.“ Þetta skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar vísar hann til stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, vegna lekamálisins svokallaða. Þorsteinn segir að þegar lögreglurannsókn hafi farið af stað hafi engar skýrar reglur mælt fyrir um að Hanna Birna þyrfti að víkja. Þá segir hann að hafa beri í huga að ráðherrar geti ekki vikið tímabundið eins og aðrir embættismenn, þegar lögreglurannsókn beinist að þeim. „Þeir segja formlega af sér og það er alfarið háð pólitískri stöðu hvort þeir eiga afturkvæmt.“ Forsætisráðherrann fyrrverandi bendir á að nýlega hafi komið í ljós að Hanna Birna hafi á ákveðnum tímapunkti talið nauðsynlegt að eiga samtöl við lögreglustjóra um framgang rannsóknarinnar. Hún segi það hafa verið nauðsynleg og eðlileg samtöl. „Ástæðulaust er að vefengja það. En um leið var þá komin upp ný staða. Er hér var komið sögu sýnast hæfisreglur stjórnsýslulaga hafa náð til málsins,“ segir Þorsteinn. „Þegar ráðherra mat aðstæður með þeim hætti að slík samtöl væru óhjákvæmileg hefði hann þar af leiðandi átt að óska eftir því við forsætisráðherra að forseti Íslands skipaði annan ráðherra í ríkisstjórninni til þess að fara með yfirstjórn lögreglunnar að því er varðaði þessa tilteknu rannsókn og eiga þau samtöl sem nauðsynleg þættu.“ Þorsteinn segir setningu ráðherra til meðferðar einstaks máls sé vel þekkt eftir gildistöku stjórnsýslulaga fyrir tuttugu árum síðan. „Hún veikir ekki stöðu viðkomandi ráðherra, hvorki lagalega né pólitískt, en eyðir tortryggni.“ Þá segir Þorsteinn að hafi lögreglurannsókn ekki leitt í ljós hver beri ábyrgð á því að skjalið umtalaða hafi farið úr ráðuneytinu þannig að hafið sé yfir allan vafa, geti ríkissaksóknari ekki aðhafst. „En málið er aftur á móti þannig vaxið að héðan af getur ráðherrann ekki sætt sig við að það sofni þannig án nokkurrar niðurstöðu.“ Hann segir að séu allar öryggisreglur innanríkisráðuneytisins í lagi hafi skjalið ekki komist úr húsi án atbeina starfsmanns þess. Hver sem það sé búi hann einn yfir vitneskju sem geti leyst Hönnu Birnu úr klípunni. „Ráðherrann þarf einfaldlega að geta hreinsað alla starfsmenn ráðuneytisins eða dregið einhvern þeirra til ábyrgðar. Takist það ekki gæti þrengst um varnir hans sjálfs,“ segir Þorsteinn. Tengdar fréttir Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 Hanna Birna krafin um skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. 6. ágúst 2014 14:31 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Innanríkisráðherra hótað lífláti Innanríkisráðherra hafa borist fjölmargar líflátshótanir á meðan lekamálinu hefur staðið. 6. ágúst 2014 19:15 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
„Ráðherrann þarf einfaldlega að geta hreinsað alla starfsmenn ráðuneytisins eða dregið einhvern þeirra til ábyrgðar. Takist það ekki gæti þrengst um varnir hans sjálfs.“ Þetta skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar vísar hann til stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, vegna lekamálisins svokallaða. Þorsteinn segir að þegar lögreglurannsókn hafi farið af stað hafi engar skýrar reglur mælt fyrir um að Hanna Birna þyrfti að víkja. Þá segir hann að hafa beri í huga að ráðherrar geti ekki vikið tímabundið eins og aðrir embættismenn, þegar lögreglurannsókn beinist að þeim. „Þeir segja formlega af sér og það er alfarið háð pólitískri stöðu hvort þeir eiga afturkvæmt.“ Forsætisráðherrann fyrrverandi bendir á að nýlega hafi komið í ljós að Hanna Birna hafi á ákveðnum tímapunkti talið nauðsynlegt að eiga samtöl við lögreglustjóra um framgang rannsóknarinnar. Hún segi það hafa verið nauðsynleg og eðlileg samtöl. „Ástæðulaust er að vefengja það. En um leið var þá komin upp ný staða. Er hér var komið sögu sýnast hæfisreglur stjórnsýslulaga hafa náð til málsins,“ segir Þorsteinn. „Þegar ráðherra mat aðstæður með þeim hætti að slík samtöl væru óhjákvæmileg hefði hann þar af leiðandi átt að óska eftir því við forsætisráðherra að forseti Íslands skipaði annan ráðherra í ríkisstjórninni til þess að fara með yfirstjórn lögreglunnar að því er varðaði þessa tilteknu rannsókn og eiga þau samtöl sem nauðsynleg þættu.“ Þorsteinn segir setningu ráðherra til meðferðar einstaks máls sé vel þekkt eftir gildistöku stjórnsýslulaga fyrir tuttugu árum síðan. „Hún veikir ekki stöðu viðkomandi ráðherra, hvorki lagalega né pólitískt, en eyðir tortryggni.“ Þá segir Þorsteinn að hafi lögreglurannsókn ekki leitt í ljós hver beri ábyrgð á því að skjalið umtalaða hafi farið úr ráðuneytinu þannig að hafið sé yfir allan vafa, geti ríkissaksóknari ekki aðhafst. „En málið er aftur á móti þannig vaxið að héðan af getur ráðherrann ekki sætt sig við að það sofni þannig án nokkurrar niðurstöðu.“ Hann segir að séu allar öryggisreglur innanríkisráðuneytisins í lagi hafi skjalið ekki komist úr húsi án atbeina starfsmanns þess. Hver sem það sé búi hann einn yfir vitneskju sem geti leyst Hönnu Birnu úr klípunni. „Ráðherrann þarf einfaldlega að geta hreinsað alla starfsmenn ráðuneytisins eða dregið einhvern þeirra til ábyrgðar. Takist það ekki gæti þrengst um varnir hans sjálfs,“ segir Þorsteinn.
Tengdar fréttir Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 Hanna Birna krafin um skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. 6. ágúst 2014 14:31 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Innanríkisráðherra hótað lífláti Innanríkisráðherra hafa borist fjölmargar líflátshótanir á meðan lekamálinu hefur staðið. 6. ágúst 2014 19:15 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24
Hanna Birna krafin um skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, og óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. 6. ágúst 2014 14:31
Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48
„Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15
Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15
Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00
Innanríkisráðherra hótað lífláti Innanríkisráðherra hafa borist fjölmargar líflátshótanir á meðan lekamálinu hefur staðið. 6. ágúst 2014 19:15
Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00
Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48
Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39