Sjálfstæðisflokkurinn yfir þrjátíu prósenta múrinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2014 07:00 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Flestir kjósendur, eða tæplega 31 prósent, myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þessar niðurstöður miðast aðeins við svör þeirra sem taka afstöðu til flokkanna. Samkvæmt sömu niðurstöðum er Samfylkingin næststærsti flokkurinn með 20 prósent fylgi, Björt framtíð kemur þar á eftir með 14,1 prósent. Framsóknarflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eru álíka stór með tæp tólf prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Mjög margir eða 23 prósent sögðust vera óákveðnir, 15% sögðu að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu og 13 prósent kusu að svara ekki spurningunni. Þegar tekið er tillit óákveðinna eru einungis 15% sem segja að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 10% sem segja að þeir myndu kjósa Samfylkinguna, 6% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og VG en 5% myndu kjósa Pírata. „Ég er ánægður með þetta, en tek tölunum með ró. Ég held að fólk sé farið að finna fyrir stöðugleika og kaupmáttaraukningu,“ segir Bjarni Benediktsson.„Ég man bara ekki hvenær Sjálfstæðisflokkurinn mældist síðast yfir þrjátíu prósentum og það vekur athygli að flokkurinn bæti við sig eins og umræðan hefur verið. Varðandi stjórnarandstöðuflokkana þá er það þekkt að þeir missi fylgi meðan þingið starfar ekki, þar sem þeir eru þá ekki eins sýnilegir og annars. Í næsta mánuði reynir verulega á Framsóknarflokkinn. Nái þeir sér ekki á flug þegar skuldaleiðréttingarnar verða ljósar, gæti orðið erfitt fyrir þá að ná fylgi á ný,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þjóðarpúls Gallup, sem RÚV birti í gær, sýndi svipað fylgi og kemur fram í könnun Fréttablaðsins. Ítarlegri greining verður á skoðanakönnuninni í Fréttablaðinu á morgun. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.875 manns þar til náðist í 1200 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28 ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarshlutfall var 64,0% Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Flestir kjósendur, eða tæplega 31 prósent, myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þessar niðurstöður miðast aðeins við svör þeirra sem taka afstöðu til flokkanna. Samkvæmt sömu niðurstöðum er Samfylkingin næststærsti flokkurinn með 20 prósent fylgi, Björt framtíð kemur þar á eftir með 14,1 prósent. Framsóknarflokkurinn og Vinstri hreyfingin – grænt framboð eru álíka stór með tæp tólf prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Mjög margir eða 23 prósent sögðust vera óákveðnir, 15% sögðu að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu og 13 prósent kusu að svara ekki spurningunni. Þegar tekið er tillit óákveðinna eru einungis 15% sem segja að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 10% sem segja að þeir myndu kjósa Samfylkinguna, 6% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og VG en 5% myndu kjósa Pírata. „Ég er ánægður með þetta, en tek tölunum með ró. Ég held að fólk sé farið að finna fyrir stöðugleika og kaupmáttaraukningu,“ segir Bjarni Benediktsson.„Ég man bara ekki hvenær Sjálfstæðisflokkurinn mældist síðast yfir þrjátíu prósentum og það vekur athygli að flokkurinn bæti við sig eins og umræðan hefur verið. Varðandi stjórnarandstöðuflokkana þá er það þekkt að þeir missi fylgi meðan þingið starfar ekki, þar sem þeir eru þá ekki eins sýnilegir og annars. Í næsta mánuði reynir verulega á Framsóknarflokkinn. Nái þeir sér ekki á flug þegar skuldaleiðréttingarnar verða ljósar, gæti orðið erfitt fyrir þá að ná fylgi á ný,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þjóðarpúls Gallup, sem RÚV birti í gær, sýndi svipað fylgi og kemur fram í könnun Fréttablaðsins. Ítarlegri greining verður á skoðanakönnuninni í Fréttablaðinu á morgun. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.875 manns þar til náðist í 1200 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28 ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarshlutfall var 64,0% Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira