Fíklar hljóti aukin réttindi Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2014 07:00 Helgi HRafn Gunnarsson Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin mun byggja á þingsályktun sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, flutti á Alþingi. Stefnan sem mótuð verður á að verða til að aðstoða og vernda neytendur efnanna og félagsleg réttindi þeirra, aðstandendur þeirra og samfélagið í heild. Borgar Þór Einarsson héraðsdómslögmaður er formaður nefndarinnar en auk hans skipaði ráðherra þau Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, og Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Auk þeirra eiga landlæknir, stjórn SÁÁ, ríkislögreglustjóri, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, Rauði kross Íslands og velferðarsvið Reykjavíkurborgar einn fulltrúa hver. „Ég ber ákveðnar væntingar til þess að þetta starf skili stjórnvöldum tillögum varðandi þennan málaflokk sem geta gefið okkur vonir um betri árangur í að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu,“ segir Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið. Hópurinn mun skila ráðherra tillögum snemma á næsta ári. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á sæti í nefndinni. Hann segir að markmiðið sé að móta fíkniefnastefnu þar sem höfuðáhersla verði lögð á réttindi fólks frekar en að refsa því. Hann segir að fíkniefnaneytendur njóti ekki þeirra réttinda sem aðrir telji sjálfsögð. „Ef ætlunin er að tryggja réttindi fólks sem neytir vímuefna, hvort sem það eru fíklar eða ekki, þá getum við ekki á sama tíma verið að hóta þeim. Þú réttir ekki manni hjálparhönd með annarri hendi og hótar að berja hann með hinni. En það er það sem við erum að gera í dag,“ segir Helgi Hrafn. Þetta þurfi að laga. Hann segir að starfshópurinn muni hafa það að markmiði að kanna hvernig fyrirkomulagið sé í öðrum löndum. „Ég vænti þess að það komi bara eitthvað gagnlegt og gott út úr þessu,“ segir Helgi Hrafn. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin mun byggja á þingsályktun sem Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, flutti á Alþingi. Stefnan sem mótuð verður á að verða til að aðstoða og vernda neytendur efnanna og félagsleg réttindi þeirra, aðstandendur þeirra og samfélagið í heild. Borgar Þór Einarsson héraðsdómslögmaður er formaður nefndarinnar en auk hans skipaði ráðherra þau Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, og Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Auk þeirra eiga landlæknir, stjórn SÁÁ, ríkislögreglustjóri, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, Rauði kross Íslands og velferðarsvið Reykjavíkurborgar einn fulltrúa hver. „Ég ber ákveðnar væntingar til þess að þetta starf skili stjórnvöldum tillögum varðandi þennan málaflokk sem geta gefið okkur vonir um betri árangur í að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu,“ segir Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið. Hópurinn mun skila ráðherra tillögum snemma á næsta ári. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á sæti í nefndinni. Hann segir að markmiðið sé að móta fíkniefnastefnu þar sem höfuðáhersla verði lögð á réttindi fólks frekar en að refsa því. Hann segir að fíkniefnaneytendur njóti ekki þeirra réttinda sem aðrir telji sjálfsögð. „Ef ætlunin er að tryggja réttindi fólks sem neytir vímuefna, hvort sem það eru fíklar eða ekki, þá getum við ekki á sama tíma verið að hóta þeim. Þú réttir ekki manni hjálparhönd með annarri hendi og hótar að berja hann með hinni. En það er það sem við erum að gera í dag,“ segir Helgi Hrafn. Þetta þurfi að laga. Hann segir að starfshópurinn muni hafa það að markmiði að kanna hvernig fyrirkomulagið sé í öðrum löndum. „Ég vænti þess að það komi bara eitthvað gagnlegt og gott út úr þessu,“ segir Helgi Hrafn.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira